Trae Young magnaður í nótt: „Ég er að verða betri á hverjum degi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 07:30 Trae Young er að verða einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Getty/Scott Cunningham/ Tímabilið verður alltaf betra og betra fyrir stjörnubakvörðinn Trae Young í NBA-deildinni í körfubolta en verra og verra fyrir Golden State Warriors. Trae Young var kosinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar á dögunum og í nótt sýndi hann af hverju. Trae Young var með 39 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann 127-117 sigur á sterku liði Philadelphia 76ers. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig aðeins,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Trae Young fékk líka nokkra athygli á sig eftir að sagt var frá því að hann hafi verið uppáhaldsleikmaður Gigi Bryant, dóttur Kobe Bryant sem fórst með pabba sínum í þyrluslysinu. Trae Young goes off for 29 PTS, 11 AST in the 1st half. The @ATLHawks lead the @sixers 74-67 at halftime. pic.twitter.com/01ZO5wRggq— NBA (@NBA) January 31, 2020 „Ég held að mér hafi tekist að spila nokkuð vel í kvöld frá upphafi til enda. Ég er að verða betri á hverjum degi,“ sagði Trae Young. Hann er nú í þriðja sæti í stigaskori í deildinni með 29,4 stig í leik og í öðru sæti í stoðsendingum á eftir LeBron James með 9,2 slíkar í leik. Ben Simmons skoraði 31 stig fyrir 76ers og Joel Embiid var með 21 stig og 14 fráköst. Shake Milton skoraði 27 stig. Hjá Atlanta var John Collins með 17 stig og 20 fráköst. Gordon Hayward skoraði 25 stig þegar Boston Celtics vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Marcus Smart var með 17 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik í fimmta sigri Boston í síðustu sex leikjum. Jayson Tatum kom aftur inn í lið Boston eftir þriggja leikja fjarveru vegna nárameiðsla og var með 20 stig á 24 mínútum. D’Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Golden State liðinu með 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð og 39. tapleikur liðsins á tímabilinu. Liðið hefur aðeins unnið tíu. Denver Nuggets vann 106-100 sigur á Utah Jazz í uppgjöri tveggja liða í toppbaráttu Vesturdeildarinnar sem voru með jafnmarga sigra fyrir leikinn. Nikola Jokic var með 28 stig og 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki Utah að Jordan Clarkson kom með 37 stig inn af bekknum. Paul George skoraði aðeins 8 stig og Kawhi Leonard kom ekkert inn á völlinn þegar Los Angeles Clippers tapaði á móti Sacramento Kings, 124-103, á heimavelli sínum í Staples Center. De'Aaron Fox skoraði 34 stig fyrir Sacramento. Jayson Tatum (20 PTS) with the fake, foot-work, and floater on TNT. pic.twitter.com/PoRB0AfnAF— NBA (@NBA) January 31, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Golden State Warriors 119-104 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 127-117 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 109-115 Washington Wizards - Charlotte Hornets 121-107 Denver Nuggets - Utah Jazz 106-100 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 103-124 Narrated by Paul George, the LA Clippers pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/EkSamRXIii— NBA (@NBA) January 31, 2020 The Boston Celtics pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/RTdw7ws6oo— NBA (@NBA) January 31, 2020 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Tímabilið verður alltaf betra og betra fyrir stjörnubakvörðinn Trae Young í NBA-deildinni í körfubolta en verra og verra fyrir Golden State Warriors. Trae Young var kosinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar á dögunum og í nótt sýndi hann af hverju. Trae Young var með 39 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann 127-117 sigur á sterku liði Philadelphia 76ers. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig aðeins,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Trae Young fékk líka nokkra athygli á sig eftir að sagt var frá því að hann hafi verið uppáhaldsleikmaður Gigi Bryant, dóttur Kobe Bryant sem fórst með pabba sínum í þyrluslysinu. Trae Young goes off for 29 PTS, 11 AST in the 1st half. The @ATLHawks lead the @sixers 74-67 at halftime. pic.twitter.com/01ZO5wRggq— NBA (@NBA) January 31, 2020 „Ég held að mér hafi tekist að spila nokkuð vel í kvöld frá upphafi til enda. Ég er að verða betri á hverjum degi,“ sagði Trae Young. Hann er nú í þriðja sæti í stigaskori í deildinni með 29,4 stig í leik og í öðru sæti í stoðsendingum á eftir LeBron James með 9,2 slíkar í leik. Ben Simmons skoraði 31 stig fyrir 76ers og Joel Embiid var með 21 stig og 14 fráköst. Shake Milton skoraði 27 stig. Hjá Atlanta var John Collins með 17 stig og 20 fráköst. Gordon Hayward skoraði 25 stig þegar Boston Celtics vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Marcus Smart var með 17 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik í fimmta sigri Boston í síðustu sex leikjum. Jayson Tatum kom aftur inn í lið Boston eftir þriggja leikja fjarveru vegna nárameiðsla og var með 20 stig á 24 mínútum. D’Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Golden State liðinu með 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð og 39. tapleikur liðsins á tímabilinu. Liðið hefur aðeins unnið tíu. Denver Nuggets vann 106-100 sigur á Utah Jazz í uppgjöri tveggja liða í toppbaráttu Vesturdeildarinnar sem voru með jafnmarga sigra fyrir leikinn. Nikola Jokic var með 28 stig og 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki Utah að Jordan Clarkson kom með 37 stig inn af bekknum. Paul George skoraði aðeins 8 stig og Kawhi Leonard kom ekkert inn á völlinn þegar Los Angeles Clippers tapaði á móti Sacramento Kings, 124-103, á heimavelli sínum í Staples Center. De'Aaron Fox skoraði 34 stig fyrir Sacramento. Jayson Tatum (20 PTS) with the fake, foot-work, and floater on TNT. pic.twitter.com/PoRB0AfnAF— NBA (@NBA) January 31, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Golden State Warriors 119-104 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 127-117 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 109-115 Washington Wizards - Charlotte Hornets 121-107 Denver Nuggets - Utah Jazz 106-100 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 103-124 Narrated by Paul George, the LA Clippers pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/EkSamRXIii— NBA (@NBA) January 31, 2020 The Boston Celtics pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/RTdw7ws6oo— NBA (@NBA) January 31, 2020
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira