Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2020 14:12 Verkföll Eflingarfólks mun hafa talsverð áhrif á starfsemi leikskóla í Reykjavík. vísir/vilhelm Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni í næstu viku. Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar. Munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í dag. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gera ráð fyrir að þetta yrði síðasti fundur samninganefndanna fyrir verkfall Eflingarfólks í borginni, sem hefst á þriðjudag, en áður hafði Sólveig sagst ekki ætla að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar oftar en lög kveða á um. Verkfallshrina strax eftir helgi Verði deila Eflingar og borgarinnar ekki til lykta leidd í dag hefst verkfallshrina strax eftir helgi. Eflingarfólk á leikskólum, hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu leggur þannig niður störf í hádeginu á þriðjudag og allan fimmtudaginn 6. febrúar. Hópur leikskólastjórnenda fundaði í morgun með fulltrúum Reykjavíkurborgar þar sem væntanleg áhrif af verkfallinu á starfsemi leikskóla borgarinnar voru útlistuð. Að óbreyttu munu þúsund leikskólastarfsmenn leggja niður störf á þriðjudag sem mun hafa mismikil áhrif á milli leikskóla og ræst það af hlutfalli Eflingarfólks á hverjum stað. Eitthvert rask verði þó á öllum leikskólum og sumum þurfi jafnvel að loka. Skertur vistunartími Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri sat fundinn í morgun. „Kjarninn í þessu er þessi: Hversu mörg börn geta komið á leikskólann? Og líka þau börn sem koma á leikskólann… Það getur verið skertur vistunartími hjá þeim af því að það getur verið að við eigum í vandræðum með að opna leikskólann og loka leikskólanum því að það eru margir Eflingarstarfsmenn sem sjá um að opna skólana og loka þeim líka. Þannig að það getur verið erfitt að vera með þjónustu í báða enda. Eflingarstarfsmenn sem vinna í eldhúsinu… Ef eldhúsið lokar, þá þurfa börnin að fara heim í hádeginu að borða,“ segir Guðrún Jóna Búið að semja um viðlíka hækkanir Nýjasta útspil Eflingar í kjaradeilunni er yfirlýsing sem félagið sendi frá sér í morgun þar sem það sagði hið opinbera þegar hafa samið um viðlíka hækkanir og Eflingar fer fram á deilu sinni við borgina. Það hafi ríkið gert með samningum sínum við félög innan BHM, sem hafi falið í sér hækkanir umfram hina flötu krónutöluhækkun í svokölluðum Lífskjarasamningi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um yfirlýsinguna og vísaði á Braga Skúlason, formann Fræðagarðs, félags sem átti aðild að umræddum samningi. Hann gat ekki orðið við viðtalsbeiðni fyrir hádegisfréttir. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni í næstu viku. Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar. Munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í dag. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gera ráð fyrir að þetta yrði síðasti fundur samninganefndanna fyrir verkfall Eflingarfólks í borginni, sem hefst á þriðjudag, en áður hafði Sólveig sagst ekki ætla að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar oftar en lög kveða á um. Verkfallshrina strax eftir helgi Verði deila Eflingar og borgarinnar ekki til lykta leidd í dag hefst verkfallshrina strax eftir helgi. Eflingarfólk á leikskólum, hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu leggur þannig niður störf í hádeginu á þriðjudag og allan fimmtudaginn 6. febrúar. Hópur leikskólastjórnenda fundaði í morgun með fulltrúum Reykjavíkurborgar þar sem væntanleg áhrif af verkfallinu á starfsemi leikskóla borgarinnar voru útlistuð. Að óbreyttu munu þúsund leikskólastarfsmenn leggja niður störf á þriðjudag sem mun hafa mismikil áhrif á milli leikskóla og ræst það af hlutfalli Eflingarfólks á hverjum stað. Eitthvert rask verði þó á öllum leikskólum og sumum þurfi jafnvel að loka. Skertur vistunartími Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri sat fundinn í morgun. „Kjarninn í þessu er þessi: Hversu mörg börn geta komið á leikskólann? Og líka þau börn sem koma á leikskólann… Það getur verið skertur vistunartími hjá þeim af því að það getur verið að við eigum í vandræðum með að opna leikskólann og loka leikskólanum því að það eru margir Eflingarstarfsmenn sem sjá um að opna skólana og loka þeim líka. Þannig að það getur verið erfitt að vera með þjónustu í báða enda. Eflingarstarfsmenn sem vinna í eldhúsinu… Ef eldhúsið lokar, þá þurfa börnin að fara heim í hádeginu að borða,“ segir Guðrún Jóna Búið að semja um viðlíka hækkanir Nýjasta útspil Eflingar í kjaradeilunni er yfirlýsing sem félagið sendi frá sér í morgun þar sem það sagði hið opinbera þegar hafa samið um viðlíka hækkanir og Eflingar fer fram á deilu sinni við borgina. Það hafi ríkið gert með samningum sínum við félög innan BHM, sem hafi falið í sér hækkanir umfram hina flötu krónutöluhækkun í svokölluðum Lífskjarasamningi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um yfirlýsinguna og vísaði á Braga Skúlason, formann Fræðagarðs, félags sem átti aðild að umræddum samningi. Hann gat ekki orðið við viðtalsbeiðni fyrir hádegisfréttir.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00
Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45
Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49