Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 19:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að vel sé fylgst með þróun hins dularfulla kórónavírusar sem greindist í Kína. Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. Hinn dularfulli kórónavírus sem kallaður hefur verið Wuhan-veiran kom upp í Peking, Shanghai og Shenzen í Kína um helgina en hingað til hefur sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan í Kína og eru staðfest tilfelli nú talin um 200. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekkert bendi til þess að vírusinn smitist milli manna. „Nánast allir sem hafa veikst og eru með staðfesta sýkingu hafa verið á ákveðnum útimarkaði í Wuhan í Kína. Þar hefur veiran fundist í umhverfissýnum. Þannig að menn eru fyrst og fremst að beina spjótum sínum að þessum stað. En svo hefur fólk sem hefur verið þar og ferðast til annarra landi líka verið að greinast. Ef veiran fer að smitast manna á milli og veldur miklum skakkaföllum þá gæti önnur staða komið upp en það á allt eftir ða koma í ljós,“ segir Þórólfur. Hann segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu en enn sem komið sé ástæðulaust að bregðast eitthvað sérstaklega við hér á landi eða skima kínverska ferðamenn sem hingað koma fyrir veikinni. „Við teljum algjörlega ástæðulaust að fylgjast eitthvað sérstaklega með kínverskum ferðamönnum sem hingað koma. Við höfum hins vegar sent út tilmæli til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi að vera vakandi ef fólk sem kemur frá þessum svæðum er með veikindi sem líkjast þeim sem hafa verið að koma upp,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir eins og alltaf eigi fólk að gæta vel að handþvotti og hreinlæti sérstaklega ef það er innan um veikt fólk. Áfram verði fylgst með málinu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu og gefur út viðvaranir ef ástæða þykir til. Það tekur tíma að greina veiruna og útbreiðsluna og við vitum miklu meira eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Sjá meira
Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. Hinn dularfulli kórónavírus sem kallaður hefur verið Wuhan-veiran kom upp í Peking, Shanghai og Shenzen í Kína um helgina en hingað til hefur sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan í Kína og eru staðfest tilfelli nú talin um 200. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekkert bendi til þess að vírusinn smitist milli manna. „Nánast allir sem hafa veikst og eru með staðfesta sýkingu hafa verið á ákveðnum útimarkaði í Wuhan í Kína. Þar hefur veiran fundist í umhverfissýnum. Þannig að menn eru fyrst og fremst að beina spjótum sínum að þessum stað. En svo hefur fólk sem hefur verið þar og ferðast til annarra landi líka verið að greinast. Ef veiran fer að smitast manna á milli og veldur miklum skakkaföllum þá gæti önnur staða komið upp en það á allt eftir ða koma í ljós,“ segir Þórólfur. Hann segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu en enn sem komið sé ástæðulaust að bregðast eitthvað sérstaklega við hér á landi eða skima kínverska ferðamenn sem hingað koma fyrir veikinni. „Við teljum algjörlega ástæðulaust að fylgjast eitthvað sérstaklega með kínverskum ferðamönnum sem hingað koma. Við höfum hins vegar sent út tilmæli til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi að vera vakandi ef fólk sem kemur frá þessum svæðum er með veikindi sem líkjast þeim sem hafa verið að koma upp,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir eins og alltaf eigi fólk að gæta vel að handþvotti og hreinlæti sérstaklega ef það er innan um veikt fólk. Áfram verði fylgst með málinu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu og gefur út viðvaranir ef ástæða þykir til. Það tekur tíma að greina veiruna og útbreiðsluna og við vitum miklu meira eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Sjá meira