Það besta og sérstaka á CES 2020 Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2020 12:45 Fyrirtækið Royole sýndi nokkurs konar skjáatré á CES 2020. AP/Ross D. Franklin Consumer Electronic Show eða CES er ein vinsælasta tæknisýning heims þar sem helstu tæknifyrirtæki heimsins og nýgræðingar sýna vörur sínar og tilraunastarfsemi í Las Vegas. Ces gengur að miklu leyti út á að stór fyrirtæki sýni burði sína á meðan smærri fyrirtæki sýna hugmyndir og reyna að laða að fjárfesta. Þar má ávallt finna framúrskarandi tæki og tól auk skemmtilegra hugmynda og vara sem virðast engum tilgangi þjóna. Það má finna lausnir við nánast öllum vöndum á CES og þar að auki óþarfar lausnir á einstaklega smávægilegum vandamálum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir vörur og hluti sem notið hafa mikilli athygli þetta árið. Margt af því talið gott en annað sérstakt. Einkar þunn Chromebook Samsung kynnt nýja fartölvu á CES sem vakið hefur mikla lukka. Samsung Galaxy Chromebook er í raun blendingur fartölvu og spjaldtölvu en nýjasta útgáfan er sú þynnsta sem hefur verið framleidd. Tölvan er einungis 9,9 millimetrar að þykkt og eitt kíló að þyngd. Endurnýta vatn heimila Fyrirtækið Hydraloop hefur fangað mikla athygli á Ces þetta árið með vatnsendurvinnslu sem getur dregið verulega úr notkun vatns á heimilum. Varan býður notendum upp á ódýra og þægilega leið til að endurnýta vatn. Í stuttu máli sagt felst notkun Hydraloop í því að tengja tæki á stærð við ísskáp við vatnskerfi húsa. Kassi þessi notar fjölda leiða til að hreinsa vatn sem er á leið út úr kerfinu og koma því aftu rí notkun í klósettum, þvottavélum og sundlaugum, svo eitthvað sé nefnt. Lyfta þungum hlutum með hjálp tækninnar Flugfélagið Delta sýndi nýja tækni sem bæta á líf starfsmanna til muna. Delta og Sarcos Robotics hafa hannað svokallaða exoskeleton sem nýtist vel í að lyfta þungum hlutum. Forsvarsmenn Sarcos segja að stoðgrindin muni gera fólki kleift að lyfta hundrað kílóa hlutum ítrekað í átta klukkustundir og það án þess að þreytast. Sony gerir bíl Tæknirisinn Sony kynnti til leiks nýjan rafmagnsbíl sem kallast Vision-S. Bíllinn er frumgerð og er ekki ætlaður til sölu, það eru því líklegast mörg ár þar til við getum keypt okkur bíl frá Sony, sem er hvað þekktast við framleiðslu raftækja og leikjatölva. Með tilliti til þess er ekki óvænt að ein helsta áhersla Sony við þróun Vision-S var að gera bílinn skemmtilegan og er hann stútfullur af snjallskjám og öðrum tækjum og tólum. Ballie vaktar heimilið Vélmenni hafa ávallt skipað sér stóran sess á CES og þetta árið var svo sem engin undantekning, þó vélmennin hafi verið færri en áður. Það vélmenni sem vakti hvað mesta athygli var Ballie frá Samsung. Þó Ballie sé smár í sniðum er honum ætlað að vinna hin ýmsu verk. Vélmennið á að aðstoða fólk á heimili þeirra með því að tengjast öðrum snjalltækjum eins og ryksugum og skjám. Ballie er frumgerð, eins og svo margar aðrar græjur á CES, og er alfarið óljóst hvort hann verði nokkurn tímann seldur. Samsung vildi þó sýna að starfsmönnum fyrirtækisins er alvara í þróun vélmenna. Hyundai kemur okkur í framtíðina Fyrirtækin Hyundai og Uber vinna nú saman að þróun fljúgandi bíls. Já, fljúgandi bíls. Loksins er framtíðin komin en okkur hefur verið lofað fljúgandi bílum í marga áratugi. Vinna þeirra virðist þó ekki vera komin langt þar sem stærðarinnar líkan sem sýnt var á CES gat ekki tekið á loft. Fjöldi fyrirtækja vinna að þróun fljúgandi bíla og má þar nefna Toyota, Porsche, Boeing og Airbus. Hyundai segir að fljúgandi bíl þeirra, S-A1, sé hannaður til að fljúga í 300 til 600 metra hæð og á endanum verði bíllinn sjálffljúgandi, ef svo má að orði komast. Mercedes-Benz gerir bíl með James Cameron Mercedes-Benz kynnti bíl framtíðarinnar, sem er einhverra hluta vegna þróaður í samstarfi við James Cameron og í tengslum við Avatarkvikmyndir hans. Bíllinn ber nafnið Vision AVTR. Þarna er enn og aftur um frumgerð að ræða sem er ætlað að sýna hvað starfsmenn Mercedes-Benz geta gert. Cameron sjálfur tók þátt í kynningu bílsins og sagði hann á sviði að hann sæi fyrir sér framtíð þar sem við, mannkynið, mun sameinast tækninni sem verði náttúrulegur hluti lífa okkar. Allt sem þú þarft að vita um skít katta LuluPet kynnti tæki sem býr fyrir framúrskarandi notkun gervigreindar sem greinir skít og hland katta í snjallkattakassanum sem um ræðir. Kassinn býr sum sé yfir skynjurum sem skoða úrgang katta, greina hann og senda niðurstöðurnar í síma eiganda kattanna. Einhverra hluta vegna. Kassinn vigtar einnig ketti og lætur vita hvort kettirnir þurfa meiri mat eða meira vatn. Uppblásinn snjallkoddi sem stöðvar hrotur Kóreska fyrirtækið 10minds kynnti uppblásanlegan snjallkodda sem á að hjálpa fólki að hætta að hrjóta. Þegar koddinn skynjar hrotur blæs hann upp og hreyfir þannig höfuð þess sem hrýtur. Leikjaspilun í símum Umfang tölvuleikjaspilunar í símum eykst sífellt. Razer ákvað að hjálpa aðeins til við þá þróun og kynnti fjarstýringuna Kishi. Fjarstýringin tengist beint við síma og gerir spilun leikja auðveldari. Fjarstýringin mun einnig nýtast þegar hægt verður að streyma tölvuleikjum úr tölvum og beint í síma á komandi árum. Tíu sekúndna tannburstun Við höfum öll verið að tannbursta okkur vitlaust. Það eru í það minnsta skilaboðin frá framleiðendum Y-Brush. Sá nýstárlegi tannbursti á að geta burstað tennur manns á einungis tíu sekúndum. Meðvirkni Samsung nær nýjum hæðum Myndbandsupptökur á hæðina hafa verið vandamál frá því myndavélar voru fyrst settar í síma. Á meðan flestir vinna hörðum höndum að því að fræða fólk um hættur þess að taka myndbönd á hæðina eru fyrirtæki eins og Samsung að grafa undan þeirri vinnu. Það gerir fyrirtækið með sjónvarpinu Samsung Sero. Sjónvarp þetta snýst svo hægt sé að skoða alls konar myndefni á hæðina. Tækni Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Consumer Electronic Show eða CES er ein vinsælasta tæknisýning heims þar sem helstu tæknifyrirtæki heimsins og nýgræðingar sýna vörur sínar og tilraunastarfsemi í Las Vegas. Ces gengur að miklu leyti út á að stór fyrirtæki sýni burði sína á meðan smærri fyrirtæki sýna hugmyndir og reyna að laða að fjárfesta. Þar má ávallt finna framúrskarandi tæki og tól auk skemmtilegra hugmynda og vara sem virðast engum tilgangi þjóna. Það má finna lausnir við nánast öllum vöndum á CES og þar að auki óþarfar lausnir á einstaklega smávægilegum vandamálum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir vörur og hluti sem notið hafa mikilli athygli þetta árið. Margt af því talið gott en annað sérstakt. Einkar þunn Chromebook Samsung kynnt nýja fartölvu á CES sem vakið hefur mikla lukka. Samsung Galaxy Chromebook er í raun blendingur fartölvu og spjaldtölvu en nýjasta útgáfan er sú þynnsta sem hefur verið framleidd. Tölvan er einungis 9,9 millimetrar að þykkt og eitt kíló að þyngd. Endurnýta vatn heimila Fyrirtækið Hydraloop hefur fangað mikla athygli á Ces þetta árið með vatnsendurvinnslu sem getur dregið verulega úr notkun vatns á heimilum. Varan býður notendum upp á ódýra og þægilega leið til að endurnýta vatn. Í stuttu máli sagt felst notkun Hydraloop í því að tengja tæki á stærð við ísskáp við vatnskerfi húsa. Kassi þessi notar fjölda leiða til að hreinsa vatn sem er á leið út úr kerfinu og koma því aftu rí notkun í klósettum, þvottavélum og sundlaugum, svo eitthvað sé nefnt. Lyfta þungum hlutum með hjálp tækninnar Flugfélagið Delta sýndi nýja tækni sem bæta á líf starfsmanna til muna. Delta og Sarcos Robotics hafa hannað svokallaða exoskeleton sem nýtist vel í að lyfta þungum hlutum. Forsvarsmenn Sarcos segja að stoðgrindin muni gera fólki kleift að lyfta hundrað kílóa hlutum ítrekað í átta klukkustundir og það án þess að þreytast. Sony gerir bíl Tæknirisinn Sony kynnti til leiks nýjan rafmagnsbíl sem kallast Vision-S. Bíllinn er frumgerð og er ekki ætlaður til sölu, það eru því líklegast mörg ár þar til við getum keypt okkur bíl frá Sony, sem er hvað þekktast við framleiðslu raftækja og leikjatölva. Með tilliti til þess er ekki óvænt að ein helsta áhersla Sony við þróun Vision-S var að gera bílinn skemmtilegan og er hann stútfullur af snjallskjám og öðrum tækjum og tólum. Ballie vaktar heimilið Vélmenni hafa ávallt skipað sér stóran sess á CES og þetta árið var svo sem engin undantekning, þó vélmennin hafi verið færri en áður. Það vélmenni sem vakti hvað mesta athygli var Ballie frá Samsung. Þó Ballie sé smár í sniðum er honum ætlað að vinna hin ýmsu verk. Vélmennið á að aðstoða fólk á heimili þeirra með því að tengjast öðrum snjalltækjum eins og ryksugum og skjám. Ballie er frumgerð, eins og svo margar aðrar græjur á CES, og er alfarið óljóst hvort hann verði nokkurn tímann seldur. Samsung vildi þó sýna að starfsmönnum fyrirtækisins er alvara í þróun vélmenna. Hyundai kemur okkur í framtíðina Fyrirtækin Hyundai og Uber vinna nú saman að þróun fljúgandi bíls. Já, fljúgandi bíls. Loksins er framtíðin komin en okkur hefur verið lofað fljúgandi bílum í marga áratugi. Vinna þeirra virðist þó ekki vera komin langt þar sem stærðarinnar líkan sem sýnt var á CES gat ekki tekið á loft. Fjöldi fyrirtækja vinna að þróun fljúgandi bíla og má þar nefna Toyota, Porsche, Boeing og Airbus. Hyundai segir að fljúgandi bíl þeirra, S-A1, sé hannaður til að fljúga í 300 til 600 metra hæð og á endanum verði bíllinn sjálffljúgandi, ef svo má að orði komast. Mercedes-Benz gerir bíl með James Cameron Mercedes-Benz kynnti bíl framtíðarinnar, sem er einhverra hluta vegna þróaður í samstarfi við James Cameron og í tengslum við Avatarkvikmyndir hans. Bíllinn ber nafnið Vision AVTR. Þarna er enn og aftur um frumgerð að ræða sem er ætlað að sýna hvað starfsmenn Mercedes-Benz geta gert. Cameron sjálfur tók þátt í kynningu bílsins og sagði hann á sviði að hann sæi fyrir sér framtíð þar sem við, mannkynið, mun sameinast tækninni sem verði náttúrulegur hluti lífa okkar. Allt sem þú þarft að vita um skít katta LuluPet kynnti tæki sem býr fyrir framúrskarandi notkun gervigreindar sem greinir skít og hland katta í snjallkattakassanum sem um ræðir. Kassinn býr sum sé yfir skynjurum sem skoða úrgang katta, greina hann og senda niðurstöðurnar í síma eiganda kattanna. Einhverra hluta vegna. Kassinn vigtar einnig ketti og lætur vita hvort kettirnir þurfa meiri mat eða meira vatn. Uppblásinn snjallkoddi sem stöðvar hrotur Kóreska fyrirtækið 10minds kynnti uppblásanlegan snjallkodda sem á að hjálpa fólki að hætta að hrjóta. Þegar koddinn skynjar hrotur blæs hann upp og hreyfir þannig höfuð þess sem hrýtur. Leikjaspilun í símum Umfang tölvuleikjaspilunar í símum eykst sífellt. Razer ákvað að hjálpa aðeins til við þá þróun og kynnti fjarstýringuna Kishi. Fjarstýringin tengist beint við síma og gerir spilun leikja auðveldari. Fjarstýringin mun einnig nýtast þegar hægt verður að streyma tölvuleikjum úr tölvum og beint í síma á komandi árum. Tíu sekúndna tannburstun Við höfum öll verið að tannbursta okkur vitlaust. Það eru í það minnsta skilaboðin frá framleiðendum Y-Brush. Sá nýstárlegi tannbursti á að geta burstað tennur manns á einungis tíu sekúndum. Meðvirkni Samsung nær nýjum hæðum Myndbandsupptökur á hæðina hafa verið vandamál frá því myndavélar voru fyrst settar í síma. Á meðan flestir vinna hörðum höndum að því að fræða fólk um hættur þess að taka myndbönd á hæðina eru fyrirtæki eins og Samsung að grafa undan þeirri vinnu. Það gerir fyrirtækið með sjónvarpinu Samsung Sero. Sjónvarp þetta snýst svo hægt sé að skoða alls konar myndefni á hæðina.
Tækni Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira