Hvers vegna ættum við að grípa til aðgerða? Bjarni Halldór Janusson skrifar 22. janúar 2020 09:00 Það leikur enginn vafi á því að verulegar loftslagsbreytingar hafa átt sér stað síðustu ár og áratugi. Frá aldamótum hafa þessar breytingar þótt sérstaklega áberandi og fréttir undanfarinna ára gefa ákveðna vísbendingu um alvarleika þeirra. Ríki hafa skuldbundið sig til að stemma stigu við hlýnun jarðar og kauphegðun neytenda hefur tekið breytingum samhliða aukinni vitundarvakningu. Vandinn er þó sá að oft fylgja framkvæmdir ekki fyrirheitum. Við erum gjarnan unnendur náttúrunnar í orði en ekki á borði. Þegar við loks grípum til aðgerða þá er það jafnvel orðið of seint. Það er ákveðin þversögn fólgin í því að grípa fyrst til aðgerða eftir að vandinn verður sýnilegur, líkt og einkennir viðbrögð okkar við hnattrænni hlýnun. Í besta falli munum við koma í veg fyrir mikla hlýnun jarðar, en þyrftum þó alltaf að umbera nokkra hlýnun. Við getum hæglega komið í veg fyrir að meðalhitastig jarðar hækki um tvær gráður eða svo, en getum þó enn komið í veg fyrir hið allra versta. Það er engin uppgjöf fólgin í því að viðurkenna þessa staðreynd. Þvert á móti ætti þetta að hvetja okkur til að gera enn betur í þeim málum sem við höfum áður vanrækt, svo sem í umhverfis- og loftslagsmálum. Að vísu er sá vandi fyrir hendi að ákveðnir stjórnmálamenn hafa enn efasemdir um það hvort nýlegar breytingar séu ónáttúrulegar. Röksemdafærsla þeirra er gjarnan sú að við ættum ekki að grípa til aðgerða vegna þess að loftslagsbreytingarnar eru náttúrulegar og ekki af mannavöldum. Við skulum rýna aðeins betur í þessa röksemdafærslu. Þessi röksemdafærsla er áhugaverð fyrir þær sakir að hún er afar veikburða þrátt fyrir að vera nokkuð algeng meðal efasemdarfólks og afneitunarsinna. Margir þeirra viðurkenna að loftslagsbreytingar séu vissulega að eiga sér stað – og hafi átt sér stað að undanförnu – en að um birtingarmynd náttúrulegra sveiflna sé að ræða. Þeir andmæla rökstuddri afstöðu nær allra vísindamanna sem staðhæfa að nýlegar breytingar megi rekja til aukinna áhrifa manna á umhverfi og vistkerfi jarðar (sjá hér, hér og hér). Þetta efasemdarfólk fullyrðir enn fremur að samfélög hafi ekki rétt til að eyða fúlgum fjár, takmörkuðum fjármunum ríkissjóðs, til að stemma stigu við hlýnun jarðar. Það sem þessa röksemdafærslu skortir er nákvæm skýring á því hvers vegna ríki ættu ekki að grípa til neinna aðgerða. Þó svo að loftslagsbreytingarnar væru náttúrulegar (sem þær eru þó ekki) þá væri alveg jafn skynsamlegt og réttlætanlegt að grípa til aðgerða. Við andmælum varla framþróun lyfja- og læknavísinda vegna þess að þau reyna oft að leysa ákveðin vandamál sem fylgja náttúrulegum gangi lífsins. Það væri órökrétt að halda því fram að fólk ætti ekki að bólusetja sig eða taka lyf við hinum ýmsu kvillum og sjúkdómum eingöngu vegna þess að það er náttúrulegt að veikjast og gefa upp öndina að lokum. Þvert á móti bjóðum við dauðanum birginn og reynum eftir fremstu getu að bæta lífsgæði sjúklinga og framlengja líf manna. Við vitum að auðlindir jarðar eru takmarkaðar og jarðefnaeldsneyti er engin undantekning þar. Þess vegna hljótum við að vilja reiða okkur á endurnýjanlega orkugjafa í auknum mæli. Við vitum jafnframt að loftslagsbreytingar hafa valdið og munu valda gífurlegum flóttamannastraumi. Við vitum hvernig þær eyða landi, valda vatnsskorti og ógna matvælaöryggi. Við þekkjum áhrif breytinganna á vistkerfi jarðar og svo framvegis. Eigum við að láta þessi vandamál alveg vera? Meira að segja þeir sem telja breytingarnar náttúrulegar hljóta að vilja grípa til einhverra aðgerða. Hvort sem það er af mannúðarástæðum, vegna þess að þeim er annt um umhverfið og vistkerfi jarðar, eða því þeir hafa áhyggjur af samfélags- og efnahagslegum afleiðingum þess ef ekkert er gert. Er efasemdarfólkið eitthvað sérstaklega á móti því að gera samfélög heimsins sjálfbærari? Er það eitthvað sérstaklega á móti því að samfélög heimsins reiði sig á endurnýjanlega orkugjafa í stað takmarkaðra auðlinda? Það væri varla á móti því að tryggja matvælaöryggi, bregðast við vatnsskorti og eyðingu lands ef það vissi hve mörg mannslíf væru í húfi. Ef þetta efasemdarfólk fengi að upplifa verstu aðstæður utan vestrænna ríkja væri það líklega ekki á móti því að vernda umhverfið, sjá til þess að hitastigið sé viðráðanlegt og tryggja að loftið sé eins ómengað og hugsast getur. Ef það glatar þeim þægindum sem fylgja lifnaðarháttum allflestra vestrænna ríkja þá sæi það hve mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa á hversdagslíf fólks. Það er ekkert sem bendir til þess að viðbrögð okkar ættu að vera öðruvísi þó sannað yrði að loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum (ég ítreka enn og aftur að þær eru vissulega af mannavöldum). Við eigum ekki að eyða takmörkuðum tíma okkar og orku í að rökræða hvort breytingarnar séu náttúrulegar eða ekki, því það hefur hvort eð er ekkert um viðbrögð okkar að segja. Staðreyndin er sú að miklar breytingar eiga sér stað um þessar mundir og þær ógna tilveru dýra og manna sem neyðast til þess að aðlagast breytingunum með sársaukafullum hætti eða flýja heimkynni sín. Aðgerðarleysi í þessum efnum brýtur einfaldlega í bága við þær siðferðislegu skyldur sem við berum gagnvart umhverfinu sjálfu, framtíðarkynslóðum og öðru mannfólki. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Rómur Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Það leikur enginn vafi á því að verulegar loftslagsbreytingar hafa átt sér stað síðustu ár og áratugi. Frá aldamótum hafa þessar breytingar þótt sérstaklega áberandi og fréttir undanfarinna ára gefa ákveðna vísbendingu um alvarleika þeirra. Ríki hafa skuldbundið sig til að stemma stigu við hlýnun jarðar og kauphegðun neytenda hefur tekið breytingum samhliða aukinni vitundarvakningu. Vandinn er þó sá að oft fylgja framkvæmdir ekki fyrirheitum. Við erum gjarnan unnendur náttúrunnar í orði en ekki á borði. Þegar við loks grípum til aðgerða þá er það jafnvel orðið of seint. Það er ákveðin þversögn fólgin í því að grípa fyrst til aðgerða eftir að vandinn verður sýnilegur, líkt og einkennir viðbrögð okkar við hnattrænni hlýnun. Í besta falli munum við koma í veg fyrir mikla hlýnun jarðar, en þyrftum þó alltaf að umbera nokkra hlýnun. Við getum hæglega komið í veg fyrir að meðalhitastig jarðar hækki um tvær gráður eða svo, en getum þó enn komið í veg fyrir hið allra versta. Það er engin uppgjöf fólgin í því að viðurkenna þessa staðreynd. Þvert á móti ætti þetta að hvetja okkur til að gera enn betur í þeim málum sem við höfum áður vanrækt, svo sem í umhverfis- og loftslagsmálum. Að vísu er sá vandi fyrir hendi að ákveðnir stjórnmálamenn hafa enn efasemdir um það hvort nýlegar breytingar séu ónáttúrulegar. Röksemdafærsla þeirra er gjarnan sú að við ættum ekki að grípa til aðgerða vegna þess að loftslagsbreytingarnar eru náttúrulegar og ekki af mannavöldum. Við skulum rýna aðeins betur í þessa röksemdafærslu. Þessi röksemdafærsla er áhugaverð fyrir þær sakir að hún er afar veikburða þrátt fyrir að vera nokkuð algeng meðal efasemdarfólks og afneitunarsinna. Margir þeirra viðurkenna að loftslagsbreytingar séu vissulega að eiga sér stað – og hafi átt sér stað að undanförnu – en að um birtingarmynd náttúrulegra sveiflna sé að ræða. Þeir andmæla rökstuddri afstöðu nær allra vísindamanna sem staðhæfa að nýlegar breytingar megi rekja til aukinna áhrifa manna á umhverfi og vistkerfi jarðar (sjá hér, hér og hér). Þetta efasemdarfólk fullyrðir enn fremur að samfélög hafi ekki rétt til að eyða fúlgum fjár, takmörkuðum fjármunum ríkissjóðs, til að stemma stigu við hlýnun jarðar. Það sem þessa röksemdafærslu skortir er nákvæm skýring á því hvers vegna ríki ættu ekki að grípa til neinna aðgerða. Þó svo að loftslagsbreytingarnar væru náttúrulegar (sem þær eru þó ekki) þá væri alveg jafn skynsamlegt og réttlætanlegt að grípa til aðgerða. Við andmælum varla framþróun lyfja- og læknavísinda vegna þess að þau reyna oft að leysa ákveðin vandamál sem fylgja náttúrulegum gangi lífsins. Það væri órökrétt að halda því fram að fólk ætti ekki að bólusetja sig eða taka lyf við hinum ýmsu kvillum og sjúkdómum eingöngu vegna þess að það er náttúrulegt að veikjast og gefa upp öndina að lokum. Þvert á móti bjóðum við dauðanum birginn og reynum eftir fremstu getu að bæta lífsgæði sjúklinga og framlengja líf manna. Við vitum að auðlindir jarðar eru takmarkaðar og jarðefnaeldsneyti er engin undantekning þar. Þess vegna hljótum við að vilja reiða okkur á endurnýjanlega orkugjafa í auknum mæli. Við vitum jafnframt að loftslagsbreytingar hafa valdið og munu valda gífurlegum flóttamannastraumi. Við vitum hvernig þær eyða landi, valda vatnsskorti og ógna matvælaöryggi. Við þekkjum áhrif breytinganna á vistkerfi jarðar og svo framvegis. Eigum við að láta þessi vandamál alveg vera? Meira að segja þeir sem telja breytingarnar náttúrulegar hljóta að vilja grípa til einhverra aðgerða. Hvort sem það er af mannúðarástæðum, vegna þess að þeim er annt um umhverfið og vistkerfi jarðar, eða því þeir hafa áhyggjur af samfélags- og efnahagslegum afleiðingum þess ef ekkert er gert. Er efasemdarfólkið eitthvað sérstaklega á móti því að gera samfélög heimsins sjálfbærari? Er það eitthvað sérstaklega á móti því að samfélög heimsins reiði sig á endurnýjanlega orkugjafa í stað takmarkaðra auðlinda? Það væri varla á móti því að tryggja matvælaöryggi, bregðast við vatnsskorti og eyðingu lands ef það vissi hve mörg mannslíf væru í húfi. Ef þetta efasemdarfólk fengi að upplifa verstu aðstæður utan vestrænna ríkja væri það líklega ekki á móti því að vernda umhverfið, sjá til þess að hitastigið sé viðráðanlegt og tryggja að loftið sé eins ómengað og hugsast getur. Ef það glatar þeim þægindum sem fylgja lifnaðarháttum allflestra vestrænna ríkja þá sæi það hve mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa á hversdagslíf fólks. Það er ekkert sem bendir til þess að viðbrögð okkar ættu að vera öðruvísi þó sannað yrði að loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum (ég ítreka enn og aftur að þær eru vissulega af mannavöldum). Við eigum ekki að eyða takmörkuðum tíma okkar og orku í að rökræða hvort breytingarnar séu náttúrulegar eða ekki, því það hefur hvort eð er ekkert um viðbrögð okkar að segja. Staðreyndin er sú að miklar breytingar eiga sér stað um þessar mundir og þær ógna tilveru dýra og manna sem neyðast til þess að aðlagast breytingunum með sársaukafullum hætti eða flýja heimkynni sín. Aðgerðarleysi í þessum efnum brýtur einfaldlega í bága við þær siðferðislegu skyldur sem við berum gagnvart umhverfinu sjálfu, framtíðarkynslóðum og öðru mannfólki. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun