Handbolti

Svona var blaða­manna­fundur lands­liðsins fyrir leikinn gegn Noregi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur svaraði spurningum á blaðamannafundi HSÍ.
Guðmundur svaraði spurningum á blaðamannafundi HSÍ. vísir/epa

HSÍ var með blaðamannafund í hádeginu fyrir leik Íslands og Noregs í milliriðli II á EM 2020 í handbolta á morgun.

Íslendingar eru með tvö stig í 5. sæti milliriðilsins en Norðmenn eru með sex stig á toppnum. Noregur hefur unnið alla leiki sína á EM.

Á blaðamannafundinum sat landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson fyrir svörum ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni, Björgvini Páli Gústvassyni og Janusi Daða Smárasyni.

Guðmundur kvaðst afar ánægður með frammistöðu Íslands gegn Portúgal í gær. Hann sagði að leikurinn gegn Noregi yrði erfiður, enda væru Norðmenn með eitt af þremur bestu liðum heims.

Björgvin Páll sagði að stemmningin í íslenska liðinu hafi verið afar góð í gær og allir leikmenn hafi hjálpast að í þeim efnum. Þá talaði Guðjón Valur um hversu skemmtilegt var spila fyrir og fagna með íslenskum stuðningsmönnum eftir leikinn.

Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafundinum í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×