Indland ætlar að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 09:13 Narendra Modi forsætisráðhera Indlands kynnir nýjar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu og afleiðingum kórónuveirunnar. EPA-EFE/PRESS INFORMATION BUREAU Indland er tilbúið til að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni um leið og vísindamenn gefa grænt ljós. Þetta sagði Narendra Modi forsætisráðherra Indlands í ræðu sinni í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins í dag. Þá stendur einnig til að gefa öllum íbúum landsins auðkenni fyrir heilbrigðisþjónustu. Modi sagði í ræðu sinni að heilbrigðis- og efnahagsmál væru í forgangi hjá ríkisstjórn hans og mikilvægt væri að þessir tveir þættir væru sjálfbærir. Þrjú bóluefni væru nú í prófun á Indlandi og verið væri að vinna áætlun til að tryggja að hver og einn einasti íbúi landsins fengi bóluefnið þegar það væri tilbúið. Áætlunin um auðkenni einstaklinga sem notað verður fyrir heilbrigðisþjónustu er ný af nálinni á Indlandi en auðkenninu er ætlað að auðvelda framkvæmd heilbrigðisþjónustu og tryggja að upplýsingar um heilsufarssögu hvers einstaklings verði geymdar. Auðkennið mun auðvelda fólki að panta tíma hjá læknum, finna upplýsingar um heilsufarssögu, hvaða lyf einstaklingar hafi notað og svo framvegis. Öll vandræði sem hafa áður verið til staðar munu að sögn Modi verða upprætt með aðgerðunum. Þá mun Indland fara í stórfelldar aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og sagði Modi mikilvægt að Indland verði að mikilvægum leikmanni á alþjóðavettvangi. Auka þurfi úflutning, minnka innflutning og svo framvegis. Þá verður 110 billjón rúpíum varið í um sjö þúsund verkefni, sem verða meðal annars að skapa fleiri störf og hjálpa smáum fyrirtækjum. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Indland er tilbúið til að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni um leið og vísindamenn gefa grænt ljós. Þetta sagði Narendra Modi forsætisráðherra Indlands í ræðu sinni í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins í dag. Þá stendur einnig til að gefa öllum íbúum landsins auðkenni fyrir heilbrigðisþjónustu. Modi sagði í ræðu sinni að heilbrigðis- og efnahagsmál væru í forgangi hjá ríkisstjórn hans og mikilvægt væri að þessir tveir þættir væru sjálfbærir. Þrjú bóluefni væru nú í prófun á Indlandi og verið væri að vinna áætlun til að tryggja að hver og einn einasti íbúi landsins fengi bóluefnið þegar það væri tilbúið. Áætlunin um auðkenni einstaklinga sem notað verður fyrir heilbrigðisþjónustu er ný af nálinni á Indlandi en auðkenninu er ætlað að auðvelda framkvæmd heilbrigðisþjónustu og tryggja að upplýsingar um heilsufarssögu hvers einstaklings verði geymdar. Auðkennið mun auðvelda fólki að panta tíma hjá læknum, finna upplýsingar um heilsufarssögu, hvaða lyf einstaklingar hafi notað og svo framvegis. Öll vandræði sem hafa áður verið til staðar munu að sögn Modi verða upprætt með aðgerðunum. Þá mun Indland fara í stórfelldar aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og sagði Modi mikilvægt að Indland verði að mikilvægum leikmanni á alþjóðavettvangi. Auka þurfi úflutning, minnka innflutning og svo framvegis. Þá verður 110 billjón rúpíum varið í um sjö þúsund verkefni, sem verða meðal annars að skapa fleiri störf og hjálpa smáum fyrirtækjum.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50
Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30
Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56