Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2020 19:03 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu skelfilega í leiknum í kvöld og lentu 7-0 undir eftir nokkrar mínútur. Algjörlega hörmuleg byrjun sem varð til þess að Ísland tapaði leikum. „Ég hef ekki skýringu á því og þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða lið. Byrjunin var okkur til skammar,“ sagði hundfúll Guðmundur í leikslok. „Við gerðum okkur seka um ótrúlega hluti. Mjög daprar línusendingar sem voru hirtar af okkur og þeir fóru í hraðaupphlaup. Boltinn fékk ekki að vinna neitt. Við komum ekki nægilega grimmir hvorki í vörn né sókn.“ Hann segir að þetta hafi breyst til muna í síðari hálfleik. „Við gerum mjög miklar breytingar á liðinu og náum hægt og sígandi vinna okkur inn í þetta. Þetta var mjög erfitt en ég sagði við þá í hálfleik að þetta snérist um eitt mark í einu og við vildum fá þá agressífari í vörninni.“ „Við fórum lengra út í þá í seinni hálfleik og náum að brjóta þá niður sóknarlega. Þar fyrir utan var sóknarleikurinn frábær í síðari hálfleik. Við vinnum síðari hálfleikinn með fjórum mörkum en við færum þeim forskot í fyrri hálfleik sem var alveg ömurlegt. Ég er drullusvekktur.“ Hann er ánægður með innkomu yngri leikmanna sem komu inn af bekknum og tóku við keflinu. „Þeir sem koma inn af bekknum svara kallinu frábærlega. Viktor Gísli með stórkostlega markvörslu, varnarleikurinn var frábær og þeir skora ellefu mörk. Við spilum af skynsemi í sókninni og gáfum okkur tíma. Við ætluðum alltaf að spila það í upphafi en það var ekki framkvæmt.“ „Þeir sem spiluðu síðustu 40 mínúturnar eiga hrós skilið og ég er stoltur af þeim. Þeir gerðu þetta frábærlega. Við tökum það með ykkur. Það þýðir ekkert að vera í neinu volæði og við þurfm að fara í þennan Svíaleik af fullum krafti,“ sagði þjálfarinn í leikslok. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu skelfilega í leiknum í kvöld og lentu 7-0 undir eftir nokkrar mínútur. Algjörlega hörmuleg byrjun sem varð til þess að Ísland tapaði leikum. „Ég hef ekki skýringu á því og þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða lið. Byrjunin var okkur til skammar,“ sagði hundfúll Guðmundur í leikslok. „Við gerðum okkur seka um ótrúlega hluti. Mjög daprar línusendingar sem voru hirtar af okkur og þeir fóru í hraðaupphlaup. Boltinn fékk ekki að vinna neitt. Við komum ekki nægilega grimmir hvorki í vörn né sókn.“ Hann segir að þetta hafi breyst til muna í síðari hálfleik. „Við gerum mjög miklar breytingar á liðinu og náum hægt og sígandi vinna okkur inn í þetta. Þetta var mjög erfitt en ég sagði við þá í hálfleik að þetta snérist um eitt mark í einu og við vildum fá þá agressífari í vörninni.“ „Við fórum lengra út í þá í seinni hálfleik og náum að brjóta þá niður sóknarlega. Þar fyrir utan var sóknarleikurinn frábær í síðari hálfleik. Við vinnum síðari hálfleikinn með fjórum mörkum en við færum þeim forskot í fyrri hálfleik sem var alveg ömurlegt. Ég er drullusvekktur.“ Hann er ánægður með innkomu yngri leikmanna sem komu inn af bekknum og tóku við keflinu. „Þeir sem koma inn af bekknum svara kallinu frábærlega. Viktor Gísli með stórkostlega markvörslu, varnarleikurinn var frábær og þeir skora ellefu mörk. Við spilum af skynsemi í sókninni og gáfum okkur tíma. Við ætluðum alltaf að spila það í upphafi en það var ekki framkvæmt.“ „Þeir sem spiluðu síðustu 40 mínúturnar eiga hrós skilið og ég er stoltur af þeim. Þeir gerðu þetta frábærlega. Við tökum það með ykkur. Það þýðir ekkert að vera í neinu volæði og við þurfm að fara í þennan Svíaleik af fullum krafti,“ sagði þjálfarinn í leikslok.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30
Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45
Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46