Fylgitungl Arion banka til vandræða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 14:30 Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. Reiknað er með að hagnaður bankans lækki um tæpa sjö milljarða króna milli ára. Greinandi hjá Capacent segir miklar umbreytingar eiga sér stað á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Samkvæmt henni hefur bankinn þurft að helminga virði tveggja eigna sinna, Valitors og Stakksbergs, eignarhaldsfélagsins um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Valitor var fært niður um 5,7 milljarða og Stakksberg um 2,3 milljarða. Þetta hefur neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs sem nemur um átta milljörðum króna. Viðvörunin hefur haft óveruleg áhrif á hlutabréf Arion og hafa þau lækkað um rúmt eitt prósent í morgun. Eftir þetta er búist við að hagnaður síðasta árs verði einn milljarður króna. Á síðasta ári nam hann 7,8 milljörðum og lækkar hann þannig um tæpa sjö milljarða milli ára. Snorri Jakobsson, hjá greiningardeild Capacent, bendir á að eiginfjárstaða bankans sé sterk. „Þetta er í raun og veru ekki bankinn sjálfur eða rekstur bankans sem er að skila tapi. Það hafa verið töluverðar breytingar þar innanhúss til að auka sveigjanleika í rekstri. Þetta eru fyrst og fremst þessi tvö fylgitungl sem eru að valda bankanum vandræðum,“ segir Snorri. Í tilkynningu bankans er vísað til óvissu á mörkuðum með sílikon til rökstuðnings niðurfærslunni á verksmiðjunni í Helguvík. Sílikonverksmiðjur hafa víðs vegar verið að draga úr framleiðslu og gæti það haft áhrif á mögulegt kaupverð Stakksbergs. Þá er vísað til tapreksturs Valitor og þess að félagið sé að draga úr fjárfestingum. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna í fyrra og í byrjun árs var greint frá sextíu uppsögnum hjá fyrirtækinu. „Það eru miklar umbreytingar á fjármálamarkaði og sérstaklega á markaði með greiðslumiðlun. Smærri greiðslumiðlanir stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan hvort þau ættu að fara í fjárfestingar eða útrás eða hvort þau ættu að skera niður og minnka umsvifin. Það sem er kannski tilfellið er að Valitor tók fyrri ákvörðunina og það var bara ekki að ganga eftir,“ segir Snorri. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. Reiknað er með að hagnaður bankans lækki um tæpa sjö milljarða króna milli ára. Greinandi hjá Capacent segir miklar umbreytingar eiga sér stað á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Samkvæmt henni hefur bankinn þurft að helminga virði tveggja eigna sinna, Valitors og Stakksbergs, eignarhaldsfélagsins um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Valitor var fært niður um 5,7 milljarða og Stakksberg um 2,3 milljarða. Þetta hefur neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs sem nemur um átta milljörðum króna. Viðvörunin hefur haft óveruleg áhrif á hlutabréf Arion og hafa þau lækkað um rúmt eitt prósent í morgun. Eftir þetta er búist við að hagnaður síðasta árs verði einn milljarður króna. Á síðasta ári nam hann 7,8 milljörðum og lækkar hann þannig um tæpa sjö milljarða milli ára. Snorri Jakobsson, hjá greiningardeild Capacent, bendir á að eiginfjárstaða bankans sé sterk. „Þetta er í raun og veru ekki bankinn sjálfur eða rekstur bankans sem er að skila tapi. Það hafa verið töluverðar breytingar þar innanhúss til að auka sveigjanleika í rekstri. Þetta eru fyrst og fremst þessi tvö fylgitungl sem eru að valda bankanum vandræðum,“ segir Snorri. Í tilkynningu bankans er vísað til óvissu á mörkuðum með sílikon til rökstuðnings niðurfærslunni á verksmiðjunni í Helguvík. Sílikonverksmiðjur hafa víðs vegar verið að draga úr framleiðslu og gæti það haft áhrif á mögulegt kaupverð Stakksbergs. Þá er vísað til tapreksturs Valitor og þess að félagið sé að draga úr fjárfestingum. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna í fyrra og í byrjun árs var greint frá sextíu uppsögnum hjá fyrirtækinu. „Það eru miklar umbreytingar á fjármálamarkaði og sérstaklega á markaði með greiðslumiðlun. Smærri greiðslumiðlanir stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan hvort þau ættu að fara í fjárfestingar eða útrás eða hvort þau ættu að skera niður og minnka umsvifin. Það sem er kannski tilfellið er að Valitor tók fyrri ákvörðunina og það var bara ekki að ganga eftir,“ segir Snorri.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00