Í beinni í dag: Manchester liðin í FA bikarnum og stórleikir á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 06:00 Roberto Firmino og félagar í Liverpool mæta Shrewsbury á útivelli í dag. Vísir/Getty Alls eru hvorki né minna en 13 beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við byrjum daginn snemma eða klukkan 08:30 á Omega Dubai Desert Classic. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Rétt fyrir kvöldmat er svo PGA mótaröðin í beinni útsendingu en bæði mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. Gainbridge LPGA at Boca Rio er svo í beinni útsendingu klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4. Í ensku bikarkeppninni verða Manchester liðin í eldlínunni. Manchester City fær B-deildarlið Fulham í heimsókn klukkan 13:00. Manchester United fær svo tækifæri til að rétta úr kútnum eftir 2-0 tap gegn bæði Liverpool og Burnley nýverið. Þeir mæta Tranmere Rovers á útivelli en reikna má með erfiðum leik þar sem heimavöllur Tranmere er eitt moldarsvað þessa dagana. Þá fara verðandi Englandsmeistarar Liverpool í heimsókn til Shrewsbury Town. Er það síðasti leikur dagsins hjá okkur í FA bikarnum. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Inter Milan mætir Cagliari í fyrsta leik dagsins rétt fyrir hádegi. Þar á eftir hefst leikur Parma og Udinese áður en stórleikri dagsins hefjast. Erkifjendurnir í Roma og Lazio mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm klukkan 17:00. Lazio sitja í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en Roma eru sæti á eftir með sjö stigum minna. Því má reikna með hörkuleik að venju í þessum hatramma slag. Topplið Juventus heimsækir svo Napoli í síðasta leik dagsins en gengi heimamanna hefur ekki verið sem skyldi það sem af er leiktíð. Maurizio Sarri, núverandi þjálfari Juventus, þjálfaði auðvitað Napoli áður en hann tók við Chelsea fyrir tímabilið 2018/2019. Að lokum eru þrír leikir úr spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Atletico Madrid, sem datt óvænt út úr spænska konungsbikarnum á dögunum, fær Leganes í heimsókn í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00. Real Sociedad fær sólstrandargæana í Real Mallorca í heimsókn klukkan 15:00 og drengirnir hans Zinedine Zidane loka dagskránni með leik sínum geng Real Valladolid á útivelli.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 10:55 Atl. Madrid - Leganes, Stöð 2 Sport 2 11:25 Inter Milan - Cagliari, Stöð 2 Sport 3 12:50 Manchester City Fulham, Stöð 2 Sport 13:55 Parma - Udinese, Stöð 2 Sport 2 14:55 Tranmere Rovers - Manchester United, Stöð 2 Sport 14:55 Real Sociedad - Real Mallorca, Stöð 2 Sport 3 16:55 Shrewsbury Town - Liverpool, Stöð 2 Sport 16:55 Roma - Lazio, Stöð 2 Sport 2 18:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 19:40 Napoli - Juventus, Stöð 2 Sport 19:55 Real Valladolid - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2 20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4 Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Sjá meira
Alls eru hvorki né minna en 13 beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við byrjum daginn snemma eða klukkan 08:30 á Omega Dubai Desert Classic. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Rétt fyrir kvöldmat er svo PGA mótaröðin í beinni útsendingu en bæði mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. Gainbridge LPGA at Boca Rio er svo í beinni útsendingu klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4. Í ensku bikarkeppninni verða Manchester liðin í eldlínunni. Manchester City fær B-deildarlið Fulham í heimsókn klukkan 13:00. Manchester United fær svo tækifæri til að rétta úr kútnum eftir 2-0 tap gegn bæði Liverpool og Burnley nýverið. Þeir mæta Tranmere Rovers á útivelli en reikna má með erfiðum leik þar sem heimavöllur Tranmere er eitt moldarsvað þessa dagana. Þá fara verðandi Englandsmeistarar Liverpool í heimsókn til Shrewsbury Town. Er það síðasti leikur dagsins hjá okkur í FA bikarnum. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Inter Milan mætir Cagliari í fyrsta leik dagsins rétt fyrir hádegi. Þar á eftir hefst leikur Parma og Udinese áður en stórleikri dagsins hefjast. Erkifjendurnir í Roma og Lazio mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm klukkan 17:00. Lazio sitja í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en Roma eru sæti á eftir með sjö stigum minna. Því má reikna með hörkuleik að venju í þessum hatramma slag. Topplið Juventus heimsækir svo Napoli í síðasta leik dagsins en gengi heimamanna hefur ekki verið sem skyldi það sem af er leiktíð. Maurizio Sarri, núverandi þjálfari Juventus, þjálfaði auðvitað Napoli áður en hann tók við Chelsea fyrir tímabilið 2018/2019. Að lokum eru þrír leikir úr spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Atletico Madrid, sem datt óvænt út úr spænska konungsbikarnum á dögunum, fær Leganes í heimsókn í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00. Real Sociedad fær sólstrandargæana í Real Mallorca í heimsókn klukkan 15:00 og drengirnir hans Zinedine Zidane loka dagskránni með leik sínum geng Real Valladolid á útivelli.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 10:55 Atl. Madrid - Leganes, Stöð 2 Sport 2 11:25 Inter Milan - Cagliari, Stöð 2 Sport 3 12:50 Manchester City Fulham, Stöð 2 Sport 13:55 Parma - Udinese, Stöð 2 Sport 2 14:55 Tranmere Rovers - Manchester United, Stöð 2 Sport 14:55 Real Sociedad - Real Mallorca, Stöð 2 Sport 3 16:55 Shrewsbury Town - Liverpool, Stöð 2 Sport 16:55 Roma - Lazio, Stöð 2 Sport 2 18:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 19:40 Napoli - Juventus, Stöð 2 Sport 19:55 Real Valladolid - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2 20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Sjá meira