Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2020 16:18 Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum. Leitarleiðangur þriggja skipa undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sá torfur norður af Hornströndum og Húnaflóa. „Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri í samtali við fréttastofu nú um miðjan dag en Árni Friðriksson var þá að koma í höfn á Ísafirði. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri loðnuleitarinnarStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við sáum eitthvað af loðnu vestur af Kolbeinseyjarhrygg,“ sagði fiskifræðingurinn en loðna sást á svæði um það bil þrjátíu mílur vestur af Kolbeinseyjarhrygg og að Kögurgrunni. Þar vestur af er ís á dreif. Birkir sagði þetta mestu loðnuna sem þeir hefðu séð til þessa í leiðangrinum og fyrstu eiginlegu loðnutorfurnar. Hann taldi samt ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni. Staðan væri óbreytt en spyrja þyrfti að leikslokum. Á fjórða tímanum í dag voru skipin þrjú ýmist komin í var undan veðrinu eða á leið í var. Sjá mátti Árna Friðriksson, ljósbláan, í höfn á Ísafirði. Hákon EA, táknaður með bleikum lit, var í mynni Skutulsfjarðar. Polar Amaroq, táknaður með gulum lit, var að nálgast mynni Ísafjarðardjúps.Mynd/Hafrannsóknastofnun. „Við erum að leggja að á Ísafirði, komnir í var. Það er orðið óvinnandi hérna úti,“ sagði Birkir og gerði ráð fyrir að þeir þyrftu að bíða af sér veðrið næstu tvo sólarhringa. Veðurútlitið væri þannig að vart yrði farið út aftur fyrr en á föstudag. Þá yrði haldið áfram að kanna Vestfjarðamið vestur fyrir Víkurál í þessari umferð. Í febrúar væri svo stefnt að því að fara í annan leiðangur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um leiðangurinn þegar lagt var af stað í byrjun síðustu viku: Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Loðnuleiðangurinn á hraðri siglingu í átt til Vestfjarða Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti. 21. janúar 2020 13:07 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Stutt hlé gert á loðnuleitinni meðan stormur gengur yfir Leiðangursstjórinn segir mjög lítið hafa sést af loðnu, aðeins hrafl eða smátorfur á stangli en hvergi neitt verulegt magn. Hann telur að loðnan sé ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. 20. janúar 2020 11:10 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum. Leitarleiðangur þriggja skipa undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sá torfur norður af Hornströndum og Húnaflóa. „Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri í samtali við fréttastofu nú um miðjan dag en Árni Friðriksson var þá að koma í höfn á Ísafirði. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri loðnuleitarinnarStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við sáum eitthvað af loðnu vestur af Kolbeinseyjarhrygg,“ sagði fiskifræðingurinn en loðna sást á svæði um það bil þrjátíu mílur vestur af Kolbeinseyjarhrygg og að Kögurgrunni. Þar vestur af er ís á dreif. Birkir sagði þetta mestu loðnuna sem þeir hefðu séð til þessa í leiðangrinum og fyrstu eiginlegu loðnutorfurnar. Hann taldi samt ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni. Staðan væri óbreytt en spyrja þyrfti að leikslokum. Á fjórða tímanum í dag voru skipin þrjú ýmist komin í var undan veðrinu eða á leið í var. Sjá mátti Árna Friðriksson, ljósbláan, í höfn á Ísafirði. Hákon EA, táknaður með bleikum lit, var í mynni Skutulsfjarðar. Polar Amaroq, táknaður með gulum lit, var að nálgast mynni Ísafjarðardjúps.Mynd/Hafrannsóknastofnun. „Við erum að leggja að á Ísafirði, komnir í var. Það er orðið óvinnandi hérna úti,“ sagði Birkir og gerði ráð fyrir að þeir þyrftu að bíða af sér veðrið næstu tvo sólarhringa. Veðurútlitið væri þannig að vart yrði farið út aftur fyrr en á föstudag. Þá yrði haldið áfram að kanna Vestfjarðamið vestur fyrir Víkurál í þessari umferð. Í febrúar væri svo stefnt að því að fara í annan leiðangur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um leiðangurinn þegar lagt var af stað í byrjun síðustu viku:
Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Loðnuleiðangurinn á hraðri siglingu í átt til Vestfjarða Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti. 21. janúar 2020 13:07 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Stutt hlé gert á loðnuleitinni meðan stormur gengur yfir Leiðangursstjórinn segir mjög lítið hafa sést af loðnu, aðeins hrafl eða smátorfur á stangli en hvergi neitt verulegt magn. Hann telur að loðnan sé ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. 20. janúar 2020 11:10 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Loðnuleiðangurinn á hraðri siglingu í átt til Vestfjarða Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti. 21. janúar 2020 13:07
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Stutt hlé gert á loðnuleitinni meðan stormur gengur yfir Leiðangursstjórinn segir mjög lítið hafa sést af loðnu, aðeins hrafl eða smátorfur á stangli en hvergi neitt verulegt magn. Hann telur að loðnan sé ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. 20. janúar 2020 11:10