„Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 23:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hefur setið á fundum í allan dag vegna þróunarinnar á Reykjanesi. HÍ/Vísir/Vilhelm „Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um landrisið sem hefur mælst við Þorbjörn í Grindavík. Hann segir þetta vera eitt af þeim merkjum sem vísindamenn hafi beðið eftir lengi en ekki fundið fyrr en nú í vikunni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. Kemur Þorbirni lítið við Páll segir landrisið nú í raun koma fjallinu Þorbirni lítið við. „Þorbjörn er fjall sem varð til á ísöldinni við gos undir jökli. Eitt af óskaplega mörgum slíkum á Reykjanesskaga. Þetta er gosbelti. Það sem er að gerast þarna er á flekaskilunum og þarna eru alls konar gosmyndanir. Þorbjörn er bara ein af þeim.“ Hann segir eldvirknina á Reykjanesskaga vera svolítið sérkennilega að því leyti að hún virðist ganga yfir í lotum. „Það standa lotur í nokkur hundruð ár, kannski tvö til þrjú hundruð ár. Svo koma aldir þar sem er ekki nein gosvirkni í gangi. Ein svona lota gekk yfir rétt í kringum landnám og henni lauk 1240 þegar varð síðasta gosið á landi á Reykjanesskaga. Það var í þessu eldstöðvakerfi sem nú lætur á sér kræla. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Það voru tíð gos þarna á að minnsta kosti 300 ára bili á Reykjanesskaganum, þar á meðal Eldvörpin og Arnarseturshraun sem urðu til í þessari goshrinu, en Grindavíkurvegurinn liggur einmitt yfir það hraun. Þetta eru síðustu gos á skaganum. Þau eru á þessum slóðum. Síðan tekur við skeið þar sem virknin á þessum flekaskilum eru í formi jarðskjálfta. Flekaskilin liggja akkúrat um þetta svæði, um Svartsengi og út á Reykjanestá og þessi risstaður er akkurat á þessum flekaskilum. Það kemur því í raun ekkert á óvart að fréttir berist um kvikusöfnun,“ segir Páll. Ágætis tilefni til að fara yfir áætlanir Páll sótti fundi í dag vegna fréttanna og segir hann að Grindvíkingar verði að taka þessum fréttum alvarlega. „Þeir búa nálægt flekaskilum og eru á eldvirku svæði. Þeir þurfa því að búa sig undir að það geti orðið gos í nágrenni við þá. Í sjálfu sér er ekki víst að þetta sé nákvæmlega það sem leið til goss að þessu sinni. Þetta er ágætis tilefni fyrir fólk til að endurskoða hvað það ætli til bragðs að taka ef svo skyldi fara. Að fara yfir þær áætlanir sem eru til.“ Vísir/Vilhelm Ekkert sérlega hættuleg Páll segir gos á Reykjanesskaga ekki vera neitt sérlega hættuleg. „Það er rétt að láta það fylgja með. Þetta eru hraungos, sprungugos. Hraungos eru með meinlausustu eldgosum, ef maður er með eldgos á annað borð. Það var síðast í Holuhrauni sem við vorum eð hraungos á landi. Það var þó mun stærra í sniðum en önnur hraungos sem við þekkjum og í raun ekki rétt að bera það saman. Við eigum ekkert von á slíku gosi á Reykjanesskaga. Það sem gerði Holuhraun hættulegt var hvað það var stórt, mikið rúmmál, og fylgdi því mikið gas.“ Myndi valda tjóni Páll segir að hraungos á Reykjanesi myndi valda tjóni. „Það munu fara í sundur raflínur. Það munu fara í sundur vegir. Heita vatnið og kalda vatnið... Það yrðu vandamálin sem þyrfti að fást við. En það er ekki búist við manntjóni eða einhver slasist, nema þá fyrir einhverja einskæra óheppni. Það yrði eflaust ráðrúm til að koma fólki undan.“ Hann segir að þau gos sem hafi orðið á síðustu áratugum og líkjast gosum á Reykjanesi mest eru gosin á Kröflusvæðinu sem urðu á áttunda og níunda áratugnum. „Gos í minni kantinum og hraungos. Það er engin ástæða að vera með eitthvað panikkástand eða neitt þess háttar, en ágætis tilefni til að fara yfir áætlanir um hvernig menn ætli að bregðast við.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
„Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um landrisið sem hefur mælst við Þorbjörn í Grindavík. Hann segir þetta vera eitt af þeim merkjum sem vísindamenn hafi beðið eftir lengi en ekki fundið fyrr en nú í vikunni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. Kemur Þorbirni lítið við Páll segir landrisið nú í raun koma fjallinu Þorbirni lítið við. „Þorbjörn er fjall sem varð til á ísöldinni við gos undir jökli. Eitt af óskaplega mörgum slíkum á Reykjanesskaga. Þetta er gosbelti. Það sem er að gerast þarna er á flekaskilunum og þarna eru alls konar gosmyndanir. Þorbjörn er bara ein af þeim.“ Hann segir eldvirknina á Reykjanesskaga vera svolítið sérkennilega að því leyti að hún virðist ganga yfir í lotum. „Það standa lotur í nokkur hundruð ár, kannski tvö til þrjú hundruð ár. Svo koma aldir þar sem er ekki nein gosvirkni í gangi. Ein svona lota gekk yfir rétt í kringum landnám og henni lauk 1240 þegar varð síðasta gosið á landi á Reykjanesskaga. Það var í þessu eldstöðvakerfi sem nú lætur á sér kræla. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Það voru tíð gos þarna á að minnsta kosti 300 ára bili á Reykjanesskaganum, þar á meðal Eldvörpin og Arnarseturshraun sem urðu til í þessari goshrinu, en Grindavíkurvegurinn liggur einmitt yfir það hraun. Þetta eru síðustu gos á skaganum. Þau eru á þessum slóðum. Síðan tekur við skeið þar sem virknin á þessum flekaskilum eru í formi jarðskjálfta. Flekaskilin liggja akkúrat um þetta svæði, um Svartsengi og út á Reykjanestá og þessi risstaður er akkurat á þessum flekaskilum. Það kemur því í raun ekkert á óvart að fréttir berist um kvikusöfnun,“ segir Páll. Ágætis tilefni til að fara yfir áætlanir Páll sótti fundi í dag vegna fréttanna og segir hann að Grindvíkingar verði að taka þessum fréttum alvarlega. „Þeir búa nálægt flekaskilum og eru á eldvirku svæði. Þeir þurfa því að búa sig undir að það geti orðið gos í nágrenni við þá. Í sjálfu sér er ekki víst að þetta sé nákvæmlega það sem leið til goss að þessu sinni. Þetta er ágætis tilefni fyrir fólk til að endurskoða hvað það ætli til bragðs að taka ef svo skyldi fara. Að fara yfir þær áætlanir sem eru til.“ Vísir/Vilhelm Ekkert sérlega hættuleg Páll segir gos á Reykjanesskaga ekki vera neitt sérlega hættuleg. „Það er rétt að láta það fylgja með. Þetta eru hraungos, sprungugos. Hraungos eru með meinlausustu eldgosum, ef maður er með eldgos á annað borð. Það var síðast í Holuhrauni sem við vorum eð hraungos á landi. Það var þó mun stærra í sniðum en önnur hraungos sem við þekkjum og í raun ekki rétt að bera það saman. Við eigum ekkert von á slíku gosi á Reykjanesskaga. Það sem gerði Holuhraun hættulegt var hvað það var stórt, mikið rúmmál, og fylgdi því mikið gas.“ Myndi valda tjóni Páll segir að hraungos á Reykjanesi myndi valda tjóni. „Það munu fara í sundur raflínur. Það munu fara í sundur vegir. Heita vatnið og kalda vatnið... Það yrðu vandamálin sem þyrfti að fást við. En það er ekki búist við manntjóni eða einhver slasist, nema þá fyrir einhverja einskæra óheppni. Það yrði eflaust ráðrúm til að koma fólki undan.“ Hann segir að þau gos sem hafi orðið á síðustu áratugum og líkjast gosum á Reykjanesi mest eru gosin á Kröflusvæðinu sem urðu á áttunda og níunda áratugnum. „Gos í minni kantinum og hraungos. Það er engin ástæða að vera með eitthvað panikkástand eða neitt þess háttar, en ágætis tilefni til að fara yfir áætlanir um hvernig menn ætli að bregðast við.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18