Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 19:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að vel sé fylgst með þróun hins dularfulla kórónavírusar sem greindist í Kína. Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. Hinn dularfulli kórónavírus sem kallaður hefur verið Wuhan-veiran kom upp í Peking, Shanghai og Shenzen í Kína um helgina en hingað til hefur sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan í Kína og eru staðfest tilfelli nú talin um 200. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekkert bendi til þess að vírusinn smitist milli manna. „Nánast allir sem hafa veikst og eru með staðfesta sýkingu hafa verið á ákveðnum útimarkaði í Wuhan í Kína. Þar hefur veiran fundist í umhverfissýnum. Þannig að menn eru fyrst og fremst að beina spjótum sínum að þessum stað. En svo hefur fólk sem hefur verið þar og ferðast til annarra landi líka verið að greinast. Ef veiran fer að smitast manna á milli og veldur miklum skakkaföllum þá gæti önnur staða komið upp en það á allt eftir ða koma í ljós,“ segir Þórólfur. Hann segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu en enn sem komið sé ástæðulaust að bregðast eitthvað sérstaklega við hér á landi eða skima kínverska ferðamenn sem hingað koma fyrir veikinni. „Við teljum algjörlega ástæðulaust að fylgjast eitthvað sérstaklega með kínverskum ferðamönnum sem hingað koma. Við höfum hins vegar sent út tilmæli til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi að vera vakandi ef fólk sem kemur frá þessum svæðum er með veikindi sem líkjast þeim sem hafa verið að koma upp,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir eins og alltaf eigi fólk að gæta vel að handþvotti og hreinlæti sérstaklega ef það er innan um veikt fólk. Áfram verði fylgst með málinu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu og gefur út viðvaranir ef ástæða þykir til. Það tekur tíma að greina veiruna og útbreiðsluna og við vitum miklu meira eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. Hinn dularfulli kórónavírus sem kallaður hefur verið Wuhan-veiran kom upp í Peking, Shanghai og Shenzen í Kína um helgina en hingað til hefur sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan í Kína og eru staðfest tilfelli nú talin um 200. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekkert bendi til þess að vírusinn smitist milli manna. „Nánast allir sem hafa veikst og eru með staðfesta sýkingu hafa verið á ákveðnum útimarkaði í Wuhan í Kína. Þar hefur veiran fundist í umhverfissýnum. Þannig að menn eru fyrst og fremst að beina spjótum sínum að þessum stað. En svo hefur fólk sem hefur verið þar og ferðast til annarra landi líka verið að greinast. Ef veiran fer að smitast manna á milli og veldur miklum skakkaföllum þá gæti önnur staða komið upp en það á allt eftir ða koma í ljós,“ segir Þórólfur. Hann segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu en enn sem komið sé ástæðulaust að bregðast eitthvað sérstaklega við hér á landi eða skima kínverska ferðamenn sem hingað koma fyrir veikinni. „Við teljum algjörlega ástæðulaust að fylgjast eitthvað sérstaklega með kínverskum ferðamönnum sem hingað koma. Við höfum hins vegar sent út tilmæli til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi að vera vakandi ef fólk sem kemur frá þessum svæðum er með veikindi sem líkjast þeim sem hafa verið að koma upp,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir eins og alltaf eigi fólk að gæta vel að handþvotti og hreinlæti sérstaklega ef það er innan um veikt fólk. Áfram verði fylgst með málinu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu og gefur út viðvaranir ef ástæða þykir til. Það tekur tíma að greina veiruna og útbreiðsluna og við vitum miklu meira eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira