Krefjast rannsóknar á því hvort krónprins hafi hakkað Bezos Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 19:10 Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er sakaður um að hafa sent ríkasta manni heims spilliforrit sem var notað til að stela gögnum. Vísir/EPA Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sem hafa rannsakað morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi krefjast þess að rannsakað verði hvort að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi persónulega hakkað síma Jeff Bezos, stofnanda Amazon og eiganda Washington Post. Tölvuöryggissérfræðingur sem Bezos réði til að rannsaka hvernig bandarískt götublað komst yfir gögn úr snjallsíma hans sakaði Sáda um að hafa brotist inn í símann í fyrra. Breska blaðið The Guardian fullyrti í gær að spilliforrit sem var notað við gagnastuldinni hafi verið sent úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði í síma Bezos árið 2018. Sádar hafna ásökununum og segja þær „fjarstæðurkenndar“. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja þó ástæðu til að rannsaka ásakanirnar nánar. Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi SÞ sem rannsakar aftökur utan dóms og laga, og David Kaye, sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi, segja að skera verði úr um mögulega ábyrgð Salman krónprins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Upplýsingarnar sem við höfum fengið benda til mögulegrar aðildar krónprinsins í eftirlit með herra Bezos sem var liður í tilraunum til að hafa áhrif á, ef ekki til að þagga niður í, umfjöllun Washington Post um Sádi-Arabíu,“ segja þau Callamard og Kaye í sameiginlegri yfirlýsingu. Telja þau ásakanirnar nú skjóta frekari stoðum undir fyrri fréttir um að fylgst sé markvisst með þeim sem sádi-arabísk stjórnvöld telja andstæðinga sína. Gögnum úr síma Bezos lekið til götublaðs Washington Post hefur fjallað gagnrýnið um málefni Sádi-Arabíu og var Jamal Khashoggi pistlahöfundur hjá blaðinu þar til hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Sádar þóttust framan af ekkert vita um afdrif blaðamannsins en viðurkenndu að lokum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Lík Khashoggi hefur aldrei fundist. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Sími Bezos var hakkaður um fimm mánuðum áður en Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofunni í Tyrklandi. Callamard og Kaye segja að umfangsmikil og leynileg herferð hafi verið í gangi gegn Bezos og Amazon á netinu, að því er virðist vegna eignarhalds hans á Washington Post. Sími Khashoggi var hakkaður um svipað leyti og Bezos. Gögnum úr síma Bezos, þar á meðal viðkvæmum myndum, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquierer í febrúar í fyrra. Það birti í kjölfarið umfjöllun um framhjáhald Bezos sem leiddi til þess að hann skildi við eiginkonu sína til aldarfjórðungs. Amazon Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44 Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sem hafa rannsakað morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi krefjast þess að rannsakað verði hvort að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi persónulega hakkað síma Jeff Bezos, stofnanda Amazon og eiganda Washington Post. Tölvuöryggissérfræðingur sem Bezos réði til að rannsaka hvernig bandarískt götublað komst yfir gögn úr snjallsíma hans sakaði Sáda um að hafa brotist inn í símann í fyrra. Breska blaðið The Guardian fullyrti í gær að spilliforrit sem var notað við gagnastuldinni hafi verið sent úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði í síma Bezos árið 2018. Sádar hafna ásökununum og segja þær „fjarstæðurkenndar“. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja þó ástæðu til að rannsaka ásakanirnar nánar. Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi SÞ sem rannsakar aftökur utan dóms og laga, og David Kaye, sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi, segja að skera verði úr um mögulega ábyrgð Salman krónprins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Upplýsingarnar sem við höfum fengið benda til mögulegrar aðildar krónprinsins í eftirlit með herra Bezos sem var liður í tilraunum til að hafa áhrif á, ef ekki til að þagga niður í, umfjöllun Washington Post um Sádi-Arabíu,“ segja þau Callamard og Kaye í sameiginlegri yfirlýsingu. Telja þau ásakanirnar nú skjóta frekari stoðum undir fyrri fréttir um að fylgst sé markvisst með þeim sem sádi-arabísk stjórnvöld telja andstæðinga sína. Gögnum úr síma Bezos lekið til götublaðs Washington Post hefur fjallað gagnrýnið um málefni Sádi-Arabíu og var Jamal Khashoggi pistlahöfundur hjá blaðinu þar til hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Sádar þóttust framan af ekkert vita um afdrif blaðamannsins en viðurkenndu að lokum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Lík Khashoggi hefur aldrei fundist. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Sími Bezos var hakkaður um fimm mánuðum áður en Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofunni í Tyrklandi. Callamard og Kaye segja að umfangsmikil og leynileg herferð hafi verið í gangi gegn Bezos og Amazon á netinu, að því er virðist vegna eignarhalds hans á Washington Post. Sími Khashoggi var hakkaður um svipað leyti og Bezos. Gögnum úr síma Bezos, þar á meðal viðkvæmum myndum, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquierer í febrúar í fyrra. Það birti í kjölfarið umfjöllun um framhjáhald Bezos sem leiddi til þess að hann skildi við eiginkonu sína til aldarfjórðungs.
Amazon Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44 Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44
Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00
Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent