„Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 13:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. Hann greindist með eitrunina á Norðurlandi. Eiturefnið sem bótúlismabakterían framleiðir er eitt það virkasta sem til er, að sögn sóttvarnalæknis. Sjá einnig: Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömun sem leitt geta til dauða. Íslendingurinn greindist 18. janúar síðastliðinn en fyrstu einkenni komu fram sex dögum fyrr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem greindist liggi nú veikur inni á spítala. „Eiturefnið sem þessi baktería framleiðir er eitt virkasta eiturefni sem til er og það þarf sáralítið af þessu til að valda þessum áhrifum,“ segir Þórólfur. Umrædd áhrif eru einkum „hratt vaxandi“ lömun, að því er segir á vef landlæknisembættisins. „Og þessir einstaklingar þurfa oft að vera í öndunarvélum mjög lengi á meðan áhrifin ganga yfir,“ segir Þórólfur. Annars geti veikindin af völdum bakteríunnar leitt til dauða. Rannsakað í útlöndum Eins og segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu um málið bendir ekkert til þess í rannsókn sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Þá hefur eitrunarinnar ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Ekkert liggur enn fyrir um það úr hvaða matvælum bakterían barst. Rannsókn á upprunanum stendur enn yfir en senda þarf sýni til útlanda til rannsóknar. „Það getur tekið viku að fá úr því, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvernig sjúklingurinn smitaðist en öðrum ætti þó ekki að vera hætta búin. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. Hann greindist með eitrunina á Norðurlandi. Eiturefnið sem bótúlismabakterían framleiðir er eitt það virkasta sem til er, að sögn sóttvarnalæknis. Sjá einnig: Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömun sem leitt geta til dauða. Íslendingurinn greindist 18. janúar síðastliðinn en fyrstu einkenni komu fram sex dögum fyrr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem greindist liggi nú veikur inni á spítala. „Eiturefnið sem þessi baktería framleiðir er eitt virkasta eiturefni sem til er og það þarf sáralítið af þessu til að valda þessum áhrifum,“ segir Þórólfur. Umrædd áhrif eru einkum „hratt vaxandi“ lömun, að því er segir á vef landlæknisembættisins. „Og þessir einstaklingar þurfa oft að vera í öndunarvélum mjög lengi á meðan áhrifin ganga yfir,“ segir Þórólfur. Annars geti veikindin af völdum bakteríunnar leitt til dauða. Rannsakað í útlöndum Eins og segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu um málið bendir ekkert til þess í rannsókn sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Þá hefur eitrunarinnar ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Ekkert liggur enn fyrir um það úr hvaða matvælum bakterían barst. Rannsókn á upprunanum stendur enn yfir en senda þarf sýni til útlanda til rannsóknar. „Það getur tekið viku að fá úr því, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvernig sjúklingurinn smitaðist en öðrum ætti þó ekki að vera hætta búin. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44