Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. janúar 2020 12:00 Það kannast margir við að finna til syfju á löngum fundum eða fundum sem fólki finnst leiðinlegt á. Vísir/Getty Það hafa allir lent í þessu einhvern tímann: Okkur syfjar á fundi og við erum í vandræðum með að halda okkur vakandi. Innan um góða vini getur þetta verið fyndið. Á vinnufundi er þetta hins vegar frekar vandræðalegt. Mögulega er þetta þó algengari en mörgum grunar. Í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum og Everyday Health sagði frá kom í ljós að 40% fólks sofnar óafvitandi einhvern tímann yfir daginn. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar þó fyrst og fremst staðfestingu á að fólk er ekki að fá nægan svefn. Svipuð umræða hefur verið hér á landi. Sjá einnig: Ertu að fá nægan svefn? Sumir heimskunnir menn eru reyndar þekktir fyrir að sofna á fundum. Í umfjöllun BBC eru nokkrir tilgreindir og þar á meðal forsetaframbjóðandinn Joe Biden. En fyrst er að skoða hvaða aðstæður eru líklegastar til að orsaka syfjuna: Okkur er heitt og við vorum að borða Of mikið álag Við erum vansvefta Mættu stjórnendur og fyrirlesarar kannski velta því fyrir sér hvað veldur því að fundargestir sofna á fundum hjá þeim?Vísir/Getty Algeng ráð til að halda sér vakandi á fundum eru: 1. Taktu þátt í fundinum. Þetta er hægt með því að spyrja eða taka þátt í umræðum. Fyrir syfjað fólk er mælt með því að rétta upp hendi á fyrstu þremur mínútunum ef hægt er. Þannig verður fólk oftast þáttakendur í fundinum allt til enda. 2. Hjálpaðu öðrum að fá orðið. Sumir vilja ekki tala sjálfir en ein leið til að halda sér vakandi á fundum er að fylgjast með öðrum fundargestum og hjálpa þeim sem mögulega virðist ekki komast að. Þetta er hægt með því að láta vita að viðkomandi vilji fá orðið eða eigi eftir að segja eitthvað. 3. Augnsamband. Við erum auðvitað ekki að tala um að fólk stari á einhvern, en það getur hjálpað syfjuðu fólki að halda sér vakandi á fundum með því að reyna að ná augnsambandi við aðra fundarmenn á meðan á fundinum stendur. 4. Vertu með eitthvað í höndunum. Sumir grípa í síman og fara á samfélagsmiðla. Það vissulega heldur fólki vakandi en við þetta hverfur athyglin á því sem verið er að segja eða ræða um. Það er hins vegar góð leið að halda sér vakandi með því að vera með eitthvað í höndunum. Algeng dæmi eru til dæmis þegar fólk er að fitla við teygju eða bréfaklemmu. Sumum finnst gott að vera með penna og blað og krota á meðan hlustað er. 5. Fáðu þér vatnsopa. Vatnið hreinlega hressir alltaf þannig að það að fá sér vatnsopa virkar. Takið eftir því að á ráðstefnum og málþingum er oftast boðið upp á vatn í könnum. Tilviljun? Nei. Ef allt þrýtur og þú finnur svefninn hreinlega sækja fast að þér er ekkert nema að reyna að afsaka sig pent, skreppa örstutt á salernið og grípa kannski kaffibolla með þér áður en farið er aftur inn á fund. Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Það hafa allir lent í þessu einhvern tímann: Okkur syfjar á fundi og við erum í vandræðum með að halda okkur vakandi. Innan um góða vini getur þetta verið fyndið. Á vinnufundi er þetta hins vegar frekar vandræðalegt. Mögulega er þetta þó algengari en mörgum grunar. Í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum og Everyday Health sagði frá kom í ljós að 40% fólks sofnar óafvitandi einhvern tímann yfir daginn. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar þó fyrst og fremst staðfestingu á að fólk er ekki að fá nægan svefn. Svipuð umræða hefur verið hér á landi. Sjá einnig: Ertu að fá nægan svefn? Sumir heimskunnir menn eru reyndar þekktir fyrir að sofna á fundum. Í umfjöllun BBC eru nokkrir tilgreindir og þar á meðal forsetaframbjóðandinn Joe Biden. En fyrst er að skoða hvaða aðstæður eru líklegastar til að orsaka syfjuna: Okkur er heitt og við vorum að borða Of mikið álag Við erum vansvefta Mættu stjórnendur og fyrirlesarar kannski velta því fyrir sér hvað veldur því að fundargestir sofna á fundum hjá þeim?Vísir/Getty Algeng ráð til að halda sér vakandi á fundum eru: 1. Taktu þátt í fundinum. Þetta er hægt með því að spyrja eða taka þátt í umræðum. Fyrir syfjað fólk er mælt með því að rétta upp hendi á fyrstu þremur mínútunum ef hægt er. Þannig verður fólk oftast þáttakendur í fundinum allt til enda. 2. Hjálpaðu öðrum að fá orðið. Sumir vilja ekki tala sjálfir en ein leið til að halda sér vakandi á fundum er að fylgjast með öðrum fundargestum og hjálpa þeim sem mögulega virðist ekki komast að. Þetta er hægt með því að láta vita að viðkomandi vilji fá orðið eða eigi eftir að segja eitthvað. 3. Augnsamband. Við erum auðvitað ekki að tala um að fólk stari á einhvern, en það getur hjálpað syfjuðu fólki að halda sér vakandi á fundum með því að reyna að ná augnsambandi við aðra fundarmenn á meðan á fundinum stendur. 4. Vertu með eitthvað í höndunum. Sumir grípa í síman og fara á samfélagsmiðla. Það vissulega heldur fólki vakandi en við þetta hverfur athyglin á því sem verið er að segja eða ræða um. Það er hins vegar góð leið að halda sér vakandi með því að vera með eitthvað í höndunum. Algeng dæmi eru til dæmis þegar fólk er að fitla við teygju eða bréfaklemmu. Sumum finnst gott að vera með penna og blað og krota á meðan hlustað er. 5. Fáðu þér vatnsopa. Vatnið hreinlega hressir alltaf þannig að það að fá sér vatnsopa virkar. Takið eftir því að á ráðstefnum og málþingum er oftast boðið upp á vatn í könnum. Tilviljun? Nei. Ef allt þrýtur og þú finnur svefninn hreinlega sækja fast að þér er ekkert nema að reyna að afsaka sig pent, skreppa örstutt á salernið og grípa kannski kaffibolla með þér áður en farið er aftur inn á fund.
Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00