Kia með mestu markaðshlutdeild sína frá upphafi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. janúar 2020 07:00 Kia e-Niro Vísir/KIA Askja var söluhæsta bílaumboðið í desember sl. og Mercedes-Benz EQC var söluhæsti rafbíllinn á markaðnum hér á landi í desember. Bílaumboðið Askja og var þriðja söluhæsta bílaumboðið á landinu árið 2019 á eftir Toyota og BL. Askja seldi alls 1.687 fólksbifreiðar á síðasta ári en alls seldust 11.728 fólksbílar hér á landi árið 2019. Kia var í öðru sæti á eftir Toyota yfir mest seldu bíla landsins en alls seldust 1.483 Kia bílar á síðasta ári. Kia er með 12,6% markaðshlutdeild hér á landi og hefur aukið sölu og markaðshlutdeild jafnt og þétt síðustu ár. Kia hefur aldrei verið með hærri markaðshlutdeild hér á landi. Alls 204 Mercedes-Benz fólksbílar seldust á síðasta ári og er sem fyrr eitt söluhæsta merkið af lúxusbílaframleiðendum. Askja tók einnig við Honda umboðinu undir lok síðasta árs og er því með umboð fyrir þrjú bílmerki. Askja mun bjóða upp á stóraukið úrval rafbíla á þessu ári í öllum þremur merkjunum. Kia e-SoulVísir/Kia Kia Sportage söluhæstur hjá Kia Einstaki söluhæsti bíllinn hjá Öskju á árinu 2019 var Kia Sportage en af rafbílum var Kia Niro söluhæstur. Kia mun bjóða mjög breiða rafbílalínu á þessu ári eða alls 10 bíla og eru sex þeirra nú þegar í sölu en fjórir munu bætast í flotann á árinu. Hér er um að ræða Kia e-Soul, Kia Optima Plug-in Hybrid í tveimur útfærslum, Kia Niro Plug-in Hybrid og Kia Niro Hybrid. Alls eru því í boði fimm mismunandi gerðir rafknúinna bíla en Kia var á dögunum útnefndur framleiðandi ársins í flokki Plug-in Hybrid fólksbíla hjá Green Fleet. XCeed Plug-in Hybrid og Ceed Sportswago Plug-in Hybrid væntanlegir á næstu mánuðum og er forsala á þessum bílum þegar hafin hjá Öskju. EQC söluhæstur hjá Mercedes-BenzRafbíllinn EQC kom á markað á síðasta ári og er nú söluhæsti Mercedes-Benz bíllinn á Íslandi. Til viðbótar bæstist við annar hreinn rafbíll á árinu 2020 þegar EQA kemur á markað í lok ársins. Báðir þessir bílar eru með áætlað yfir 400 km drægi á hreinu rafmagni. Á árinu 2020 eykst framboð af EQ Power tengiltvinnbílunum frá Mercedes-Benz þegar tveir vinsælustu jepparnir, GLC og GLE koma í tengiltvinnútfærslu í upphafi ársins en B-Class og GLA bætast við síðar á árinu. Nú þegar eru fáanlegir A-Class, C-Class, E-Class og S-Class. Áætlað er að 80% af seldum Mercedes-Benz fólksbílum á árinu 2020 verði hreinir rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Á árinu 2020 koma fyrstu atvinnubílarnir frá Mercedes-Benz sem knúnir eru rafmagni. Atvinnubílarnir eSprinter, eVito og EQV verða fáanlegir með vorinu. Auk þeirra má gera ráð fyrir að sjá eCitaro hópferðabílinn á Íslandi á komandi mánuðum eftir að hafa verið í reynsluakstri hjá stærstu hópferðafyrirtækjum landsins undanfarnar vikur. Forsala hafin á Honda eHonda hefur markað sér afgerandi stefnu í rafvæðingu og á næstu 36 mánuðum mun Honda kynna sex nýja umhverfisvæna bíla á markað í Evrópu. Þar af verða tveir rafbílar og fjórir Hybrid bílar. Nýr Honda e rafbíll og Honda Jazz í Hybrid útfærslu eru fyrstu bílarnir af þessum sex nýju, umhverfisvænu bílum úr smiðju Honda og koma þeir báðir á þessu ári. Honda e var forsýndur í nýjum sýningarsal Hondu að Fosshálsi 1 á dögunum og er forsala þegar hafin á þessum spennandi rafbíl. Honda CRV Hybrid var söluhæstur Honda bíla á síðasta ári og var á meðal mest seldu bíla landsins. Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00 Rafbílasýning hjá Öskju Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd. 17. janúar 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent
Askja var söluhæsta bílaumboðið í desember sl. og Mercedes-Benz EQC var söluhæsti rafbíllinn á markaðnum hér á landi í desember. Bílaumboðið Askja og var þriðja söluhæsta bílaumboðið á landinu árið 2019 á eftir Toyota og BL. Askja seldi alls 1.687 fólksbifreiðar á síðasta ári en alls seldust 11.728 fólksbílar hér á landi árið 2019. Kia var í öðru sæti á eftir Toyota yfir mest seldu bíla landsins en alls seldust 1.483 Kia bílar á síðasta ári. Kia er með 12,6% markaðshlutdeild hér á landi og hefur aukið sölu og markaðshlutdeild jafnt og þétt síðustu ár. Kia hefur aldrei verið með hærri markaðshlutdeild hér á landi. Alls 204 Mercedes-Benz fólksbílar seldust á síðasta ári og er sem fyrr eitt söluhæsta merkið af lúxusbílaframleiðendum. Askja tók einnig við Honda umboðinu undir lok síðasta árs og er því með umboð fyrir þrjú bílmerki. Askja mun bjóða upp á stóraukið úrval rafbíla á þessu ári í öllum þremur merkjunum. Kia e-SoulVísir/Kia Kia Sportage söluhæstur hjá Kia Einstaki söluhæsti bíllinn hjá Öskju á árinu 2019 var Kia Sportage en af rafbílum var Kia Niro söluhæstur. Kia mun bjóða mjög breiða rafbílalínu á þessu ári eða alls 10 bíla og eru sex þeirra nú þegar í sölu en fjórir munu bætast í flotann á árinu. Hér er um að ræða Kia e-Soul, Kia Optima Plug-in Hybrid í tveimur útfærslum, Kia Niro Plug-in Hybrid og Kia Niro Hybrid. Alls eru því í boði fimm mismunandi gerðir rafknúinna bíla en Kia var á dögunum útnefndur framleiðandi ársins í flokki Plug-in Hybrid fólksbíla hjá Green Fleet. XCeed Plug-in Hybrid og Ceed Sportswago Plug-in Hybrid væntanlegir á næstu mánuðum og er forsala á þessum bílum þegar hafin hjá Öskju. EQC söluhæstur hjá Mercedes-BenzRafbíllinn EQC kom á markað á síðasta ári og er nú söluhæsti Mercedes-Benz bíllinn á Íslandi. Til viðbótar bæstist við annar hreinn rafbíll á árinu 2020 þegar EQA kemur á markað í lok ársins. Báðir þessir bílar eru með áætlað yfir 400 km drægi á hreinu rafmagni. Á árinu 2020 eykst framboð af EQ Power tengiltvinnbílunum frá Mercedes-Benz þegar tveir vinsælustu jepparnir, GLC og GLE koma í tengiltvinnútfærslu í upphafi ársins en B-Class og GLA bætast við síðar á árinu. Nú þegar eru fáanlegir A-Class, C-Class, E-Class og S-Class. Áætlað er að 80% af seldum Mercedes-Benz fólksbílum á árinu 2020 verði hreinir rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Á árinu 2020 koma fyrstu atvinnubílarnir frá Mercedes-Benz sem knúnir eru rafmagni. Atvinnubílarnir eSprinter, eVito og EQV verða fáanlegir með vorinu. Auk þeirra má gera ráð fyrir að sjá eCitaro hópferðabílinn á Íslandi á komandi mánuðum eftir að hafa verið í reynsluakstri hjá stærstu hópferðafyrirtækjum landsins undanfarnar vikur. Forsala hafin á Honda eHonda hefur markað sér afgerandi stefnu í rafvæðingu og á næstu 36 mánuðum mun Honda kynna sex nýja umhverfisvæna bíla á markað í Evrópu. Þar af verða tveir rafbílar og fjórir Hybrid bílar. Nýr Honda e rafbíll og Honda Jazz í Hybrid útfærslu eru fyrstu bílarnir af þessum sex nýju, umhverfisvænu bílum úr smiðju Honda og koma þeir báðir á þessu ári. Honda e var forsýndur í nýjum sýningarsal Hondu að Fosshálsi 1 á dögunum og er forsala þegar hafin á þessum spennandi rafbíl. Honda CRV Hybrid var söluhæstur Honda bíla á síðasta ári og var á meðal mest seldu bíla landsins.
Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00 Rafbílasýning hjá Öskju Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd. 17. janúar 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent
Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00
Rafbílasýning hjá Öskju Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd. 17. janúar 2020 07:00