Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 68-96 | Gestirnir skelltu Valsmönnum aftur niður á jörðina Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 29. janúar 2020 21:00 vísir/daníel Keflavík burstaði í kvöld í Dominos deild karla. Keflvíkingar mættu á Hlíðarenda og unnu 96-68 en þeir sýndu mikla yfirburði í leiknum. Keflavík voru yfir allan leikinn en Valsmenn þrátt fyrir að Valsmenn hafi náð að minnka forystu þeirra niður í 12 stig í fjórða leikhluta var sigurinn aldrei í hættu. Leikurinn hófst á að liðin heiðruðu minningu Kobe Bryant með því að Keflavík lét skotklukkuna viljandi klárast og Valsmenn slepptu því síðan að fara yfir miðju. Falleg leið til að heiðra þennan magnaða leikmann. Þegar leikurinn byrjaði af alvöru var Hörður Axel Vilhjálmsson var fljótur að setja sitt mark á leikinn. Hann setti niður 2 þrista í fyrstu tveimur alvöru sóknum Keflavíkur. Khalil Ullah Ahmad bætti síðan við tveimur auðveldum sniðskotum í næstu tveimur sóknum Keflavíkur og kom forystunni í 10 stig. Á sama tíma voru Valsmenn aftur á móti ekki að gera neitt sóknarlega í upphafi, Gústi þjálfari Vals neyddist til að taka leikhlé eftir rúmlega tvær mínútur í stöðunni 10-0 fyrir Keflavík. Valsmenn bættu sig aðeins eftir leikhléið hans Gústa og voru bara 8 stigum undir þegar leikhlutinn kláraðist. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta aftur á móti alveg eins og þann fyrsta. Keflvíkingar fengu trekk í trekk opin skot út um allan völl á meðan Valsmenn áttu mjög erfitt með að skapa sóknarlega. Keflavík voru miklu betri í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 54-29, Keflavík í vil. Seinni hálfleikur var meira af því sama en Valsmenn voru rosalega bitlausir. Þeir náðu að minnka muninn niður í 12 stig á tímapunkti í fjórða leikhluta en ég skal lofa ykkur því að Hjalti þjálfari Keflavíkur hafi ekkert verið að svitna þrátt fyrir það. Keflavík sýndu einfaldlega algjöra yfirburði í þessum leik gegn Valsliði sem höfðu hvorki hæfileika né áhuga til að keppa við þá. Af hverju vann Keflavík? Keflavík voru betri í öllum þáttum leiksins í kvöld. Eftir hressandi frammistöðu frá Val í seinasta leik á móti Tindastól þá minntu þeir á fyrstu deildar lið í kvöld. Keflavík fá aftur á móti hrós fyrir að taka fótinn aldrei almennilega af bensíninu og klára þennan leik af krafti. Hverjir stóðu upp úr? Hörður Axel var frábær báðu megin á vellinum hjá Keflavík. Sömuleiðis var Khalil Ahmad sprækur sóknarlega og Dominykas Mikla stendur alltaf fyrir sínu í teignum. Síðan var Veigar Áki Hlynsson líka sprækur þegar hann kom inná en hann var ákveðinn og kom sér nokkrum sinnum að körfunni með fínum hreyfingum með boltann. Austin Magnús Bracey var skástur í liði Vals en hann var allavega að setja niður skotin sín sóknarlega. Hvað gekk illa? Valsmenn voru oftast að spila með 3 jafnvel 4 leikmenn inná í einu sem Keflavík hafa litlar sem engar áhyggjur af fyrir utan þriggja stiga línuna. Það skilaði sér í vel pökkuðum teig sem Valsmenn áttu erfitt með að brjótast inn í. Sömuleiðis gekk illa hjá Valsmönnum að fiska villur en þeir fengu einungis 9 vítaskot í leiknum og áttu alls ekki skilið fleiri. Tölfræði sem vekur athygli: 53% - Þriggja stiga nýtingin hjá Keflavík en Valsmenn voru duglegir að gleyma sér í vörninni. 20% - Þriggja stiga nýtingin hjá Völsurum sem heita ekki Austin Magnús Bracey í þessum leik en hann var eini sem var að nýta opnu skotin sem Keflavík voru oft að gefa. 0 - Mínúturnar sem Pavel Ermolinskij spilaði í fjórða leikhluta en Gústisegist hafa verið að hvíla hann þar sem mismunurinn var orðinn svo mikill. 