Telur umfjöllun undir stjórn umdeilds ritstjóra „kúnstuga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 15:15 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir umfjöllun Eyjafrétta um bæjarstjórnarfund í Vestmannaeyjum, sem birt var í gær, kúnstuga. Hún vekur athygli á því að fyrirspurnum oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem einnig er eiginkona ritstjóra blaðsins, hafi verið gert afar hátt undir höfði en lítið fjallað um aðkomu hennar og meirihlutans að fundinum. Sindri Ólafsson tók við starfi ritstjóra Eyjafrétta í september síðastliðnum. Ítarlega var fjallað um ráðninguna á Vísi á sínum tíma en hún þótti nokkuð umdeild í ljósi þess að Sindri er eiginmaður Hildar Sólveigar Sigurðardóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Sjá einnig: Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Reynsluleysi Sindra, sem ekki hafði starfað áður í fjölmiðlum, ýtti jafnframt undir bollaleggingar um það hvort ráðning hans væri til marks um undirliggjandi valdabaráttu. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum, Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið Fyrir Heimaey, sem Íris leiddi, myndaði í kjölfarið meirihluta með E-lista. Sindri Ólafsson var ráðinn ritstjóri Eyjafrétta í fyrra. Íris gerir sér mat úr nýjustu umfjöllun Eyjafrétta af bæjarstjórnarfundi á Facebook-síðu sinni í gær. Í færslunni kveður við nokkuð gamansaman tón en Íris ýjar þó að því að það skjóti skökku við hversu sjaldan hafi verið haft samband við hana í ritstjórnartíð Sindra. „Líklega er það einhverskonar met hjá ritstjóra á fréttamiðli um bæjarmál að komast í gegnum tæpa 150 daga án þess að spyrja viðkomandi bæjarstjóra um álit á einu eða neinu í eitt einast skipti! En nýja ritstjóranum hjá Eyjafréttum hefur tekist einmitt það,“ skrifar Íris. Með færslu sinni deilir hún frétt Tíguls, annars bæjarblaðs í Vestmannaeyjum, af fundinum. Þegar umfjallanir miðlanna, Tíguls og Eyjafrétta, eru bornar saman sést að þær eru um margt ólíkar. Þannig er til að mynda minnst töluvert meira á aðkomu Sjálfstæðisflokksins á fundinum í frétt Eyjafrétta en í frétt Tíguls. „Enn merkilegra er að skv. langri samantekt Eyjafrétta í dag um fjögurra klukkutíma bæjarstjórnarfund í gærkvöldi virðist eiginlega ekkert hafa gerst á þeim fundi annað en að eiginkona ritstjórans hafi mótmælt einhverju og aðrir fulltrúar D-listans tekið undir þau mótmæli. Ef ég vissi ekki betur hefði ég dregið þá ályktun af frásögn Eyjafrétta að ég hefði alls ekki verið á þeim fundi sem þar var sagt frá! Þess vegna læt ég fylgja hér frásögn Tíguls af fundinum. Annars góð.“ Þá lætur Íris fylgja myllumerkið #hlutlausiritstjórinn, sem ætla má að eigi að vera þrungið nokkurri kaldhæðni. Íris segir í samtali við Vísi að hún vilji ekki bæta neinu við það sem kemur fram í færslunni um málið, utan þess að henni hafi þótt frétt Eyjafrétta um bæjarstjórnarfundinum „kúnstug“. Þá vill hún ekki tjá sig um það hvort henni hafi almennt þótt umfjöllun Eyjafrétta um bæjarmálin hlutdræg síðan Sindri tók við ritstjórastarfinu. Sindri vildi ekki heldur tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Hann sagði í samtali við Vísi í september, þegar ráðning hans var til umfjöllunar, að blaðið undir hans stjórn yrði eftir sem áður hugsað sem blað allra Eyjamanna. Þá teldi hann sig fullfæran um að fjalla af hlutlægni um mál. „Ég hef skoðanir eins og margir aðrir en það er ekki mitt hlutverk að láta þær í ljós í blaðinu sjálfu frekar en aðrir ættu að gera,“ sagði Sindri í samtali við Vísi í september. Bæjarstjórn Vestmannaeyja.vísir/gvendur Bæjarfulltrúi furðar sig á færslu bæjarstjórans Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, kveðst mjög hugsi yfir „þessari óvæntu færslu hjá bæjarstjóranum“ í athugasemd sem hann ritar við færslu Írisar. Þar bendir hann á að Eyjafréttir fjalli um sex mál af fundinum, þar sem í eitt skipti sé því m.a. lýst sem fram kom í máli Írisar. Í frétt Tíguls séu tekin fyrir fjögur mál og miðað við þá umfjöllun megi til að mynda áætla að Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans, hafi ekki verið viðstaddur fundinn – þó að sú hafi verið raunin. „Fjölmiðlar sjá hlutina sem betur fer oft öðruvísi en við stjórnmálamennirnir, ég hef oft verið hissa á hinum og þessum umfjöllunum um bæjarstjórnarfundi en hef talið það vera eðlilegt og hluti af fjölbreytileikanum að menn sjá hlutina með mismunandi augum,“ skrifar Trausti. Hann vísar einnig í nýlegt viðtal Eyjafrétta við Írisi, þar sem þó var einnig rætt við hina oddvitana, og kveðst hafa hoggið eftir því að oddvitar Sjálfstæðisflokks og E-lista skyldu hafa fengið þar „mun minna pláss“ en Íris. „Ég var ekki sáttur við það, en þótti það samt ásættanlegt þar sem að bæjarstjórinn er embættismaður allra bæjarbúa og er rödd okkar útávið.“ Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. 2. september 2019 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir umfjöllun Eyjafrétta um bæjarstjórnarfund í Vestmannaeyjum, sem birt var í gær, kúnstuga. Hún vekur athygli á því að fyrirspurnum oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem einnig er eiginkona ritstjóra blaðsins, hafi verið gert afar hátt undir höfði en lítið fjallað um aðkomu hennar og meirihlutans að fundinum. Sindri Ólafsson tók við starfi ritstjóra Eyjafrétta í september síðastliðnum. Ítarlega var fjallað um ráðninguna á Vísi á sínum tíma en hún þótti nokkuð umdeild í ljósi þess að Sindri er eiginmaður Hildar Sólveigar Sigurðardóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Sjá einnig: Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Reynsluleysi Sindra, sem ekki hafði starfað áður í fjölmiðlum, ýtti jafnframt undir bollaleggingar um það hvort ráðning hans væri til marks um undirliggjandi valdabaráttu. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum, Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið Fyrir Heimaey, sem Íris leiddi, myndaði í kjölfarið meirihluta með E-lista. Sindri Ólafsson var ráðinn ritstjóri Eyjafrétta í fyrra. Íris gerir sér mat úr nýjustu umfjöllun Eyjafrétta af bæjarstjórnarfundi á Facebook-síðu sinni í gær. Í færslunni kveður við nokkuð gamansaman tón en Íris ýjar þó að því að það skjóti skökku við hversu sjaldan hafi verið haft samband við hana í ritstjórnartíð Sindra. „Líklega er það einhverskonar met hjá ritstjóra á fréttamiðli um bæjarmál að komast í gegnum tæpa 150 daga án þess að spyrja viðkomandi bæjarstjóra um álit á einu eða neinu í eitt einast skipti! En nýja ritstjóranum hjá Eyjafréttum hefur tekist einmitt það,“ skrifar Íris. Með færslu sinni deilir hún frétt Tíguls, annars bæjarblaðs í Vestmannaeyjum, af fundinum. Þegar umfjallanir miðlanna, Tíguls og Eyjafrétta, eru bornar saman sést að þær eru um margt ólíkar. Þannig er til að mynda minnst töluvert meira á aðkomu Sjálfstæðisflokksins á fundinum í frétt Eyjafrétta en í frétt Tíguls. „Enn merkilegra er að skv. langri samantekt Eyjafrétta í dag um fjögurra klukkutíma bæjarstjórnarfund í gærkvöldi virðist eiginlega ekkert hafa gerst á þeim fundi annað en að eiginkona ritstjórans hafi mótmælt einhverju og aðrir fulltrúar D-listans tekið undir þau mótmæli. Ef ég vissi ekki betur hefði ég dregið þá ályktun af frásögn Eyjafrétta að ég hefði alls ekki verið á þeim fundi sem þar var sagt frá! Þess vegna læt ég fylgja hér frásögn Tíguls af fundinum. Annars góð.“ Þá lætur Íris fylgja myllumerkið #hlutlausiritstjórinn, sem ætla má að eigi að vera þrungið nokkurri kaldhæðni. Íris segir í samtali við Vísi að hún vilji ekki bæta neinu við það sem kemur fram í færslunni um málið, utan þess að henni hafi þótt frétt Eyjafrétta um bæjarstjórnarfundinum „kúnstug“. Þá vill hún ekki tjá sig um það hvort henni hafi almennt þótt umfjöllun Eyjafrétta um bæjarmálin hlutdræg síðan Sindri tók við ritstjórastarfinu. Sindri vildi ekki heldur tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Hann sagði í samtali við Vísi í september, þegar ráðning hans var til umfjöllunar, að blaðið undir hans stjórn yrði eftir sem áður hugsað sem blað allra Eyjamanna. Þá teldi hann sig fullfæran um að fjalla af hlutlægni um mál. „Ég hef skoðanir eins og margir aðrir en það er ekki mitt hlutverk að láta þær í ljós í blaðinu sjálfu frekar en aðrir ættu að gera,“ sagði Sindri í samtali við Vísi í september. Bæjarstjórn Vestmannaeyja.vísir/gvendur Bæjarfulltrúi furðar sig á færslu bæjarstjórans Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, kveðst mjög hugsi yfir „þessari óvæntu færslu hjá bæjarstjóranum“ í athugasemd sem hann ritar við færslu Írisar. Þar bendir hann á að Eyjafréttir fjalli um sex mál af fundinum, þar sem í eitt skipti sé því m.a. lýst sem fram kom í máli Írisar. Í frétt Tíguls séu tekin fyrir fjögur mál og miðað við þá umfjöllun megi til að mynda áætla að Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans, hafi ekki verið viðstaddur fundinn – þó að sú hafi verið raunin. „Fjölmiðlar sjá hlutina sem betur fer oft öðruvísi en við stjórnmálamennirnir, ég hef oft verið hissa á hinum og þessum umfjöllunum um bæjarstjórnarfundi en hef talið það vera eðlilegt og hluti af fjölbreytileikanum að menn sjá hlutina með mismunandi augum,“ skrifar Trausti. Hann vísar einnig í nýlegt viðtal Eyjafrétta við Írisi, þar sem þó var einnig rætt við hina oddvitana, og kveðst hafa hoggið eftir því að oddvitar Sjálfstæðisflokks og E-lista skyldu hafa fengið þar „mun minna pláss“ en Íris. „Ég var ekki sáttur við það, en þótti það samt ásættanlegt þar sem að bæjarstjórinn er embættismaður allra bæjarbúa og er rödd okkar útávið.“
Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. 2. september 2019 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. 2. september 2019 09:00