Kórónufaraldur að draga úr vinnustaðarómantík Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 11:00 Kórónufaraldur er sagður draga enn úr því að parsambönd myndist á vinnustöðum. Vísir/Getty Að daðra á fjarfundum er augljóslega erfitt nema að um tveggja manna fund sé að ræða. Sömuleiðis hefur vinnustaðadaður ekki sömu áhrif þegar báðir starfsmenn eru með grímur. Í grein sem birt var í Economist Business fyrir helgi er þeirri spurningu velt upp hvort kórónufaraldurinn sé að draga verulega úr vinnustaðadaðri og mögulegum ástarsamböndum sem verða til innan vinnustaða. Stanford háskóli hefur fylgst með þróun vinnustaðasambanda um árabil. Samkvæmt könnunum á þeirra vegum fer samböndum þar sem fólk kynnist í vinnunni fækkandi. Má nefna að í könnun sem gerð var árið 1995 sögðust 19% aðspurðra hafa kynnst maka sínum í vinnunni. Þetta hlutfall hafði lækkað í 11% árið 2017 og er án efa enn lægra nú að mati greinahöfundar Economist Business. En hver er skýringin á þessari þróun? Ein ástæðan er sögð sú að mörg fyrirtæki eru sjálf farin að velta vöngum yfir því hversu æskileg vinnustaðasambönd eru yfir höfuð. Þessar vangaveltur hafa aukist mjög í kjölfar #metoo. Þá kannast margir vinnustaðir við þá erfiðleika sem upp geta komið í teymum ef vinnustaðasamband gengur ekki upp eða endar illa. Í slíkum aðstæðum geta vinnustaðasambönd haft áhrif á alla aðra starfsmenn. Enn önnur skýring er sögð sú að í Bandaríkjunum er það að verða æ algengara að vinnustaðir taki upp þá siðareglu innanhús hjá sér að stjórnendum er bannað að eiga í ástarsambandi við starfsfólk. Enn önnur fyrirtæki hafa bannað öll slík sambönd, óháð starfsheitum. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða hagsmunaárekstrar geta komið upp ef fólk kynnist í gegnum vinnuna en ekki á vinnustaðnum. Sem dæmi er tiltekið ef sölumaður tekur upp ástarsamband við starfsmann hjá birgja o.s.frv. Að sama skapi eru talsmenn sem segjast vona að kórónufaraldurinn geri ekki endanlega út um vinnustaðarómantík. Þar megi ekki gleyma því að milljónir hamingjusamra hjóna um allan heim hafi kynnst í vinnunni. Því er þó spáð að kórónufaraldurinn muni mögulega kalla á nýja nálgun í vinnustaðadaðri. Nú þurfi fólk að þreifa fyrir sér yfir handsprittbrúsum og með andlitsgrímu. Þá geri fjarlægðarmörk fólki erfitt fyrir sem langar að kynnast betur. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað niðurstöður mælinga munu segja um þróun vinnustaðasambanda í kjölfar kórónufaraldurs. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að daðra á fjarfundum er augljóslega erfitt nema að um tveggja manna fund sé að ræða. Sömuleiðis hefur vinnustaðadaður ekki sömu áhrif þegar báðir starfsmenn eru með grímur. Í grein sem birt var í Economist Business fyrir helgi er þeirri spurningu velt upp hvort kórónufaraldurinn sé að draga verulega úr vinnustaðadaðri og mögulegum ástarsamböndum sem verða til innan vinnustaða. Stanford háskóli hefur fylgst með þróun vinnustaðasambanda um árabil. Samkvæmt könnunum á þeirra vegum fer samböndum þar sem fólk kynnist í vinnunni fækkandi. Má nefna að í könnun sem gerð var árið 1995 sögðust 19% aðspurðra hafa kynnst maka sínum í vinnunni. Þetta hlutfall hafði lækkað í 11% árið 2017 og er án efa enn lægra nú að mati greinahöfundar Economist Business. En hver er skýringin á þessari þróun? Ein ástæðan er sögð sú að mörg fyrirtæki eru sjálf farin að velta vöngum yfir því hversu æskileg vinnustaðasambönd eru yfir höfuð. Þessar vangaveltur hafa aukist mjög í kjölfar #metoo. Þá kannast margir vinnustaðir við þá erfiðleika sem upp geta komið í teymum ef vinnustaðasamband gengur ekki upp eða endar illa. Í slíkum aðstæðum geta vinnustaðasambönd haft áhrif á alla aðra starfsmenn. Enn önnur skýring er sögð sú að í Bandaríkjunum er það að verða æ algengara að vinnustaðir taki upp þá siðareglu innanhús hjá sér að stjórnendum er bannað að eiga í ástarsambandi við starfsfólk. Enn önnur fyrirtæki hafa bannað öll slík sambönd, óháð starfsheitum. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða hagsmunaárekstrar geta komið upp ef fólk kynnist í gegnum vinnuna en ekki á vinnustaðnum. Sem dæmi er tiltekið ef sölumaður tekur upp ástarsamband við starfsmann hjá birgja o.s.frv. Að sama skapi eru talsmenn sem segjast vona að kórónufaraldurinn geri ekki endanlega út um vinnustaðarómantík. Þar megi ekki gleyma því að milljónir hamingjusamra hjóna um allan heim hafi kynnst í vinnunni. Því er þó spáð að kórónufaraldurinn muni mögulega kalla á nýja nálgun í vinnustaðadaðri. Nú þurfi fólk að þreifa fyrir sér yfir handsprittbrúsum og með andlitsgrímu. Þá geri fjarlægðarmörk fólki erfitt fyrir sem langar að kynnast betur. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað niðurstöður mælinga munu segja um þróun vinnustaðasambanda í kjölfar kórónufaraldurs.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira