Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 10:49 Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, eiginkona hans, eru við öllu búin ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. Þau eru búin að pakka í ferðatösku og koma henni úti í bíl og eru líka með lítinn poka tilbúinn með helstu nauðsynjum. Hjalti segir að sér og fjölskyldu hafi liðið talsvert betur eftir íbúafundinn í bænum í gær þar sem farið yfir allar mögulegar sviðsmyndir og íbúar gátu spurt út í það sem þeim liggur á hjarta og hafa áhyggjur af vegna óvissustigsins sem lýst hefur verið yfir. Það var á sunnudag sem ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu fjallið og gerir versta mögulega sviðsmyndin ráð fyrir hraungosi á nokkurra kílómetra langri sprungu. Rætt var við Hjalta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður að því hvort hann væri órólegur vegna ástandsins. „Bæði og. Það er meiri afneitun í gangi en eitthvað annað. Ég stend út í bílskúr núna að rífa niður kassana sem ég var að klára að tæma eftir að vera nýfluttur hingað inn en að svona að mestu leyti þá er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað þetta þýðir eða þýðir ekki,“ sagði Hjalti. Frá íbúafundinum í Grindavík í gær þar sem það var fullt út úr dyrum.Vísir/Egill Sniðugt að vera í það minnsta með listann tilbúinn Hann sagði að það hefði verið minnst á það á íbúafundinum í gær að það væri sniðugt að vera með í það minnsta lista tilbúinn með nauðsynjahlutum sem vilja gleymast, eins og lyf, gleraugu og fleira. „Konan mín er nefnilega mjög dugleg að útbúa lista þannig að hún var búin að gera þetta fyrir fram og búin að pakka í töskurnar og senda mig út í bíl með þær,“ sagði Hjalti. Hann sagði gott að vita að væri frekar von á hraungosi heldur en annars konar gosi. „Það er gott að vita. Þeir telja sig fá talsverðan viðvörunartíma eða aðdraganda áður en gosið verður. Sömuleiðis áætla þeir að það sé hinu megin við Þorbjörninn þar sem stærstu sprungurnar myndast þannig að það er gott að vita af því. Það eru þrjár leiðir út úr bænum. Ein af þeim er í gegnum gosstöðvarnar, hin út á Reykjanesið og ein er Suðurstrandarvegurinn. Við tækjum þá leið.“ Þá hefði honum og fjölskyldu liðið talsvert betur eftir íbúafundinn. „Vegna þess það var farið vel yfir gosmöguleikana og það var róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos heldur yrði þetta þá bara hraungos. Vitandi það þá líður manni strax betur.“ Hjalti og Sunna réðust í það verkefni ásamt foreldrum Hjalta og systkinum að byggja sex einbýlishús í Grindavík. Fylgst var með í ferlinu í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og má hér fyrir neðan sjá klippu úr þættinum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, eiginkona hans, eru við öllu búin ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. Þau eru búin að pakka í ferðatösku og koma henni úti í bíl og eru líka með lítinn poka tilbúinn með helstu nauðsynjum. Hjalti segir að sér og fjölskyldu hafi liðið talsvert betur eftir íbúafundinn í bænum í gær þar sem farið yfir allar mögulegar sviðsmyndir og íbúar gátu spurt út í það sem þeim liggur á hjarta og hafa áhyggjur af vegna óvissustigsins sem lýst hefur verið yfir. Það var á sunnudag sem ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu fjallið og gerir versta mögulega sviðsmyndin ráð fyrir hraungosi á nokkurra kílómetra langri sprungu. Rætt var við Hjalta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður að því hvort hann væri órólegur vegna ástandsins. „Bæði og. Það er meiri afneitun í gangi en eitthvað annað. Ég stend út í bílskúr núna að rífa niður kassana sem ég var að klára að tæma eftir að vera nýfluttur hingað inn en að svona að mestu leyti þá er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað þetta þýðir eða þýðir ekki,“ sagði Hjalti. Frá íbúafundinum í Grindavík í gær þar sem það var fullt út úr dyrum.Vísir/Egill Sniðugt að vera í það minnsta með listann tilbúinn Hann sagði að það hefði verið minnst á það á íbúafundinum í gær að það væri sniðugt að vera með í það minnsta lista tilbúinn með nauðsynjahlutum sem vilja gleymast, eins og lyf, gleraugu og fleira. „Konan mín er nefnilega mjög dugleg að útbúa lista þannig að hún var búin að gera þetta fyrir fram og búin að pakka í töskurnar og senda mig út í bíl með þær,“ sagði Hjalti. Hann sagði gott að vita að væri frekar von á hraungosi heldur en annars konar gosi. „Það er gott að vita. Þeir telja sig fá talsverðan viðvörunartíma eða aðdraganda áður en gosið verður. Sömuleiðis áætla þeir að það sé hinu megin við Þorbjörninn þar sem stærstu sprungurnar myndast þannig að það er gott að vita af því. Það eru þrjár leiðir út úr bænum. Ein af þeim er í gegnum gosstöðvarnar, hin út á Reykjanesið og ein er Suðurstrandarvegurinn. Við tækjum þá leið.“ Þá hefði honum og fjölskyldu liðið talsvert betur eftir íbúafundinn. „Vegna þess það var farið vel yfir gosmöguleikana og það var róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos heldur yrði þetta þá bara hraungos. Vitandi það þá líður manni strax betur.“ Hjalti og Sunna réðust í það verkefni ásamt foreldrum Hjalta og systkinum að byggja sex einbýlishús í Grindavík. Fylgst var með í ferlinu í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og má hér fyrir neðan sjá klippu úr þættinum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15
Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38
Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31