Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 13:15 Virkjun HS Orku í Svartsengi er skammt frá fjallinu Þorbirni. vísir/vilhelm Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna þessa. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið en Þorbjörn er skammt frá Grindavík og virkjun HS Orku í Svartsengi. „Við erum í góðu sambandi við yfirvöld almannavarna, höfum sótt fundi þeirra og fylgst vel með. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að langmestar líkur eru á því að þessar jarðhræringar hafi ekki teljandi áhrif á svæðinu en vegna staðsetningar og nálægðar við byggð þá er eftirlit aukið. Við höfum okkar viðbragðsáætlanir innanhúss og höfum farið yfir þær. Við höldum samt áfram okkar venjulega rekstri en eigum okkar viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur í ljós,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.aðsend Vísindamenn hafa talað um að versta sviðsmyndin geri ráð fyrir hraungosi á svæðinu á allt að tíu kílómetra langri sprungu, en gosið yrði minna en í Holuhrauni. Önnur sviðsmynd sem vísindamenn hafa nefnt er að það myndist gangur og innskot sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Spurður út í verstu sviðsmyndina sem HS Orka vinni út frá segir Tómas allar mögulegar sviðsmyndir skoðaðar. „Og við erum með áætlanir við því sem getur komið upp. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega því mestu líkurnar eru, eins og vísindamenn segja, að engin þessara sviðsmynda hafi einhver teljandi áhrif. En við höfum okkar áætlanir og metum jafnharðan hvað kemur upp og bregðumst við eins og viðeigandi er.“En gæti orðið rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eða jafnvel vatnslaust? „Við teljum engar líkur á því og teljum líka að kerfið gæti vel brugðist við rafmagnsleysi. Við erum með tvær virkjanir, Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun. Þessar jarðhræringar eru nálægt Svartsengi en ekki Reykjanesi. Svo erum við náttúrulega líka að framleiða heitt og kalt vatn en eins og sakir standa þá er algjörlega óábyrgt að vera að velta upp einhverjum mismunandi kostum. Við erum með okkar áætlanir ef eitthvað kemur upp og teljum okkur geta brugðist við í flestum tilfellum,“ segir Tómas. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna þessa. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið en Þorbjörn er skammt frá Grindavík og virkjun HS Orku í Svartsengi. „Við erum í góðu sambandi við yfirvöld almannavarna, höfum sótt fundi þeirra og fylgst vel með. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að langmestar líkur eru á því að þessar jarðhræringar hafi ekki teljandi áhrif á svæðinu en vegna staðsetningar og nálægðar við byggð þá er eftirlit aukið. Við höfum okkar viðbragðsáætlanir innanhúss og höfum farið yfir þær. Við höldum samt áfram okkar venjulega rekstri en eigum okkar viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur í ljós,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.aðsend Vísindamenn hafa talað um að versta sviðsmyndin geri ráð fyrir hraungosi á svæðinu á allt að tíu kílómetra langri sprungu, en gosið yrði minna en í Holuhrauni. Önnur sviðsmynd sem vísindamenn hafa nefnt er að það myndist gangur og innskot sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Spurður út í verstu sviðsmyndina sem HS Orka vinni út frá segir Tómas allar mögulegar sviðsmyndir skoðaðar. „Og við erum með áætlanir við því sem getur komið upp. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega því mestu líkurnar eru, eins og vísindamenn segja, að engin þessara sviðsmynda hafi einhver teljandi áhrif. En við höfum okkar áætlanir og metum jafnharðan hvað kemur upp og bregðumst við eins og viðeigandi er.“En gæti orðið rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eða jafnvel vatnslaust? „Við teljum engar líkur á því og teljum líka að kerfið gæti vel brugðist við rafmagnsleysi. Við erum með tvær virkjanir, Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun. Þessar jarðhræringar eru nálægt Svartsengi en ekki Reykjanesi. Svo erum við náttúrulega líka að framleiða heitt og kalt vatn en eins og sakir standa þá er algjörlega óábyrgt að vera að velta upp einhverjum mismunandi kostum. Við erum með okkar áætlanir ef eitthvað kemur upp og teljum okkur geta brugðist við í flestum tilfellum,“ segir Tómas.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57