Lægstu leikskólagjöldin í Reykjavík en þau hæstu í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2020 10:30 Almenn leikskólagjöld fyrir 8 tíma vistun með fæði eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík og munar þar tæplega 14.000 krónum á mánuði eða 53%. vísir/vilhelm Almenn leikskólagjöld fyrir átta tíma vistun með fæði eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík. Munar þar tæplega 14 þúsund krónum á mánuði eða 53 prósent. Þetta kemur fram í úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá sextán stærstu sveitarfélögum landsins. Kemur í ljós að gjöldin hækka milli ára hjá öllum sveitarfélögum nema Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum. „Leikskólagjöldin hækka mest á Seltjarnarnesi um tæplega 7% fyrir 8 tíma vistun með fæði og næst mest í Garðabæ um rúm 3%. Leikskólagjöldin lækka um 3,7% í Mosfellsbæ en standa í stað milli ára í Vestmannaeyjum. Almenn leikskólagjöld fyrir 8 tíma vistun með fæði eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík og munar þar tæplega 14.000 krónum á mánuði eða 53% . Sömu gjöld fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík og hæst í Sveitarfélaginu Árborg en þar nemur munurinn ríflega 3.300 kr. á mánuði eða 12,6%. Gjöld fyrir níu tíma vistun á leikskóla er hinsvegar hæst hjá Fljótsdalshéraði en lægst í Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningu á vef ASÍ. Hækkanir mestar á Seltjarnarnesi Í úttektinni kemur í ljós að oftast séu hækkanir á leikskólagjöldum milli ára um eða undir 2,5 prósent og eru hækkanir ekki umfram það hjá fjórtán sveitarfélögum af þeim sextán sem skoðuð eru. ASÍ „Seltjarnarnes sker sig úr, en þar hækkar 8 tíma vistun með fæði um 6,9% sem má rekja til 10% hækkunar á tímagjaldi. Í krónum talið hækka 8 tímar með fæði á Seltjarnarnesi því um 1.872 kr. á mánuði eða 20.592 kr. á ári sé miðað við 11 mánaða vistun. Á sama tíma hækkar níundi tíminn um 87,4% eða úr 3.505 kr. í 6.569 krónur og þá hækkar 9 tíma vistun á leikskóla um 16,1% milli ára. Næst mest hækkar 8 tíma vistun með fæði í Garðabæ um 3% en hækkunina má rekja til 2,5% hækkunar á tímagjaldi og 5,6% hækkunar á fæðisgjaldi. 8 tímar með fæði lækka um 3,7% milli ára í Mosfellsbæ sem er tilkomið vegna 5% lækkunar á tímagjaldi. Leikskólagjöldin standa í stað millli ára í Vestmannaeyjum en 8 tíma vistun með fæði hækkar minnst í Hafnarfirði um 0,64% sem má rekja til 5% hækkunar á fæðisgjaldi.“ Nánar má lesa um úttekt Verðlagseftirlitsins á vef ASÍ. Garðabær Neytendur Reykjavík Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Almenn leikskólagjöld fyrir átta tíma vistun með fæði eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík. Munar þar tæplega 14 þúsund krónum á mánuði eða 53 prósent. Þetta kemur fram í úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá sextán stærstu sveitarfélögum landsins. Kemur í ljós að gjöldin hækka milli ára hjá öllum sveitarfélögum nema Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum. „Leikskólagjöldin hækka mest á Seltjarnarnesi um tæplega 7% fyrir 8 tíma vistun með fæði og næst mest í Garðabæ um rúm 3%. Leikskólagjöldin lækka um 3,7% í Mosfellsbæ en standa í stað milli ára í Vestmannaeyjum. Almenn leikskólagjöld fyrir 8 tíma vistun með fæði eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík og munar þar tæplega 14.000 krónum á mánuði eða 53% . Sömu gjöld fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík og hæst í Sveitarfélaginu Árborg en þar nemur munurinn ríflega 3.300 kr. á mánuði eða 12,6%. Gjöld fyrir níu tíma vistun á leikskóla er hinsvegar hæst hjá Fljótsdalshéraði en lægst í Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningu á vef ASÍ. Hækkanir mestar á Seltjarnarnesi Í úttektinni kemur í ljós að oftast séu hækkanir á leikskólagjöldum milli ára um eða undir 2,5 prósent og eru hækkanir ekki umfram það hjá fjórtán sveitarfélögum af þeim sextán sem skoðuð eru. ASÍ „Seltjarnarnes sker sig úr, en þar hækkar 8 tíma vistun með fæði um 6,9% sem má rekja til 10% hækkunar á tímagjaldi. Í krónum talið hækka 8 tímar með fæði á Seltjarnarnesi því um 1.872 kr. á mánuði eða 20.592 kr. á ári sé miðað við 11 mánaða vistun. Á sama tíma hækkar níundi tíminn um 87,4% eða úr 3.505 kr. í 6.569 krónur og þá hækkar 9 tíma vistun á leikskóla um 16,1% milli ára. Næst mest hækkar 8 tíma vistun með fæði í Garðabæ um 3% en hækkunina má rekja til 2,5% hækkunar á tímagjaldi og 5,6% hækkunar á fæðisgjaldi. 8 tímar með fæði lækka um 3,7% milli ára í Mosfellsbæ sem er tilkomið vegna 5% lækkunar á tímagjaldi. Leikskólagjöldin standa í stað millli ára í Vestmannaeyjum en 8 tíma vistun með fæði hækkar minnst í Hafnarfirði um 0,64% sem má rekja til 5% hækkunar á fæðisgjaldi.“ Nánar má lesa um úttekt Verðlagseftirlitsins á vef ASÍ.
Garðabær Neytendur Reykjavík Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira