Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 22:50 Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. AP/Craig Ruttle Lögmenn E. Jean Carroll, sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hafa nauðgað sér í lok ársins 1995 eða upphafi 1996 hafa farið fram á að fá sýni af erfðaefni forsetans. Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Carroll sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hefur höfðað mál gegn Trump fyrir meiðyrði eftir að hann neitaði ásökunum hennar og sagðist aldrei hafa hitt hana. Það er þó til mynd af þeim frá árinu 1987 þar sem Trump og Carroll eru saman með mökum sínum. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun AP fréttaveitan segir að sérfræðingar hafi fundið erfðaefni úr minnst fjórum einstaklingum á áðurnefndum kjól og að þar af sé einn óþekktur karlmaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknina. Í yfirlýsingu frá Carroll segir að með því að bera það erfðaefni við Trump væri hægt að sanna að hann hafi hitt hana, hann hafi brotið á henni og svo logið því að hafa ekki hitt hana. Roberta Kaplan, einn lögmanna Carroll, sagði AP fréttaveitunni að það eina sem þau þyrftu væri munnvatn úr forsetanum og hann ætti í raun ekki að geta neitað því. Hingað til hafa lögmenn Trump reynt að fá málinu vísað frá dómstólum en dómari hafnaði því í fyrra. Kærur fyrir meiðyrði í tengslum við kynferðisbrot eru tíðar í Bandaríkjunum. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Hvorki Hvíta húsið né einkalögmaður Trump vildu tjá sig við AP vegna fréttarinnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Lögmenn E. Jean Carroll, sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hafa nauðgað sér í lok ársins 1995 eða upphafi 1996 hafa farið fram á að fá sýni af erfðaefni forsetans. Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Carroll sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hefur höfðað mál gegn Trump fyrir meiðyrði eftir að hann neitaði ásökunum hennar og sagðist aldrei hafa hitt hana. Það er þó til mynd af þeim frá árinu 1987 þar sem Trump og Carroll eru saman með mökum sínum. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun AP fréttaveitan segir að sérfræðingar hafi fundið erfðaefni úr minnst fjórum einstaklingum á áðurnefndum kjól og að þar af sé einn óþekktur karlmaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknina. Í yfirlýsingu frá Carroll segir að með því að bera það erfðaefni við Trump væri hægt að sanna að hann hafi hitt hana, hann hafi brotið á henni og svo logið því að hafa ekki hitt hana. Roberta Kaplan, einn lögmanna Carroll, sagði AP fréttaveitunni að það eina sem þau þyrftu væri munnvatn úr forsetanum og hann ætti í raun ekki að geta neitað því. Hingað til hafa lögmenn Trump reynt að fá málinu vísað frá dómstólum en dómari hafnaði því í fyrra. Kærur fyrir meiðyrði í tengslum við kynferðisbrot eru tíðar í Bandaríkjunum. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Hvorki Hvíta húsið né einkalögmaður Trump vildu tjá sig við AP vegna fréttarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira