Níu létust í þyrluslysinu: „Fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvinar á TMZ Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 22:58 Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins. Skjáskot Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum hefur staðfest að níu manns voru um borð í þyrlu sem fórst um sexleytið að íslenskum tíma í kvöld. Á meðal þeirra sem voru um borð var körfuboltastjarnan Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans Gianna. Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins nú í kvöld. Allir sem voru um borð létust í slysinu, þyrluflugmaðurinn sjálfur og átta farþegar. Slysið varð skömmu fyrir klukkan tíu í morgun að staðartíma og var mikil þoka á svæðinu.Sjá einnig: Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Eldur kom upp í þyrluflakinu sem gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir þar sem eldurinn dreifði sér yfir stórt svæði. Þá var magnesíum í flakinu sem gerði það að verkum að erfiðara var að slökkva eldinn. Frá vettvangi slyssins.Vísir/Getty Að sögn Alex Villanueva, lögreglustjóra í sýslunni, er enn beðið eftir líkskoðara á vettvang til þess að bera kennsl á þau sem létust. Hann ítrekaði að enn væri of snemmt að gefa út nöfn hinna látnu áður en það væri staðfest. Hann bætti við að það væri „fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvina á TMZ, en miðillinn var sá fyrsti sem greindi frá því að Kobe Bryant og dóttir hans væru á meðal hinna látnu. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í fullri lengd. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum hefur staðfest að níu manns voru um borð í þyrlu sem fórst um sexleytið að íslenskum tíma í kvöld. Á meðal þeirra sem voru um borð var körfuboltastjarnan Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans Gianna. Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins nú í kvöld. Allir sem voru um borð létust í slysinu, þyrluflugmaðurinn sjálfur og átta farþegar. Slysið varð skömmu fyrir klukkan tíu í morgun að staðartíma og var mikil þoka á svæðinu.Sjá einnig: Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Eldur kom upp í þyrluflakinu sem gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir þar sem eldurinn dreifði sér yfir stórt svæði. Þá var magnesíum í flakinu sem gerði það að verkum að erfiðara var að slökkva eldinn. Frá vettvangi slyssins.Vísir/Getty Að sögn Alex Villanueva, lögreglustjóra í sýslunni, er enn beðið eftir líkskoðara á vettvang til þess að bera kennsl á þau sem létust. Hann ítrekaði að enn væri of snemmt að gefa út nöfn hinna látnu áður en það væri staðfest. Hann bætti við að það væri „fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvina á TMZ, en miðillinn var sá fyrsti sem greindi frá því að Kobe Bryant og dóttir hans væru á meðal hinna látnu. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í fullri lengd.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00
Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14
Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38