Rannsaka hvort hægt sé að nýta „pólitískustu“ plöntu landsins til manneldis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Axel Sigurðsson, Braga Stefaný Mileris og Björn Viðar Aðalbjörnsson. SIGURJÓN ÓLASON Verið er að rannsaka hvort hægt sé að nýta íslensku lúpínuna til drykkjar- og manneldis. Doktorsnemi í matvælafræði segir verðmætaskapandi að finna nýtingu fyrir plöntuna umdeildu sem vex út um allar trissur. „Ég hugsa að það sé óhætt að segja að lúpínan sé pólitískasta planta landsins en þjóðin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á lúpínunni en nú á að rannsaka hvort hægt sé að nýta þessa plöntu.“ Íslenska lúpínan hefur lítið verið rannsökuð en nú stendur það til bóta og eru það nemendur í matvælafræði sem sinna mælingum. „Þetta er ónýtt hráefni sem vex út um allt í loftslaginu á Íslandi þar sem er ekkert auðvelt að rækta eitthvað í. Þannig það er mjög verðmætaskapandi að finna eitthvað sniðugt til þess að nýta plöntuna í - sama hvað það væri,“ sagði Braga Stefaný Mileris, doktorsnemi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Verið er að skoða hvort hægt sé að nýta lúpínuna til dýrafóðurs eða drykkjar- og manneldis. Hópurinn er byrjaður að vinna að útfærslum á drykkjum úr lúpínunni. Hér má sjá þrjár drykkjarprufur úr lúpínunni.SIGURJÓN ÓLASON „Hér sjáum við þrjár mismunandi vinnslur af lúpínunni og það útskýrir litamuninn og þá er bara komið að því að smakka.“ „Erlendis eins og t.d. á Spáni þá er hægt að kaupa lúpínu baunir í súpermörkuðum í vatni bara alveg eins og þú kaupir aðrar baunir og nýtir þær eins. Þú getur borðað þær eintómar sem snakk, gert hummus eða nýtt þær í baunarétti,“ sagði Braga. Fyrst þarf þó að aðskilja biturefnini frá plöntunni þar sem þau þykja afar bragðvond. „Þetta er ekki gott.“ „Nei maður finnur biturefnin í fræjunum, það er ekki búið að fjarlægja þau,“ sagði Braga. Mælingar á lífvirkum efnum í lúpínunni standa enn yfir en þær hafa sýnt mikla möguleika. „Lífvirk efni eru efni með heilsubætandi eiginleika og það eru mjög mikið af lífvirkum efnum í íslenskri lúpínu þannig það eru margir möguleikar líka jafnvel til að nota í lyfjaiðnað eða virk matvæli sem eru matvæli með heilsubætandi eiginleika,“ sagði Braga. Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Verið er að rannsaka hvort hægt sé að nýta íslensku lúpínuna til drykkjar- og manneldis. Doktorsnemi í matvælafræði segir verðmætaskapandi að finna nýtingu fyrir plöntuna umdeildu sem vex út um allar trissur. „Ég hugsa að það sé óhætt að segja að lúpínan sé pólitískasta planta landsins en þjóðin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á lúpínunni en nú á að rannsaka hvort hægt sé að nýta þessa plöntu.“ Íslenska lúpínan hefur lítið verið rannsökuð en nú stendur það til bóta og eru það nemendur í matvælafræði sem sinna mælingum. „Þetta er ónýtt hráefni sem vex út um allt í loftslaginu á Íslandi þar sem er ekkert auðvelt að rækta eitthvað í. Þannig það er mjög verðmætaskapandi að finna eitthvað sniðugt til þess að nýta plöntuna í - sama hvað það væri,“ sagði Braga Stefaný Mileris, doktorsnemi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Verið er að skoða hvort hægt sé að nýta lúpínuna til dýrafóðurs eða drykkjar- og manneldis. Hópurinn er byrjaður að vinna að útfærslum á drykkjum úr lúpínunni. Hér má sjá þrjár drykkjarprufur úr lúpínunni.SIGURJÓN ÓLASON „Hér sjáum við þrjár mismunandi vinnslur af lúpínunni og það útskýrir litamuninn og þá er bara komið að því að smakka.“ „Erlendis eins og t.d. á Spáni þá er hægt að kaupa lúpínu baunir í súpermörkuðum í vatni bara alveg eins og þú kaupir aðrar baunir og nýtir þær eins. Þú getur borðað þær eintómar sem snakk, gert hummus eða nýtt þær í baunarétti,“ sagði Braga. Fyrst þarf þó að aðskilja biturefnini frá plöntunni þar sem þau þykja afar bragðvond. „Þetta er ekki gott.“ „Nei maður finnur biturefnin í fræjunum, það er ekki búið að fjarlægja þau,“ sagði Braga. Mælingar á lífvirkum efnum í lúpínunni standa enn yfir en þær hafa sýnt mikla möguleika. „Lífvirk efni eru efni með heilsubætandi eiginleika og það eru mjög mikið af lífvirkum efnum í íslenskri lúpínu þannig það eru margir möguleikar líka jafnvel til að nota í lyfjaiðnað eða virk matvæli sem eru matvæli með heilsubætandi eiginleika,“ sagði Braga.
Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira