Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 15. mars 2020 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að um tæplega eitt prósent sé að ræða. Að sögn Þórólfs eru þetta góðar fréttir þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa leitað að veirunni í áhættuhópum en föstudag hóf Íslensk erfðagreining leit að veirunni í þeim hópi Íslendinga sem er utan áhættuhópsins. Áhættuhópurinn eru þeir sem hafa verið í einhverskonar tengslum við þá sem hafa smitast, verið í samskiptum við þá sem hafa smitast eða komið frá skilgreindum hættusvæðum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef,“ segir Kári Stefánsson. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til. „Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," segir Þórólfur. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að um tæplega eitt prósent sé að ræða. Að sögn Þórólfs eru þetta góðar fréttir þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa leitað að veirunni í áhættuhópum en föstudag hóf Íslensk erfðagreining leit að veirunni í þeim hópi Íslendinga sem er utan áhættuhópsins. Áhættuhópurinn eru þeir sem hafa verið í einhverskonar tengslum við þá sem hafa smitast, verið í samskiptum við þá sem hafa smitast eða komið frá skilgreindum hættusvæðum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef,“ segir Kári Stefánsson. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til. „Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," segir Þórólfur. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira