Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2020 12:00 Einar Einarsson hlaut í desember síðastliðnum sex ára dóm fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Á myndinni sést umræddur sumarbústaður. Einar var handtekinn um helgina grunaður um aðild að máli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Sex manns voru á sunnudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald, fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglu er á skipulagðri brotastarfsemi og snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Voru mennirnir handteknir um helgina í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, en ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Einn hinna handteknu, fyrrnefndur Einar Einarsson, var í desember síðastliðnum dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir aðrir hlutu dóm í því máli. Þá fékk Einar þungan dóm í Pólstjörnumálinu svonefnda árið 2008; var dæmdur í níu og hálfs árs langt fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur dómnum er varðar amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði verið áfrýjað en Einar sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þegar hann var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu. Lögreglan verst allra frétta af málinu en yfirheyrslur stóðu yfir í gær. Að minnsta kosti þrír hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar, en hinir grunuðu hafa þrjá sólahringa til að kæra úrskurð héraðsdóms. Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti á næstu dögum. Verjendur mannanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast hafa fengið litlar upplýsingar í málinu og að lögregla haldi spilunum þétt að sér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Lögreglumál Tengdar fréttir Óvæntar vendingar í máli Pólstjörnumanna minna á mál Franklíns Steiner Vinur Franklíns var dæmdur fyrir að hafa borið rangt fyrir dómi. 3. nóvember 2019 07:00 Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30 Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Sex manns voru á sunnudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald, fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglu er á skipulagðri brotastarfsemi og snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Voru mennirnir handteknir um helgina í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, en ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Einn hinna handteknu, fyrrnefndur Einar Einarsson, var í desember síðastliðnum dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir aðrir hlutu dóm í því máli. Þá fékk Einar þungan dóm í Pólstjörnumálinu svonefnda árið 2008; var dæmdur í níu og hálfs árs langt fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur dómnum er varðar amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði verið áfrýjað en Einar sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þegar hann var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu. Lögreglan verst allra frétta af málinu en yfirheyrslur stóðu yfir í gær. Að minnsta kosti þrír hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar, en hinir grunuðu hafa þrjá sólahringa til að kæra úrskurð héraðsdóms. Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti á næstu dögum. Verjendur mannanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast hafa fengið litlar upplýsingar í málinu og að lögregla haldi spilunum þétt að sér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Lögreglumál Tengdar fréttir Óvæntar vendingar í máli Pólstjörnumanna minna á mál Franklíns Steiner Vinur Franklíns var dæmdur fyrir að hafa borið rangt fyrir dómi. 3. nóvember 2019 07:00 Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30 Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Óvæntar vendingar í máli Pólstjörnumanna minna á mál Franklíns Steiner Vinur Franklíns var dæmdur fyrir að hafa borið rangt fyrir dómi. 3. nóvember 2019 07:00
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30
Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12