Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 13:15 Virkjun HS Orku í Svartsengi er skammt frá fjallinu Þorbirni. vísir/vilhelm Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna þessa. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið en Þorbjörn er skammt frá Grindavík og virkjun HS Orku í Svartsengi. „Við erum í góðu sambandi við yfirvöld almannavarna, höfum sótt fundi þeirra og fylgst vel með. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að langmestar líkur eru á því að þessar jarðhræringar hafi ekki teljandi áhrif á svæðinu en vegna staðsetningar og nálægðar við byggð þá er eftirlit aukið. Við höfum okkar viðbragðsáætlanir innanhúss og höfum farið yfir þær. Við höldum samt áfram okkar venjulega rekstri en eigum okkar viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur í ljós,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.aðsend Vísindamenn hafa talað um að versta sviðsmyndin geri ráð fyrir hraungosi á svæðinu á allt að tíu kílómetra langri sprungu, en gosið yrði minna en í Holuhrauni. Önnur sviðsmynd sem vísindamenn hafa nefnt er að það myndist gangur og innskot sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Spurður út í verstu sviðsmyndina sem HS Orka vinni út frá segir Tómas allar mögulegar sviðsmyndir skoðaðar. „Og við erum með áætlanir við því sem getur komið upp. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega því mestu líkurnar eru, eins og vísindamenn segja, að engin þessara sviðsmynda hafi einhver teljandi áhrif. En við höfum okkar áætlanir og metum jafnharðan hvað kemur upp og bregðumst við eins og viðeigandi er.“En gæti orðið rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eða jafnvel vatnslaust? „Við teljum engar líkur á því og teljum líka að kerfið gæti vel brugðist við rafmagnsleysi. Við erum með tvær virkjanir, Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun. Þessar jarðhræringar eru nálægt Svartsengi en ekki Reykjanesi. Svo erum við náttúrulega líka að framleiða heitt og kalt vatn en eins og sakir standa þá er algjörlega óábyrgt að vera að velta upp einhverjum mismunandi kostum. Við erum með okkar áætlanir ef eitthvað kemur upp og teljum okkur geta brugðist við í flestum tilfellum,“ segir Tómas. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna þessa. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið en Þorbjörn er skammt frá Grindavík og virkjun HS Orku í Svartsengi. „Við erum í góðu sambandi við yfirvöld almannavarna, höfum sótt fundi þeirra og fylgst vel með. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að langmestar líkur eru á því að þessar jarðhræringar hafi ekki teljandi áhrif á svæðinu en vegna staðsetningar og nálægðar við byggð þá er eftirlit aukið. Við höfum okkar viðbragðsáætlanir innanhúss og höfum farið yfir þær. Við höldum samt áfram okkar venjulega rekstri en eigum okkar viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur í ljós,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.aðsend Vísindamenn hafa talað um að versta sviðsmyndin geri ráð fyrir hraungosi á svæðinu á allt að tíu kílómetra langri sprungu, en gosið yrði minna en í Holuhrauni. Önnur sviðsmynd sem vísindamenn hafa nefnt er að það myndist gangur og innskot sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Spurður út í verstu sviðsmyndina sem HS Orka vinni út frá segir Tómas allar mögulegar sviðsmyndir skoðaðar. „Og við erum með áætlanir við því sem getur komið upp. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega því mestu líkurnar eru, eins og vísindamenn segja, að engin þessara sviðsmynda hafi einhver teljandi áhrif. En við höfum okkar áætlanir og metum jafnharðan hvað kemur upp og bregðumst við eins og viðeigandi er.“En gæti orðið rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eða jafnvel vatnslaust? „Við teljum engar líkur á því og teljum líka að kerfið gæti vel brugðist við rafmagnsleysi. Við erum með tvær virkjanir, Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun. Þessar jarðhræringar eru nálægt Svartsengi en ekki Reykjanesi. Svo erum við náttúrulega líka að framleiða heitt og kalt vatn en eins og sakir standa þá er algjörlega óábyrgt að vera að velta upp einhverjum mismunandi kostum. Við erum með okkar áætlanir ef eitthvað kemur upp og teljum okkur geta brugðist við í flestum tilfellum,“ segir Tómas.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57