Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 06:35 Billie Eilish var sigursæl á Grammy-verðlaununum í nótt. vísir/getty Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi og nótt. Alls vann Eilish til fimm verðlauna. Hún var valin besti nýliðinn og á lag ársins, Bad Guy, sem einnig var valin smáskífa ársins. Þá var plata hennar When We All Fall Asleep, Where Do We Go bæði valin plata ársins sem og poppplata ársins. Þá hlaut eldri bróðir hennar og nánasti samstarfsmaður, Finneas O‘Connell, Grammy-verðlaun fyrir að framleiða fyrstu plötu systur sinnar. Eilish, sem tilnefnd var til alls átta Grammy-verðlauna, er yngsti tónlistarmaðurinn til að hljóta verðlaunin fyrir plötu ársins. „Ég grínast mikið með þessa hluti en ég vil í einlægni segja að ég er mjög þakklát,“ sagði Eilish í gærkvöldi. Platan var öll tekin upp æskuheimili hennar og bróður hennar í Los Angeles. Sagði O‘Connell að þau hefðu gert það því hann væri mest skapandi þar sem honum liði hvað þægilegast. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá Grammy-verðlaunin fyrir að gera heimagerðar smákökur,“ sagði hann. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi vann íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Helstu sigurvegarar á Grammy-verðlaununum 2020: Plata ársins: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoSmáskífa ársins: Billie Eilish, Bad GuyLag ársins: Billie Eilish, Bad GuyNýliði ársins: Billie Eilihs, Bad GuyBesta poppplatan – sungin: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoBesti sóló-poppflytjandinn: Lizzo, Truth HurtsBesta poppdúóið/poppsveitin: Lil Nas X og Billy Ray Cyrus, Old Town RoadBesta poppplatan – hefðbundin: Elvis Costello & The Impostors, Look NowBesta raftónlistarplatan: The Chemical Brothers, No GeographyBesta rokkplatan: Cage the Elephant, Social CuesBesta alternative-platan: Vampire Weekend, Father of the BrideBesta R&B-platan: Anderson Paak, VenturaBesta rappplatan: Tyler, the Creator, IgorBesta kántríplatan: Tanya Tucker, While I‘m Livin‘ Grammy Hollywood Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi og nótt. Alls vann Eilish til fimm verðlauna. Hún var valin besti nýliðinn og á lag ársins, Bad Guy, sem einnig var valin smáskífa ársins. Þá var plata hennar When We All Fall Asleep, Where Do We Go bæði valin plata ársins sem og poppplata ársins. Þá hlaut eldri bróðir hennar og nánasti samstarfsmaður, Finneas O‘Connell, Grammy-verðlaun fyrir að framleiða fyrstu plötu systur sinnar. Eilish, sem tilnefnd var til alls átta Grammy-verðlauna, er yngsti tónlistarmaðurinn til að hljóta verðlaunin fyrir plötu ársins. „Ég grínast mikið með þessa hluti en ég vil í einlægni segja að ég er mjög þakklát,“ sagði Eilish í gærkvöldi. Platan var öll tekin upp æskuheimili hennar og bróður hennar í Los Angeles. Sagði O‘Connell að þau hefðu gert það því hann væri mest skapandi þar sem honum liði hvað þægilegast. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá Grammy-verðlaunin fyrir að gera heimagerðar smákökur,“ sagði hann. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi vann íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Helstu sigurvegarar á Grammy-verðlaununum 2020: Plata ársins: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoSmáskífa ársins: Billie Eilish, Bad GuyLag ársins: Billie Eilish, Bad GuyNýliði ársins: Billie Eilihs, Bad GuyBesta poppplatan – sungin: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoBesti sóló-poppflytjandinn: Lizzo, Truth HurtsBesta poppdúóið/poppsveitin: Lil Nas X og Billy Ray Cyrus, Old Town RoadBesta poppplatan – hefðbundin: Elvis Costello & The Impostors, Look NowBesta raftónlistarplatan: The Chemical Brothers, No GeographyBesta rokkplatan: Cage the Elephant, Social CuesBesta alternative-platan: Vampire Weekend, Father of the BrideBesta R&B-platan: Anderson Paak, VenturaBesta rappplatan: Tyler, the Creator, IgorBesta kántríplatan: Tanya Tucker, While I‘m Livin‘
Grammy Hollywood Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira