Árangursrík hagsmunabarátta stúdenta í húsnæðismálum Eyrún Baldursdóttir skrifar 31. janúar 2020 14:00 Húsnæðismál hafa lengi verið eitt stærsta baráttumál stúdenta. Möguleiki á búsetu á stúdentagörðum, þar sem leiguverð er lægra en á almennum markaði, er mikilvægur hluti þess að auka möguleika ungs fólks til þess að sækja sér aukna menntun og því er um gífurlega stórt jafnréttismál að ræða. Rauði þráðurinn í stefnu Röskvu er jafnrétti til náms. Með Röskvu í fararbroddi Stúdentaráðs (SHÍ) síðastliðin þrjú ár hafa húsnæðismál verið í forgrunni hagsmunabaráttu stúdenta og er árangur mikillar vinnu margra aðila og þrýstings frá stúdentum bersýnilegur í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á háskólasvæðinu. Framkvæmdir eru loksins hafnar við Gamla Garð eftir margra ára baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu á reitnum. Árið 2017 stóð Röskva fyrir tjaldmótmælum við Gamla Garð til þess að vekja athygli á húsnæðisvanda stúdenta. Tvísýnt var um tíma hvort yrði af uppbyggingu á reitnum og barðist SHÍ ötullega fyrir því. 2018 efldi SHÍ svo til setumótmæla á rektorsgangi til þess að mótmæla töfum á málinu og krafðist skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta SHÍ með Röskvu í fararbroddi skilaði árangri og þann 26. nóvember 2019 hófust framkvæmdir við Gamla Garð. Fyrir tilstilli vinnu Röskvuliða í SHÍ geta háskólanemar nú framleigt stúdentaíbúðir sínar til annarra nemenda HÍ yfir sumartímann, sem er gífurlega mikil bót fyrir stúdenta utan af landi eða þau sem eyða sumrinu erlendis. Einnig hefur hámarksdvöl foreldra verið lengd og sömuleiðis hámarksdvöl doktorsnema, svo nemendur í hvaða aðstæðum og hvaða námsstigi sem er njóta nú jafnra réttinda. Fjölgun íbúða, bætt þjónusta og gott samtal milli Félagsstofnunar Stúdenta (FS) og SHÍ síðustu ár hefur skilað miklu, en áframhaldandi uppbyggingar er þörf. Nú búa um 11% stúdenta við Háskóla Íslands á stúdentagörðum FS og er markmið þeirra að geta boðið 15% stúdenta húsnæði. Opnun Mýrargarða hefur stytt biðlista FS mjög og hann nú styttri en nokkru sinni fyrr. Því er lag fyrir stúdenta að sækja á görðunum þessa dagana! Nemendur við HÍ vilja búa í nágrenni við skólann. Við viljum geta sótt grunnþjónustu í okkar nærumhverfi, farið í matvöruverslun á háskólasvæðinu, stundað líkamsrækt, sótt heilsugæslu og haft börnin okkar í leikskóla í næsta nágrenni. Við viljum einnig hafa aðgang að grænum svæðum og almenningssamgöngum sem tengja háskólasvæðið við aðra hluta borgarinnar. Þessu hefur Röskva barist fyrir og mun halda áfram að gera, en umhverfis- og skipulagsmál einn af grunnþáttum stefnu fylkingarinnar. Við í Röskvu erum stolt af þeim framförum sem hafa átt sér stað og munum halda áfram baráttunni og þrýsta á uppbyggingu sjálfbærs háskólasvæðis. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa lengi verið eitt stærsta baráttumál stúdenta. Möguleiki á búsetu á stúdentagörðum, þar sem leiguverð er lægra en á almennum markaði, er mikilvægur hluti þess að auka möguleika ungs fólks til þess að sækja sér aukna menntun og því er um gífurlega stórt jafnréttismál að ræða. Rauði þráðurinn í stefnu Röskvu er jafnrétti til náms. Með Röskvu í fararbroddi Stúdentaráðs (SHÍ) síðastliðin þrjú ár hafa húsnæðismál verið í forgrunni hagsmunabaráttu stúdenta og er árangur mikillar vinnu margra aðila og þrýstings frá stúdentum bersýnilegur í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á háskólasvæðinu. Framkvæmdir eru loksins hafnar við Gamla Garð eftir margra ára baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu á reitnum. Árið 2017 stóð Röskva fyrir tjaldmótmælum við Gamla Garð til þess að vekja athygli á húsnæðisvanda stúdenta. Tvísýnt var um tíma hvort yrði af uppbyggingu á reitnum og barðist SHÍ ötullega fyrir því. 2018 efldi SHÍ svo til setumótmæla á rektorsgangi til þess að mótmæla töfum á málinu og krafðist skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta SHÍ með Röskvu í fararbroddi skilaði árangri og þann 26. nóvember 2019 hófust framkvæmdir við Gamla Garð. Fyrir tilstilli vinnu Röskvuliða í SHÍ geta háskólanemar nú framleigt stúdentaíbúðir sínar til annarra nemenda HÍ yfir sumartímann, sem er gífurlega mikil bót fyrir stúdenta utan af landi eða þau sem eyða sumrinu erlendis. Einnig hefur hámarksdvöl foreldra verið lengd og sömuleiðis hámarksdvöl doktorsnema, svo nemendur í hvaða aðstæðum og hvaða námsstigi sem er njóta nú jafnra réttinda. Fjölgun íbúða, bætt þjónusta og gott samtal milli Félagsstofnunar Stúdenta (FS) og SHÍ síðustu ár hefur skilað miklu, en áframhaldandi uppbyggingar er þörf. Nú búa um 11% stúdenta við Háskóla Íslands á stúdentagörðum FS og er markmið þeirra að geta boðið 15% stúdenta húsnæði. Opnun Mýrargarða hefur stytt biðlista FS mjög og hann nú styttri en nokkru sinni fyrr. Því er lag fyrir stúdenta að sækja á görðunum þessa dagana! Nemendur við HÍ vilja búa í nágrenni við skólann. Við viljum geta sótt grunnþjónustu í okkar nærumhverfi, farið í matvöruverslun á háskólasvæðinu, stundað líkamsrækt, sótt heilsugæslu og haft börnin okkar í leikskóla í næsta nágrenni. Við viljum einnig hafa aðgang að grænum svæðum og almenningssamgöngum sem tengja háskólasvæðið við aðra hluta borgarinnar. Þessu hefur Röskva barist fyrir og mun halda áfram að gera, en umhverfis- og skipulagsmál einn af grunnþáttum stefnu fylkingarinnar. Við í Röskvu erum stolt af þeim framförum sem hafa átt sér stað og munum halda áfram baráttunni og þrýsta á uppbyggingu sjálfbærs háskólasvæðis. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun