Lenging fæðingarorlofs gagnast öllum Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 29. janúar 2020 09:00 Því meira sem við þroskumst sem samfélag og því meira sem við lærum um okkur sjálf kemur betur og betur í ljós hversu miklu máli fyrstu ár ævinnar skipta fyrir þroska barna. Þá verðum við sérstaklega meðvitaðri eftir því sem tímanum líður um mikilvægi þess að börn tengist báðum foreldrum sínum á þessum fyrstu árum. Það eru til dæmis ekki nema 22 ár síðan lög um feðraorlof tóku gildi hér á landi og þá áttu feður rétt á tveimur mánuðum í orlof með nýfæddum börnum sínum. Lenging fæðingarorlofs varð að lögum á síðasta degi þingsins fyrir jól. Breytingarnar sem lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði taka gildi í tveimur skrefum, í 10 mánuði frá áramótum og í 12 mánuði frá 1. janúar 2021. Grundvallarhugsunin í lögunum breytist ekki. Áfram er um að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris fyrir sig, og áfram er hluti orlofsins tekinn eftir ákvörðun foreldranna sjálfra. Með breytingunni skipar Ísland sér enn í fremstu röð hvað þessi réttindi varðar, og réttur beggja foreldra er tryggður. Íslenski lagaramminn er jafnréttismiðaður, og áfram er fæðingarorlofskerfið fjármagnað í gegnum tryggingargjald sem tekið er af öllum launamönnum. Þannig er tryggt að kyn eða væntingar um barneignir ráði ekki för við ráðningar starfsfólks, og allir launamenn eiga réttinn vísan. Í tengslum við lífskjarasamningana var lögð mikil áhersla á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að málið yrði klárað nú. Lenging fæðingarorlofs er eitt skref í þá átt að brúa umönnunarbilið, þ.e. tímann frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst að á leikskóla. Þeirri vinnu er ekki lokið, en sveitarfélögin mörg hver hafa stigið skref í þá átt að taka inn yngri börn til að koma til móts við fjölskyldur. Með lengingunni er einnig tryggt að hvert barn eigi rétt á samvistum við bæði foreldri á fyrsta ári ævinnar. Skiptingin þarf að vera skynsamleg Nokkuð var rætt um hver skipting orlofsins ætti að vera, þ.e. hve langt ætti að ganga í að skilgreina þá 12 mánuði sem á endanum verða til reiðu eftir fæðingu hvers barns. Í allri slíkri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mikilvægt tól til að útrýma launamun kynjanna. Þegar um gagnkynja pör er að ræða taka feður miklu síður orlof og í langflestum tilfellum eru það konur sem nýta sameiginlegan rétt foreldra. Sú niðurstaða að tryggja áfram að meginhluti orlofsins sé skilgreindur, en jafnframt að foreldrum sé eftirlátinn viss sveigjanleiki, er að mínu mati skynsamleg Lenging fæðingarorlofsins hefur um langt skeið verið baráttumál VG og fleiri stjórnmálaflokka, og er nú samþykkt á Alþingi í annað sinn. Hið fyrra var í vinstri stjórninni 2009-2013, en afturkallað áður en það kom til framkvæmda eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Málið var svo tekið inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og er eitt af stærstu réttindamálum sem samþykkt hafa verið á kjörtímabilinu. Málið var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum nú, sem er mikið fagnaðarefni. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á fæðingarorlofslögunum og í þeirri endurskoðun verður vafalítið tekið á mörgum þeirra álitaefna sem upp komu við umræður í þinginu nú. Þar má til að mynda nefna réttindi þar sem aðeins er eitt foreldri, eða aðeins eitt foreldri sem hefur getu eða vilja til að sinna barninu, auknir möguleikar til að dreifa orlofinu yfir lengri tíma auk fleiri atriða. Félags- og barnamálaráðherra mun flytja slíkt frumvarp næsta haust. Að þeirri endurskoðun þurfa að koma fulltrúar margra samfélagshópa auk aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að íslensk fæðingarorlofslöggjöf verði með þeirri framsæknustu sem gerist. Fyrst og fremst eiga lög um fæðingarorlof að snúa að velferð barna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Fæðingarorlof Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Því meira sem við þroskumst sem samfélag og því meira sem við lærum um okkur sjálf kemur betur og betur í ljós hversu miklu máli fyrstu ár ævinnar skipta fyrir þroska barna. Þá verðum við sérstaklega meðvitaðri eftir því sem tímanum líður um mikilvægi þess að börn tengist báðum foreldrum sínum á þessum fyrstu árum. Það eru til dæmis ekki nema 22 ár síðan lög um feðraorlof tóku gildi hér á landi og þá áttu feður rétt á tveimur mánuðum í orlof með nýfæddum börnum sínum. Lenging fæðingarorlofs varð að lögum á síðasta degi þingsins fyrir jól. Breytingarnar sem lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði taka gildi í tveimur skrefum, í 10 mánuði frá áramótum og í 12 mánuði frá 1. janúar 2021. Grundvallarhugsunin í lögunum breytist ekki. Áfram er um að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris fyrir sig, og áfram er hluti orlofsins tekinn eftir ákvörðun foreldranna sjálfra. Með breytingunni skipar Ísland sér enn í fremstu röð hvað þessi réttindi varðar, og réttur beggja foreldra er tryggður. Íslenski lagaramminn er jafnréttismiðaður, og áfram er fæðingarorlofskerfið fjármagnað í gegnum tryggingargjald sem tekið er af öllum launamönnum. Þannig er tryggt að kyn eða væntingar um barneignir ráði ekki för við ráðningar starfsfólks, og allir launamenn eiga réttinn vísan. Í tengslum við lífskjarasamningana var lögð mikil áhersla á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að málið yrði klárað nú. Lenging fæðingarorlofs er eitt skref í þá átt að brúa umönnunarbilið, þ.e. tímann frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst að á leikskóla. Þeirri vinnu er ekki lokið, en sveitarfélögin mörg hver hafa stigið skref í þá átt að taka inn yngri börn til að koma til móts við fjölskyldur. Með lengingunni er einnig tryggt að hvert barn eigi rétt á samvistum við bæði foreldri á fyrsta ári ævinnar. Skiptingin þarf að vera skynsamleg Nokkuð var rætt um hver skipting orlofsins ætti að vera, þ.e. hve langt ætti að ganga í að skilgreina þá 12 mánuði sem á endanum verða til reiðu eftir fæðingu hvers barns. Í allri slíkri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mikilvægt tól til að útrýma launamun kynjanna. Þegar um gagnkynja pör er að ræða taka feður miklu síður orlof og í langflestum tilfellum eru það konur sem nýta sameiginlegan rétt foreldra. Sú niðurstaða að tryggja áfram að meginhluti orlofsins sé skilgreindur, en jafnframt að foreldrum sé eftirlátinn viss sveigjanleiki, er að mínu mati skynsamleg Lenging fæðingarorlofsins hefur um langt skeið verið baráttumál VG og fleiri stjórnmálaflokka, og er nú samþykkt á Alþingi í annað sinn. Hið fyrra var í vinstri stjórninni 2009-2013, en afturkallað áður en það kom til framkvæmda eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Málið var svo tekið inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og er eitt af stærstu réttindamálum sem samþykkt hafa verið á kjörtímabilinu. Málið var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum nú, sem er mikið fagnaðarefni. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á fæðingarorlofslögunum og í þeirri endurskoðun verður vafalítið tekið á mörgum þeirra álitaefna sem upp komu við umræður í þinginu nú. Þar má til að mynda nefna réttindi þar sem aðeins er eitt foreldri, eða aðeins eitt foreldri sem hefur getu eða vilja til að sinna barninu, auknir möguleikar til að dreifa orlofinu yfir lengri tíma auk fleiri atriða. Félags- og barnamálaráðherra mun flytja slíkt frumvarp næsta haust. Að þeirri endurskoðun þurfa að koma fulltrúar margra samfélagshópa auk aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að íslensk fæðingarorlofslöggjöf verði með þeirri framsæknustu sem gerist. Fyrst og fremst eiga lög um fæðingarorlof að snúa að velferð barna. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar