„Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 13:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. Hann greindist með eitrunina á Norðurlandi. Eiturefnið sem bótúlismabakterían framleiðir er eitt það virkasta sem til er, að sögn sóttvarnalæknis. Sjá einnig: Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömun sem leitt geta til dauða. Íslendingurinn greindist 18. janúar síðastliðinn en fyrstu einkenni komu fram sex dögum fyrr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem greindist liggi nú veikur inni á spítala. „Eiturefnið sem þessi baktería framleiðir er eitt virkasta eiturefni sem til er og það þarf sáralítið af þessu til að valda þessum áhrifum,“ segir Þórólfur. Umrædd áhrif eru einkum „hratt vaxandi“ lömun, að því er segir á vef landlæknisembættisins. „Og þessir einstaklingar þurfa oft að vera í öndunarvélum mjög lengi á meðan áhrifin ganga yfir,“ segir Þórólfur. Annars geti veikindin af völdum bakteríunnar leitt til dauða. Rannsakað í útlöndum Eins og segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu um málið bendir ekkert til þess í rannsókn sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Þá hefur eitrunarinnar ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Ekkert liggur enn fyrir um það úr hvaða matvælum bakterían barst. Rannsókn á upprunanum stendur enn yfir en senda þarf sýni til útlanda til rannsóknar. „Það getur tekið viku að fá úr því, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvernig sjúklingurinn smitaðist en öðrum ætti þó ekki að vera hætta búin. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. Hann greindist með eitrunina á Norðurlandi. Eiturefnið sem bótúlismabakterían framleiðir er eitt það virkasta sem til er, að sögn sóttvarnalæknis. Sjá einnig: Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömun sem leitt geta til dauða. Íslendingurinn greindist 18. janúar síðastliðinn en fyrstu einkenni komu fram sex dögum fyrr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem greindist liggi nú veikur inni á spítala. „Eiturefnið sem þessi baktería framleiðir er eitt virkasta eiturefni sem til er og það þarf sáralítið af þessu til að valda þessum áhrifum,“ segir Þórólfur. Umrædd áhrif eru einkum „hratt vaxandi“ lömun, að því er segir á vef landlæknisembættisins. „Og þessir einstaklingar þurfa oft að vera í öndunarvélum mjög lengi á meðan áhrifin ganga yfir,“ segir Þórólfur. Annars geti veikindin af völdum bakteríunnar leitt til dauða. Rannsakað í útlöndum Eins og segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu um málið bendir ekkert til þess í rannsókn sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Þá hefur eitrunarinnar ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Ekkert liggur enn fyrir um það úr hvaða matvælum bakterían barst. Rannsókn á upprunanum stendur enn yfir en senda þarf sýni til útlanda til rannsóknar. „Það getur tekið viku að fá úr því, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvernig sjúklingurinn smitaðist en öðrum ætti þó ekki að vera hætta búin. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44