Ákærði lögreglumaðurinn segir gestinn fyrst hafa boðið upp á skítkast og svo mikið leikrit Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:00 Handtakan sem deilt er um átti sér stað aðfaranótt mánudagsins 18. mars 2019 á Irishman Pub, þar sem Café Rosenberg var áður. Vísir/Vilhelm Þrítugur lögreglumaður sem sætir ákæru fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi segist hvorki hafa farið offari né beitt ólögmætum aðferðum við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan Irishman Pub aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Honum finnist karlmaðurinn hafa sett upp leikþátt við handtökuna. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Í ákæru segir að lögreglumaðurinn hafi slegið gestinn aftan í höfuðið þegar hann setti hann inn í lögreglubíl, slegið hann tvö högg í andlit, þrýst hné sínu á háls og höfuð hans. Í framhaldinu hafi hann þrýst hné sínu á háls og höfuð mannsins, þvingað handjárnaða handleggi ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðarinnar. Hlaut hann tognun og ofreynslu á hálshrygg. Þriggja ára reynsla í starfi Lögreglumaðurinn útskrifaðist sem lögreglumaður árið 2016 og hefur starfað sem slíkur síðan. Hann lýsti atburðarásinni umrætt kvöld fyrir dómi. Hann og lögreglumaður sem var með honum á vakt voru kallaðir út að barnum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur vegna annars máls. Þar tóku þeir dyravörð staðarins tali og brotaþoli kom þá aðvífandi. Lögreglumaðurinn sagði brotaþola hafa ætlað að strunsa út með drykk í glerglasi en dyravörðurinn gert athugasemd við það. Í kjölfarið hafi brotaþoli byrjað með „skítkast“, verið mjög ókurteis og „agressívur“, og lögreglumaðurinn því blandað sér í málið. Hann hafi reynt ítrekað að vísa brotaþola frá en „skítkastið“ haldið áfram. Að endingu hafi brotaþoli veist að honum og því verið snúinn niður. Brotaþoli var svo færður inn í lögreglubíl en lögreglumaðurinn sagði hann þá hafa horft á sig á ögrandi máta og ekki virst ætla að fylgja fyrirmælum. Þar kvaðst lögreglumaðurinn hafa lagt lófa á hnakka brotaþola, vissulega ekki blíðlega, en neitaði að hafa slegið hann í hnakkann líkt og honum er gefið að sök í ákæru. Tók glasið og sneri gestinn niður Þá lýsti lögreglumaðurinn því að honum fyndist brotaþoli hafa verið með „mikið leikrit“ í lögreglubílnum þegar hann var færður á lögreglustöð. Hann hafi þess vegna ekki tekið því alvarlega þegar brotaþoli rak upp sársaukavein í bílnum, hann hafi fylgst vel með honum og brotaþoli hafi aldrei verið í andnauð. Einnig hafi brotaþoli alltaf átt auðvelt með mál og bílferðin hafi auk þess ekki verið löng. Upptökur úr öryggismyndavélum frá barnum umrætt kvöld, sem og úr lögreglubílnum, voru sýndar við aðalmeðferðina. Upptökurnar frá staðnum sýndu lögreglumennina ræða við dyravörðinn og brotaþoli sést þar koma aðvífandi með glas, líkt og lögreglumaðurinn lýsti. Til nokkuð langra orðaskipta kemur milli lögreglumannsins og brotaþola, sem lyktar með því að sá fyrrnefndi tekur skyndilega af honum glasið. Að endingu snýr hann brotaþola niður, eftir nokkurt uppþot. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson (til vinstri) er réttargæslumaður brotaþola. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara (til hægri) og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sækir málið.Vísir/Vilhelm Í upptöku úr lögreglubílnum heyrist bæði og sést þegar brotaþoli er færður inn í bílinn og lagður þar á magann. Þegar lagt er af stað heyrist lögreglumaðurinn segja brotaþola ítrekað að „halda kjafti“ og segir honum að menn „hóti ekki lögreglumönnum“ . Brotaþoli segist jafnframt oft „vera alveg að deyja“ og lögreglumaðurinn spyr þá hvað manninum gangi til. Þá spyr hann brotaþola ítrekað til nafns og virðist um leið, í nokkur skipti, rykkja handjárnuðum höndum hans upp. Brotaþoli heyrist þá reka upp áðurnefnt vein. Sló manninn í hausinn Ákærði var spurður um efni myndbandsins fyrir dómi. Fyrst var hann inntur eftir því hvort það væri viðurkennd handtökuaðferð að slá brotaþola í höfuðið líkt og hann virðist gera þegar hann færir hann inn í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn kvaðst telja að svo væri, hann hefði þó vissulega gert það hratt en ekki blíðlega. Hann hefði metið það svo að beita þyrfti meiri hörku en ella þar sem brotaþoli hefði streist á móti og m.a. hótað sér lífláti. Á myndbandinu sést einnig þegar lögreglumaðurinn virðist slá brotaþola í tvígang í andlitið þegar hann liggur í lögreglubílnum. Þetta sagði lögreglumaðurinn ekki kennt sérstaklega í lögregluskólanum og viðurkenndi að þetta liti illa út á myndbandinu. Hann teldi atvikið þó alls ekki teljast til líkamsárásar og hann hefði ekki verið að reyna að meiða brotaþola, en vissulega væri þetta „alls ekki smart“. Ákæruvaldið hélt því fram að lögreglumaðurinn hefði þarna slegið brotaþola í andlitið með krepptum hnefa en lögreglumaðurinn sagðist hafa slegið hann með handarbakinu, nánar tiltekið fingurgómunum, og sýndi dómara handbragðið. „Vægt til orða tekið“ Lögreglumaðurinn neitaði enn fremur að hann hefði þrýst hné sínu á háls brotaþola. Hann hefði þó vissulega sett þrýsting á fótinn. Þá var lögreglumaðurinn aftur sammála því að það liti illa út í myndbandinu þegar hann ýtir handjárnuðum höndum brotaþola upp á meðan hann spyr hann ítrekað til nafns. „Ég held að það sé vægt til orða tekið,“ skaut Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, þá inn í. Friðrik Smári er öllum hnútum kunnugur innan lögreglunnar þar sem hann var yfirlögregluþjónn um árabil áður en hann færði sig yfir til héraðssaksóknara. Lögreglumaðurinn sagðist með þessu hafa verið að reyna að snúa brotaþola við og kvaðst, eins og áður sagði, á þeirri skoðun að brotaþoli hefði verið að ýkja viðbrögð sín inni í bílnum. Garðar Steinn Ólafsson, verjandi lögreglumannsins, býr að reynslu sinni úr Löke-málinu svokallaða þar sem hann var verjandi lögreglumannsins í málinu.Vísir/Vilhelm Inntur eftir því hvort þörf hefði verið þeirri valdbeitingu sem sést í myndbandinu, í ljósi þess að um var að ræða ölvaðan mann á sjötugsaldrei í liggjandi stöðu, ítrekaði lögreglumaðurinn að hann skildi athugasemdirnar, einkum þegar kæmi að því að slá manninn í andlitið og rykkja handleggjum hans upp í bílnum. Hann teldi sig hins vegar ekki hafa beitt óviðurkenndum aðferðum og brotaþoli hefði auk þess veist að honum fyrr um kvöldið. Lögreglukona, sem var í för með lögreglumanninum, bar einnig vitni. Sagðist hún telja félaga sinn hafa beitt viðurkenndum aðferðum. Vel hífaður Brotaþoli bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Hann sagðist ekki muna atvik vel í aðdraganda handtökunnar. Hann hefði verið undir áhrifum áfengis, „vel hífaður“. Þegar í lögreglubílinn var komið mundi brotaþoli eftir því að þá hafi honum fundist hann vera alveg að kafna. Þá hefði verið þjarmað að honum inni í klefa þegar á lögreglustöðina var komið og hann hefði vaknað morguninn eftir á nærbuxunum. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Brotaþoli kvaðst enn glíma við áverka af völdum handtökunnar og var tíðrætt um sviða sem hann fyndi enn fyrir vinstra megin í höfðinu eftir að lögreglumaðurinn þrýsti honum niður í gólf lögreglubílsins. Nú væri hann alltaf orðinn „dauðþreyttur“ klukkan 4-5 á daginn, maður sem vanur væri að vinna sextán klukkutíma á dag. Þá kvaðst hann muna eftir því að lögreglumaðurinn hefði legið ofan á honum með hnéð ofan á hálsi hans og upp eftir höfði. Hann hefði náð illa andanum og mundi eftir „hvínandi sársauka“. Þá kvaðst hann muna eftir því að hafa tjáð lögreglumanninum að hann væri alveg að deyja og sagðist með því hafa viljað láta lögreglumanninn vita að hann væri að „gera út af við sig“. Drekkur ekki mikið en þó daglega Morguninn eftir sagðist brotaþoli hafa vaknað með mikla verki. Þá liggur fyrir að hann fór til læknis um mánuði eftir atvikið og neitaði að hafa lent í átökum eða slysi þar á milli. Garðar Steinn Ólafsson, verjandi lögreglumannsins, spurði brotaþola hvort hann drykki mikið en eins og áður hefur komið fram var sá síðarnefndi ölvaður umrætt kvöld og kvaðst jafnframt ekki muna eftir aðdraganda handtökunnar. Brotaþoli sagðist ekki drekka mikið. Vísaði verjandi þá í læknisvottorð þar sem fram kom að brotaþoli drekki daglega. „Ég fæ mér rauðvín með matnum,“ sagði brotaþoli þá. Hann þvertók jafnframt fyrir það að hafa hótað lögreglumanninum. Aðalmeðferð í málinu lýkur í dag og má reikna með dómi eftir um fjórar vikur. Dómsmál Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. 21. janúar 2020 18:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Þrítugur lögreglumaður sem sætir ákæru fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi segist hvorki hafa farið offari né beitt ólögmætum aðferðum við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan Irishman Pub aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Honum finnist karlmaðurinn hafa sett upp leikþátt við handtökuna. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Í ákæru segir að lögreglumaðurinn hafi slegið gestinn aftan í höfuðið þegar hann setti hann inn í lögreglubíl, slegið hann tvö högg í andlit, þrýst hné sínu á háls og höfuð hans. Í framhaldinu hafi hann þrýst hné sínu á háls og höfuð mannsins, þvingað handjárnaða handleggi ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðarinnar. Hlaut hann tognun og ofreynslu á hálshrygg. Þriggja ára reynsla í starfi Lögreglumaðurinn útskrifaðist sem lögreglumaður árið 2016 og hefur starfað sem slíkur síðan. Hann lýsti atburðarásinni umrætt kvöld fyrir dómi. Hann og lögreglumaður sem var með honum á vakt voru kallaðir út að barnum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur vegna annars máls. Þar tóku þeir dyravörð staðarins tali og brotaþoli kom þá aðvífandi. Lögreglumaðurinn sagði brotaþola hafa ætlað að strunsa út með drykk í glerglasi en dyravörðurinn gert athugasemd við það. Í kjölfarið hafi brotaþoli byrjað með „skítkast“, verið mjög ókurteis og „agressívur“, og lögreglumaðurinn því blandað sér í málið. Hann hafi reynt ítrekað að vísa brotaþola frá en „skítkastið“ haldið áfram. Að endingu hafi brotaþoli veist að honum og því verið snúinn niður. Brotaþoli var svo færður inn í lögreglubíl en lögreglumaðurinn sagði hann þá hafa horft á sig á ögrandi máta og ekki virst ætla að fylgja fyrirmælum. Þar kvaðst lögreglumaðurinn hafa lagt lófa á hnakka brotaþola, vissulega ekki blíðlega, en neitaði að hafa slegið hann í hnakkann líkt og honum er gefið að sök í ákæru. Tók glasið og sneri gestinn niður Þá lýsti lögreglumaðurinn því að honum fyndist brotaþoli hafa verið með „mikið leikrit“ í lögreglubílnum þegar hann var færður á lögreglustöð. Hann hafi þess vegna ekki tekið því alvarlega þegar brotaþoli rak upp sársaukavein í bílnum, hann hafi fylgst vel með honum og brotaþoli hafi aldrei verið í andnauð. Einnig hafi brotaþoli alltaf átt auðvelt með mál og bílferðin hafi auk þess ekki verið löng. Upptökur úr öryggismyndavélum frá barnum umrætt kvöld, sem og úr lögreglubílnum, voru sýndar við aðalmeðferðina. Upptökurnar frá staðnum sýndu lögreglumennina ræða við dyravörðinn og brotaþoli sést þar koma aðvífandi með glas, líkt og lögreglumaðurinn lýsti. Til nokkuð langra orðaskipta kemur milli lögreglumannsins og brotaþola, sem lyktar með því að sá fyrrnefndi tekur skyndilega af honum glasið. Að endingu snýr hann brotaþola niður, eftir nokkurt uppþot. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson (til vinstri) er réttargæslumaður brotaþola. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara (til hægri) og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sækir málið.Vísir/Vilhelm Í upptöku úr lögreglubílnum heyrist bæði og sést þegar brotaþoli er færður inn í bílinn og lagður þar á magann. Þegar lagt er af stað heyrist lögreglumaðurinn segja brotaþola ítrekað að „halda kjafti“ og segir honum að menn „hóti ekki lögreglumönnum“ . Brotaþoli segist jafnframt oft „vera alveg að deyja“ og lögreglumaðurinn spyr þá hvað manninum gangi til. Þá spyr hann brotaþola ítrekað til nafns og virðist um leið, í nokkur skipti, rykkja handjárnuðum höndum hans upp. Brotaþoli heyrist þá reka upp áðurnefnt vein. Sló manninn í hausinn Ákærði var spurður um efni myndbandsins fyrir dómi. Fyrst var hann inntur eftir því hvort það væri viðurkennd handtökuaðferð að slá brotaþola í höfuðið líkt og hann virðist gera þegar hann færir hann inn í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn kvaðst telja að svo væri, hann hefði þó vissulega gert það hratt en ekki blíðlega. Hann hefði metið það svo að beita þyrfti meiri hörku en ella þar sem brotaþoli hefði streist á móti og m.a. hótað sér lífláti. Á myndbandinu sést einnig þegar lögreglumaðurinn virðist slá brotaþola í tvígang í andlitið þegar hann liggur í lögreglubílnum. Þetta sagði lögreglumaðurinn ekki kennt sérstaklega í lögregluskólanum og viðurkenndi að þetta liti illa út á myndbandinu. Hann teldi atvikið þó alls ekki teljast til líkamsárásar og hann hefði ekki verið að reyna að meiða brotaþola, en vissulega væri þetta „alls ekki smart“. Ákæruvaldið hélt því fram að lögreglumaðurinn hefði þarna slegið brotaþola í andlitið með krepptum hnefa en lögreglumaðurinn sagðist hafa slegið hann með handarbakinu, nánar tiltekið fingurgómunum, og sýndi dómara handbragðið. „Vægt til orða tekið“ Lögreglumaðurinn neitaði enn fremur að hann hefði þrýst hné sínu á háls brotaþola. Hann hefði þó vissulega sett þrýsting á fótinn. Þá var lögreglumaðurinn aftur sammála því að það liti illa út í myndbandinu þegar hann ýtir handjárnuðum höndum brotaþola upp á meðan hann spyr hann ítrekað til nafns. „Ég held að það sé vægt til orða tekið,“ skaut Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, þá inn í. Friðrik Smári er öllum hnútum kunnugur innan lögreglunnar þar sem hann var yfirlögregluþjónn um árabil áður en hann færði sig yfir til héraðssaksóknara. Lögreglumaðurinn sagðist með þessu hafa verið að reyna að snúa brotaþola við og kvaðst, eins og áður sagði, á þeirri skoðun að brotaþoli hefði verið að ýkja viðbrögð sín inni í bílnum. Garðar Steinn Ólafsson, verjandi lögreglumannsins, býr að reynslu sinni úr Löke-málinu svokallaða þar sem hann var verjandi lögreglumannsins í málinu.Vísir/Vilhelm Inntur eftir því hvort þörf hefði verið þeirri valdbeitingu sem sést í myndbandinu, í ljósi þess að um var að ræða ölvaðan mann á sjötugsaldrei í liggjandi stöðu, ítrekaði lögreglumaðurinn að hann skildi athugasemdirnar, einkum þegar kæmi að því að slá manninn í andlitið og rykkja handleggjum hans upp í bílnum. Hann teldi sig hins vegar ekki hafa beitt óviðurkenndum aðferðum og brotaþoli hefði auk þess veist að honum fyrr um kvöldið. Lögreglukona, sem var í för með lögreglumanninum, bar einnig vitni. Sagðist hún telja félaga sinn hafa beitt viðurkenndum aðferðum. Vel hífaður Brotaþoli bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Hann sagðist ekki muna atvik vel í aðdraganda handtökunnar. Hann hefði verið undir áhrifum áfengis, „vel hífaður“. Þegar í lögreglubílinn var komið mundi brotaþoli eftir því að þá hafi honum fundist hann vera alveg að kafna. Þá hefði verið þjarmað að honum inni í klefa þegar á lögreglustöðina var komið og hann hefði vaknað morguninn eftir á nærbuxunum. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Brotaþoli kvaðst enn glíma við áverka af völdum handtökunnar og var tíðrætt um sviða sem hann fyndi enn fyrir vinstra megin í höfðinu eftir að lögreglumaðurinn þrýsti honum niður í gólf lögreglubílsins. Nú væri hann alltaf orðinn „dauðþreyttur“ klukkan 4-5 á daginn, maður sem vanur væri að vinna sextán klukkutíma á dag. Þá kvaðst hann muna eftir því að lögreglumaðurinn hefði legið ofan á honum með hnéð ofan á hálsi hans og upp eftir höfði. Hann hefði náð illa andanum og mundi eftir „hvínandi sársauka“. Þá kvaðst hann muna eftir því að hafa tjáð lögreglumanninum að hann væri alveg að deyja og sagðist með því hafa viljað láta lögreglumanninn vita að hann væri að „gera út af við sig“. Drekkur ekki mikið en þó daglega Morguninn eftir sagðist brotaþoli hafa vaknað með mikla verki. Þá liggur fyrir að hann fór til læknis um mánuði eftir atvikið og neitaði að hafa lent í átökum eða slysi þar á milli. Garðar Steinn Ólafsson, verjandi lögreglumannsins, spurði brotaþola hvort hann drykki mikið en eins og áður hefur komið fram var sá síðarnefndi ölvaður umrætt kvöld og kvaðst jafnframt ekki muna eftir aðdraganda handtökunnar. Brotaþoli sagðist ekki drekka mikið. Vísaði verjandi þá í læknisvottorð þar sem fram kom að brotaþoli drekki daglega. „Ég fæ mér rauðvín með matnum,“ sagði brotaþoli þá. Hann þvertók jafnframt fyrir það að hafa hótað lögreglumanninum. Aðalmeðferð í málinu lýkur í dag og má reikna með dómi eftir um fjórar vikur.
Dómsmál Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. 21. janúar 2020 18:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. 21. janúar 2020 18:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent