Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 10:30 Ásmundur Helgason, eigandi Gráa kattarins, lýsti óánægju sinni með framkvæmdir á Hverfisgötu í samtali við fréttastofu á síðasta ári. Hann hefur nú krafið borgina um bætur vegna málsins. vísir/baldur hrafnkell Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í kröfubréfið. Í því segir að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. Auk þess hefði borgin ekki gripið til aðgerða svo koma mætti í veg fyrir þær tafir sem urðu á verkinu. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember síðastliðnum. Að því er segir í frétt RÚV var kröfubréfið sent til borgarinnar í liðinni viku. Í því komi fram að ekki hafi verið gerðar neinar ráðstafanir til að bæta eigendum Gráa kattarins það óþarfa tjón sem hlotist hafi og ekkert sambandi hafi verið haft vegna þess. Þá er bent á það að slæmt aðgengi að kaffihúsinu á framkvæmdatíma hafi valdið samdrætti í rekstrinum upp á 20 til 25 prósent. Mestur hafi hann orðið í október, alls 38 prósent. Einnig hafi orðspor staðarins beðið hnekki vegna einkunna sem ferðamenn hafi gefið staðnum á erlendum vefsíðum. Þar hafi mátt finna athugasemdir um slæmt aðgengi. Ásmundur Helgason, annar eigandi Gráa kattarins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Reykjavík Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í kröfubréfið. Í því segir að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. Auk þess hefði borgin ekki gripið til aðgerða svo koma mætti í veg fyrir þær tafir sem urðu á verkinu. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember síðastliðnum. Að því er segir í frétt RÚV var kröfubréfið sent til borgarinnar í liðinni viku. Í því komi fram að ekki hafi verið gerðar neinar ráðstafanir til að bæta eigendum Gráa kattarins það óþarfa tjón sem hlotist hafi og ekkert sambandi hafi verið haft vegna þess. Þá er bent á það að slæmt aðgengi að kaffihúsinu á framkvæmdatíma hafi valdið samdrætti í rekstrinum upp á 20 til 25 prósent. Mestur hafi hann orðið í október, alls 38 prósent. Einnig hafi orðspor staðarins beðið hnekki vegna einkunna sem ferðamenn hafi gefið staðnum á erlendum vefsíðum. Þar hafi mátt finna athugasemdir um slæmt aðgengi. Ásmundur Helgason, annar eigandi Gráa kattarins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því.
Reykjavík Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03