23 - Fjöldi vítaskota sem Keflvíkingar fengu í leiknum en vítaskot og þriggja stiga skot eru skilvirkustu skotin í körfubolta og Keflvíkingar voru flottir í að koma sér í þannig í kvöld. Hvað gerist næst? Valsmenn fara til Njarðvíkur á mánudaginn og reyna að koma sér úr fallbaráttunni. Keflvíkingar fá Þór Akureyri í heimsókn á sunnudagskvöldið í leik sem ætti að vera spennandi en það er búinn að vera mikil seigla í Þórsurum uppá síðkastið. Hjalti: Gerðum nóg til að vinna Val „Við gerðum bara vel í þessum leik. Þeir komust aðeins inn í þetta í lokinn þegar þeir minnkuðu þetta niður í 12 stig. Við gerðum síðan vel að ýta aftur á bensínið aftur og klára leikinn.” sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur eftir burst kvöldsins. Keflavík byrjaði leikinn á 10 áhlaupi en Hörður Axel setti fyrst 2 þrista og síðan setti Khalil Ahmad tvö sniðskot. Þetta tóninn fyrir leikinn en þessir leikmenn voru ansi góðir í leiknum. „Þeir fóru undir boltahindranirnar á móti og Hörður er náttúrulega með 40% þriggja stiga nýtingu. Auðvitað setti hann það bara ofan í.Khalil ætlaði að vera aggresívur og hann gerði bara vel.” Eftir svona leik verður maður að spyrja sig er eitthvað sem þið gátuð gert betur í leiknum? „Auðvitað er margt sem er hægt að gera betur í leiknum. Við gerðum nóg til að vinna Val í dag allavega. Varnarlega vorum við oft sofandi. Að öðru leyti þá vorum við bara þokkalega þéttir.” Keflavík náðu að rúlla vel á leikmönnum undir lokinn þar sem þeir voru með svo stóra forystu. Veigar Áki Hlynsson heillaði undirritaðan sérstaklega en þetta er auðvitað mjög efnilegur leikmaður sem hefur verið áberandi í yngri landsliðunum líka. „Hann er búinn að spila örugglega að meðaltali 10 mínútur í leik þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann fær mínútur. Hann er búinn að standa sig mjög vel.” Ágúst: Þurfum að finna meiri gleði og ástríðu „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ” Dominos-deild karla
Keflavík burstaði í kvöld í Dominos deild karla. Keflvíkingar mættu á Hlíðarenda og unnu 96-68 en þeir sýndu mikla yfirburði í leiknum. Keflavík voru yfir allan leikinn en Valsmenn þrátt fyrir að Valsmenn hafi náð að minnka forystu þeirra niður í 12 stig í fjórða leikhluta var sigurinn aldrei í hættu. Leikurinn hófst á að liðin heiðruðu minningu Kobe Bryant með því að Keflavík lét skotklukkuna viljandi klárast og Valsmenn slepptu því síðan að fara yfir miðju. Falleg leið til að heiðra þennan magnaða leikmann. Þegar leikurinn byrjaði af alvöru var Hörður Axel Vilhjálmsson var fljótur að setja sitt mark á leikinn. Hann setti niður 2 þrista í fyrstu tveimur alvöru sóknum Keflavíkur. Khalil Ullah Ahmad bætti síðan við tveimur auðveldum sniðskotum í næstu tveimur sóknum Keflavíkur og kom forystunni í 10 stig. Á sama tíma voru Valsmenn aftur á móti ekki að gera neitt sóknarlega í upphafi, Gústi þjálfari Vals neyddist til að taka leikhlé eftir rúmlega tvær mínútur í stöðunni 10-0 fyrir Keflavík. Valsmenn bættu sig aðeins eftir leikhléið hans Gústa og voru bara 8 stigum undir þegar leikhlutinn kláraðist. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta aftur á móti alveg eins og þann fyrsta. Keflvíkingar fengu trekk í trekk opin skot út um allan völl á meðan Valsmenn áttu mjög erfitt með að skapa sóknarlega. Keflavík voru miklu betri í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 54-29, Keflavík í vil. Seinni hálfleikur var meira af því sama en Valsmenn voru rosalega bitlausir. Þeir náðu að minnka muninn niður í 12 stig á tímapunkti í fjórða leikhluta en ég skal lofa ykkur því að Hjalti þjálfari Keflavíkur hafi ekkert verið að svitna þrátt fyrir það. Keflavík sýndu einfaldlega algjöra yfirburði í þessum leik gegn Valsliði sem höfðu hvorki hæfileika né áhuga til að keppa við þá. Af hverju vann Keflavík? Keflavík voru betri í öllum þáttum leiksins í kvöld. Eftir hressandi frammistöðu frá Val í seinasta leik á móti Tindastól þá minntu þeir á fyrstu deildar lið í kvöld. Keflavík fá aftur á móti hrós fyrir að taka fótinn aldrei almennilega af bensíninu og klára þennan leik af krafti. Hverjir stóðu upp úr? Hörður Axel var frábær báðu megin á vellinum hjá Keflavík. Sömuleiðis var Khalil Ahmad sprækur sóknarlega og Dominykas Mikla stendur alltaf fyrir sínu í teignum. Síðan var Veigar Áki Hlynsson líka sprækur þegar hann kom inná en hann var ákveðinn og kom sér nokkrum sinnum að körfunni með fínum hreyfingum með boltann. Austin Magnús Bracey var skástur í liði Vals en hann var allavega að setja niður skotin sín sóknarlega. Hvað gekk illa? Valsmenn voru oftast að spila með 3 jafnvel 4 leikmenn inná í einu sem Keflavík hafa litlar sem engar áhyggjur af fyrir utan þriggja stiga línuna. Það skilaði sér í vel pökkuðum teig sem Valsmenn áttu erfitt með að brjótast inn í. Sömuleiðis gekk illa hjá Valsmönnum að fiska villur en þeir fengu einungis 9 vítaskot í leiknum og áttu alls ekki skilið fleiri. Tölfræði sem vekur athygli: 53% - Þriggja stiga nýtingin hjá Keflavík en Valsmenn voru duglegir að gleyma sér í vörninni. 20% - Þriggja stiga nýtingin hjá Völsurum sem heita ekki Austin Magnús Bracey í þessum leik en hann var eini sem var að nýta opnu skotin sem Keflavík voru oft að gefa. 0 - Mínúturnar sem Pavel Ermolinskij spilaði í fjórða leikhluta en Gústisegist hafa verið að hvíla hann þar sem mismunurinn var orðinn svo mikill. 23 - Fjöldi vítaskota sem Keflvíkingar fengu í leiknum en vítaskot og þriggja stiga skot eru skilvirkustu skotin í körfubolta og Keflvíkingar voru flottir í að koma sér í þannig í kvöld. Hvað gerist næst? Valsmenn fara til Njarðvíkur á mánudaginn og reyna að koma sér úr fallbaráttunni. Keflvíkingar fá Þór Akureyri í heimsókn á sunnudagskvöldið í leik sem ætti að vera spennandi en það er búinn að vera mikil seigla í Þórsurum uppá síðkastið. Hjalti: Gerðum nóg til að vinna Val „Við gerðum bara vel í þessum leik. Þeir komust aðeins inn í þetta í lokinn þegar þeir minnkuðu þetta niður í 12 stig. Við gerðum síðan vel að ýta aftur á bensínið aftur og klára leikinn.” sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur eftir burst kvöldsins. Keflavík byrjaði leikinn á 10 áhlaupi en Hörður Axel setti fyrst 2 þrista og síðan setti Khalil Ahmad tvö sniðskot. Þetta tóninn fyrir leikinn en þessir leikmenn voru ansi góðir í leiknum. „Þeir fóru undir boltahindranirnar á móti og Hörður er náttúrulega með 40% þriggja stiga nýtingu. Auðvitað setti hann það bara ofan í.Khalil ætlaði að vera aggresívur og hann gerði bara vel.” Eftir svona leik verður maður að spyrja sig er eitthvað sem þið gátuð gert betur í leiknum? „Auðvitað er margt sem er hægt að gera betur í leiknum. Við gerðum nóg til að vinna Val í dag allavega. Varnarlega vorum við oft sofandi. Að öðru leyti þá vorum við bara þokkalega þéttir.” Keflavík náðu að rúlla vel á leikmönnum undir lokinn þar sem þeir voru með svo stóra forystu. Veigar Áki Hlynsson heillaði undirritaðan sérstaklega en þetta er auðvitað mjög efnilegur leikmaður sem hefur verið áberandi í yngri landsliðunum líka. „Hann er búinn að spila örugglega að meðaltali 10 mínútur í leik þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann fær mínútur. Hann er búinn að standa sig mjög vel.” Ágúst: Þurfum að finna meiri gleði og ástríðu „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ”
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum