Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 15:30 Kiana Johnson átti flottan leik með Val á móti KR. Vísir/Daníel Þrír leikir fóru fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þar sem Valur, Haukar og Keflavík fögnuðu sigri í sínum leikjum. Arnar Björnsson tók saman leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni. Það var mikið undir þegar KR og Valur mættust í Domino´s deildinni í gærkvöldi. Fjórum stigum munaði á liðunum, í febrúar mætast þau í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar. KR byrjaði betur og var með fjögurra stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill, 6 sinnum var staðan jöfn í fyrri hálfleik. Valur vann fyrsta leikhlutann 16-15 en í hálfleik var Valur með 6 stiga forystu, 37-31. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur en Sanja Orazovic jafnaði metin í 52-52 en KR skoraði síðustu körfu í þriðja leikhluta og var var með tveggja stiga forystu að honum loknum. Spennandi leikur í DHL-höllinni. Þegar tvær mínútur voru búnar af síðasta leikhlutanum var staðan jöfn, 58-58 en þá skoraði Valur 17 stig í röð á fimm mínútna kafla. KR skoraði aðeins 8 stig í lokafjórðungnum gegn 21 stigi Vals. Valur vann 77-62 og er með 6 stiga forystu á KR og Keflavík þegar 11 umferðir eru eftir. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Keflavík er líkt og KR 6 stigum á eftir þreföldum Íslandsmeisturum síðasta árs. Breiðablik skoraði fjögur fyrstu stigin í Keflavík, Danni Williams skoraði þau öll en hún skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Eftir 12 stig í röð var Keflavík allt of sterkt fyrir Breiðablik. Í hálfleik var munurinn 13 stig. Keflavík skoraði 21 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og vann að lokum með 30 stiga mun, 81-51. Danni Williams var langstigahæst hjá Breiðabliki með 29 stig, hinir Blikarnir skiptu 22 stigum á milli sín. Daniela Morillo skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tók 10 fráköst Mesta spennan í gærkvöldi var í Grindavík þegar Haukar mættu í Mustad höllina. Grindavík byrjaði betur, skoraði 10 af 12 fyrstu stigunum. Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af öðrum leikhluta náðu Haukar forystu í fyrsta sinn. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan 51-41 fyrir Hauka en Grindavík skoraði þá 17 stig í röð. Á skömmum tíma var Grindavík með 6 stiga forystu 57-51. Haukar náðu að stöðva áhlaupið og eftir 11 stig í röð var Hafnarfjarðarliðið með 11 stiga forystu. Tania Pierre-Marie hitti úr fyrra vítaskoti sínu og kom Grindavík tveimur stigum yfir en mínútu fyrir leikslok var brotið á Randi Brown, hún skoraði úr báðum sínum skotum. Brown skoraði 41 stig, hitti úr 11 af 19 vítaskotum sínum í leiknum. Jordan Reynolds var stigahæst hjá Grindavík, skoraði 25 stig. Hrund Skúladóttir átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Haukar tóku leikhlé þegar 4,6 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Brown dansaði á körfuhringnum, 64-64. Í framlengingunni reyndust Haukar sterkari og sigruðu 78-70. Haukar eru í 4. sæti með 22 stig, einum sigri á eftir KR og Keflavík. Skallagrímur getur náð Haukum að stigum með sigri á Snæfelli í kvöld. Grindavík er sem fyrr í neðsta sæti með 2 stig. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þar sem Valur, Haukar og Keflavík fögnuðu sigri í sínum leikjum. Arnar Björnsson tók saman leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni. Það var mikið undir þegar KR og Valur mættust í Domino´s deildinni í gærkvöldi. Fjórum stigum munaði á liðunum, í febrúar mætast þau í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar. KR byrjaði betur og var með fjögurra stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill, 6 sinnum var staðan jöfn í fyrri hálfleik. Valur vann fyrsta leikhlutann 16-15 en í hálfleik var Valur með 6 stiga forystu, 37-31. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur en Sanja Orazovic jafnaði metin í 52-52 en KR skoraði síðustu körfu í þriðja leikhluta og var var með tveggja stiga forystu að honum loknum. Spennandi leikur í DHL-höllinni. Þegar tvær mínútur voru búnar af síðasta leikhlutanum var staðan jöfn, 58-58 en þá skoraði Valur 17 stig í röð á fimm mínútna kafla. KR skoraði aðeins 8 stig í lokafjórðungnum gegn 21 stigi Vals. Valur vann 77-62 og er með 6 stiga forystu á KR og Keflavík þegar 11 umferðir eru eftir. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Keflavík er líkt og KR 6 stigum á eftir þreföldum Íslandsmeisturum síðasta árs. Breiðablik skoraði fjögur fyrstu stigin í Keflavík, Danni Williams skoraði þau öll en hún skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Eftir 12 stig í röð var Keflavík allt of sterkt fyrir Breiðablik. Í hálfleik var munurinn 13 stig. Keflavík skoraði 21 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og vann að lokum með 30 stiga mun, 81-51. Danni Williams var langstigahæst hjá Breiðabliki með 29 stig, hinir Blikarnir skiptu 22 stigum á milli sín. Daniela Morillo skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tók 10 fráköst Mesta spennan í gærkvöldi var í Grindavík þegar Haukar mættu í Mustad höllina. Grindavík byrjaði betur, skoraði 10 af 12 fyrstu stigunum. Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af öðrum leikhluta náðu Haukar forystu í fyrsta sinn. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan 51-41 fyrir Hauka en Grindavík skoraði þá 17 stig í röð. Á skömmum tíma var Grindavík með 6 stiga forystu 57-51. Haukar náðu að stöðva áhlaupið og eftir 11 stig í röð var Hafnarfjarðarliðið með 11 stiga forystu. Tania Pierre-Marie hitti úr fyrra vítaskoti sínu og kom Grindavík tveimur stigum yfir en mínútu fyrir leikslok var brotið á Randi Brown, hún skoraði úr báðum sínum skotum. Brown skoraði 41 stig, hitti úr 11 af 19 vítaskotum sínum í leiknum. Jordan Reynolds var stigahæst hjá Grindavík, skoraði 25 stig. Hrund Skúladóttir átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Haukar tóku leikhlé þegar 4,6 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Brown dansaði á körfuhringnum, 64-64. Í framlengingunni reyndust Haukar sterkari og sigruðu 78-70. Haukar eru í 4. sæti með 22 stig, einum sigri á eftir KR og Keflavík. Skallagrímur getur náð Haukum að stigum með sigri á Snæfelli í kvöld. Grindavík er sem fyrr í neðsta sæti með 2 stig.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum