Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 24. janúar 2020 06:33 Mikill viðbúnaður er víða í Kína. AP/Mark Schiefelbein Kínverjar hafa lagt ferðabann á íbúa átta borga til viðbótar við þær tvær sem lokað var í gær til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan veirunnar sem nú geisar í landinu. Allar eru borgirnar í Hubei héraði í miðhluta Kína þar sem veiran virðist hafa átt upptök sín. 26 hafa látið lífið vegna veirunnar. Í gær lét maður lífið af völdum veirunnar í næsta héraði, Hebei, en það var í fyrsta sinn sem dauðsfall verður utan Hubei. Og síðar um daginn var annað dauðsfall utan Hubei einnig staðfest í héraðinu Heilongjiang, sem er við rússnesku landamærin og í meira en tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá Wuhan. 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. Samkvæmt AP fréttaveitunni nær ferðabannið nú yfir um 25 milljónir manna. Fyrir utan Wuhan hefur ferðabann verið sett á í Ezhou, Huanggang, Chibi, Qianjiang, Zhijiang, Jingmen og Xiantao. Gripið hefur verið til aðgerða víða um Kína. Til dæmis hafa flestir viðburðir vegna áramótanna verið felldir niður í Peking, höfuðborg landsins, og vinsælum ferðamannastöðum verður lokað. Lang flest tilfellin hafa greinst í Kína. Tveir eru smitaðir í bæði Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa smit greinst í Hong Kong, Macao, Taívan, Bandaríkjunum, Taílandi, Singapúr og Víetnam. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Kínverjar hafa lagt ferðabann á íbúa átta borga til viðbótar við þær tvær sem lokað var í gær til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan veirunnar sem nú geisar í landinu. Allar eru borgirnar í Hubei héraði í miðhluta Kína þar sem veiran virðist hafa átt upptök sín. 26 hafa látið lífið vegna veirunnar. Í gær lét maður lífið af völdum veirunnar í næsta héraði, Hebei, en það var í fyrsta sinn sem dauðsfall verður utan Hubei. Og síðar um daginn var annað dauðsfall utan Hubei einnig staðfest í héraðinu Heilongjiang, sem er við rússnesku landamærin og í meira en tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá Wuhan. 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. Samkvæmt AP fréttaveitunni nær ferðabannið nú yfir um 25 milljónir manna. Fyrir utan Wuhan hefur ferðabann verið sett á í Ezhou, Huanggang, Chibi, Qianjiang, Zhijiang, Jingmen og Xiantao. Gripið hefur verið til aðgerða víða um Kína. Til dæmis hafa flestir viðburðir vegna áramótanna verið felldir niður í Peking, höfuðborg landsins, og vinsælum ferðamannastöðum verður lokað. Lang flest tilfellin hafa greinst í Kína. Tveir eru smitaðir í bæði Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa smit greinst í Hong Kong, Macao, Taívan, Bandaríkjunum, Taílandi, Singapúr og Víetnam.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira