Slátrið og pungarnir Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 22. janúar 2020 11:00 Vísir sagði frá því á mánudag að KR-ingar og velunnarar hafi þjófstartað Þorranum með blóti þar sem gestir hafi hámað í sig slátrið og pungana. ÍR-ingar tóku Þorrann líka snemma og skemmtu Breiðhyltingar sér stórvel um helgina með sínu hefðbundna blóti. Með Þorranum sem hefst nú á bóndadag, koma enn fleiri þorrablót þar sem við komum saman og skemmtum okkur í góðra vina hópi. Í Reykjavík hefur myndast hefð fyrir því að íþróttafélögin standi fyrir þorrablótum, sem lið í fjáröflun sinni. Hvert og eitt félaganna vill leggja metnað í góðan matseðil og flott skemmtiatriði, til að allir geti nú átt hið besta blót. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að matseðill þorrablóta varð fjölbreyttari en áður. Í bland við hinn hefðbundna þorramat; hangikjöt, sviðasultu, súrsað kjöt og hákarl er farið að bjóða upp á nauta- eða lambakjöt í bland. Jafnvel grænmetisrétti. Þorrablótsnefndir kappkosta við að bjóða upp á fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir þessum hefðbundnari þorramat til að allir geti nú farið sáttir heim. Þegar skemmtiatriði blótanna eru skoðuð virðast þau eftir að fara í gegnum viðlíka endurskoðun. Í mörg ár hafa borist kvartanir um því hve fáar konur eru bókaðar til að skemmta á þorrabótum. Skiptir þar engu hvort horft sé til veislustjóra, uppistandara eða tónlistarfólks. Algengt hefur verið að öll skemmtiatriði kvöldsins hafi verið karlar og heldur það áfram þetta árið, sé litið til dagskrár þorrablóta íþróttafélaga í Reykjavík. Fimm íþróttafélög Reykjavíkur hafa auglýst eða haldið þorrablótin sín í ár; ÍR, KR, Fjölnir, Víkingur og Fram. Á auglýsingum þessara íþróttafélaga koma fram 20 skemmtiatriði, ýmist einstaklingar eða hljómsveitir. Af þessum 20 skemmtiatriðum eru 14 karlmenn eða hljómsveitir skipaðar karlmönnum og sex konur. Fjölni tekst mjög vel að sýna hversu lítið mál það er að finna skemmtilegar konur og býður upp á fjórar af þessum sex á sínu blóti. Þar munu Margrét Eir, Sigga Beinteins, Regína Ósk og Ragga Gísla halda stuðinu uppi, ásamt þeim Ingó, Steinda Jr. og Auðunni Blöndal. Víkingur býður upp á jafnt kynjahlutfall með Sögu Garðars og Stuðlabandinu. Fram auglýsir eina konu og þrjá karla. Tvö af stærstu félögunum, fyrrnefnd KR og ÍR auglýstu sjö skemmtiatriði sem einkenndust svolítið af því að boðið hafi bara verið upp á slátur og punga, þar sem einungis karlar voru auglýstir. Kynjamisrétti hefur, því miður, birst í starfi íþróttafélaganna. Þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum óskaði ég eftir ítarlegri úttekt á jafnréttismálum í íþróttafélögum í Reykjavík. Í þeirri vinnu kom fram að flestum íþróttafélögunum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda hefðu allir klausu um jafnrétti í stefnum sínum. Árið 2018 var í fréttum RÚV fjallað um rannsókn um umgjörð og aðbúnað fótboltaliða í efstu deild karla og kvenna. Niðurstöðurnar voru sláandi, enda birtist misréttið t.d. í aðgengi að þjálfurum, æfingatímum, búningaklefum, æfingasvæðum og útgjöldum í markaðssetningum. Svo er erfitt að ræða um þetta málefni án þess að minnast á alvarlegu brotin sem við lásum um í frásögnum íþróttakvenna í MeToo-byltingunni 2017. Umræðan um kynjamisréttið í íþróttastarfi hefur sem betur fer fengið aukið vægi, sérstaklega þegar kemur að starfi yngri flokka. Í samstarfssamningi Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur fram að íþróttafélögin bjóða eigi upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn. Félögin skuli hafa virka jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Þá verður haldin ráðstefna í Laugardalshöll á morgun, í tengslum við Reykjavík International Games, þar sem rætt verður um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum. En ef mönnum er alvara með að ná jafnrétti, verður það þá ekki að eiga alls staðar við? Það er greinilega auðvelt að detta í gamla gírinn, þar sem gleymt er að hugsa að fjölbreytni og því að bjóða ekki einvörðungu upp á slátur og súrsaða hrútspunga. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Jafnréttismál Reykjavík Þorrablót Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Vísir sagði frá því á mánudag að KR-ingar og velunnarar hafi þjófstartað Þorranum með blóti þar sem gestir hafi hámað í sig slátrið og pungana. ÍR-ingar tóku Þorrann líka snemma og skemmtu Breiðhyltingar sér stórvel um helgina með sínu hefðbundna blóti. Með Þorranum sem hefst nú á bóndadag, koma enn fleiri þorrablót þar sem við komum saman og skemmtum okkur í góðra vina hópi. Í Reykjavík hefur myndast hefð fyrir því að íþróttafélögin standi fyrir þorrablótum, sem lið í fjáröflun sinni. Hvert og eitt félaganna vill leggja metnað í góðan matseðil og flott skemmtiatriði, til að allir geti nú átt hið besta blót. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að matseðill þorrablóta varð fjölbreyttari en áður. Í bland við hinn hefðbundna þorramat; hangikjöt, sviðasultu, súrsað kjöt og hákarl er farið að bjóða upp á nauta- eða lambakjöt í bland. Jafnvel grænmetisrétti. Þorrablótsnefndir kappkosta við að bjóða upp á fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir þessum hefðbundnari þorramat til að allir geti nú farið sáttir heim. Þegar skemmtiatriði blótanna eru skoðuð virðast þau eftir að fara í gegnum viðlíka endurskoðun. Í mörg ár hafa borist kvartanir um því hve fáar konur eru bókaðar til að skemmta á þorrabótum. Skiptir þar engu hvort horft sé til veislustjóra, uppistandara eða tónlistarfólks. Algengt hefur verið að öll skemmtiatriði kvöldsins hafi verið karlar og heldur það áfram þetta árið, sé litið til dagskrár þorrablóta íþróttafélaga í Reykjavík. Fimm íþróttafélög Reykjavíkur hafa auglýst eða haldið þorrablótin sín í ár; ÍR, KR, Fjölnir, Víkingur og Fram. Á auglýsingum þessara íþróttafélaga koma fram 20 skemmtiatriði, ýmist einstaklingar eða hljómsveitir. Af þessum 20 skemmtiatriðum eru 14 karlmenn eða hljómsveitir skipaðar karlmönnum og sex konur. Fjölni tekst mjög vel að sýna hversu lítið mál það er að finna skemmtilegar konur og býður upp á fjórar af þessum sex á sínu blóti. Þar munu Margrét Eir, Sigga Beinteins, Regína Ósk og Ragga Gísla halda stuðinu uppi, ásamt þeim Ingó, Steinda Jr. og Auðunni Blöndal. Víkingur býður upp á jafnt kynjahlutfall með Sögu Garðars og Stuðlabandinu. Fram auglýsir eina konu og þrjá karla. Tvö af stærstu félögunum, fyrrnefnd KR og ÍR auglýstu sjö skemmtiatriði sem einkenndust svolítið af því að boðið hafi bara verið upp á slátur og punga, þar sem einungis karlar voru auglýstir. Kynjamisrétti hefur, því miður, birst í starfi íþróttafélaganna. Þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum óskaði ég eftir ítarlegri úttekt á jafnréttismálum í íþróttafélögum í Reykjavík. Í þeirri vinnu kom fram að flestum íþróttafélögunum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda hefðu allir klausu um jafnrétti í stefnum sínum. Árið 2018 var í fréttum RÚV fjallað um rannsókn um umgjörð og aðbúnað fótboltaliða í efstu deild karla og kvenna. Niðurstöðurnar voru sláandi, enda birtist misréttið t.d. í aðgengi að þjálfurum, æfingatímum, búningaklefum, æfingasvæðum og útgjöldum í markaðssetningum. Svo er erfitt að ræða um þetta málefni án þess að minnast á alvarlegu brotin sem við lásum um í frásögnum íþróttakvenna í MeToo-byltingunni 2017. Umræðan um kynjamisréttið í íþróttastarfi hefur sem betur fer fengið aukið vægi, sérstaklega þegar kemur að starfi yngri flokka. Í samstarfssamningi Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur fram að íþróttafélögin bjóða eigi upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn. Félögin skuli hafa virka jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Þá verður haldin ráðstefna í Laugardalshöll á morgun, í tengslum við Reykjavík International Games, þar sem rætt verður um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum. En ef mönnum er alvara með að ná jafnrétti, verður það þá ekki að eiga alls staðar við? Það er greinilega auðvelt að detta í gamla gírinn, þar sem gleymt er að hugsa að fjölbreytni og því að bjóða ekki einvörðungu upp á slátur og súrsaða hrútspunga. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun