Ekki vera í mannfjölda, ekki gista í tjaldi og helst ekki stíga út úr bílnum Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 19:34 Það verður að ýmsu að huga fyrir ferðamenn sem koma hingað til lands eftir að nýju reglurnar taka gildi. Vísir/Vilhelm Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Sóttvarnalæknir birti í nótt uppfærðar reglur um sóttkví í aðdraganda breytinganna á miðvikudag. Þá þurfa allir ferðamenn sem hingað koma að fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Ferðamálastofa kom að gerð reglnanna og segir forstöðumaður þar að þær feli í sér töluverðar breytingar frá því sem áður var. „Hérna áður var þetta svokölluð heimkomusóttkví sem ferðamenn urðu að taka þátt í en núna er þetta bara sóttkví, alger, sem ferðamaðurinn þarf að hlíta,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn í sóttkví mega fara í göngutúra, en ekki á mannmörgum stöðum eða annars staðar þar sem þeir geta átt von á því að vera innan um annað fólk. Ef ferðamenn leigja sér bíl mega þeir helst ekki stíga úr honum, þannig mega þeir alls ekki stoppa á vinsælum ferðamannastöðum eða borða í vegasjoppum. Þá geti jafnframt orðið vandasamt að taka bensín. Elías segir að mögulega gætu ferðamenn hringt á undan sér í bensínstöðvarnar, fengið fulla þjónustu og greitt í gegn um síma, allt án þess að fara út úr bílnum. Tryggja þarf birgðir inni á herbergjum Ferðamálastofa mun senda út ákall til gististaða sem telja sig tilbúna að þjónusta ferðamenn sem fara í sóttkví. Það er ekki sama hvernig það er gert. „Þetta þarf að vera í sér álmu á sér hæð, eða stakstæð lítil gistihús. Hvert og eitt herbergi þarf að hafa sitt eigið baðherbergi og salerni. Það þarf að vera búið að tryggja það að inni á herbergjunum séu nægar birgðir til næstu fimm daga,“ segir Elías, þar sem ekki megi fara inn á herbergin og þjónusta þau meðan á sóttkví stendur. Þá verða ferðamenn að panta allan mat og aðrar vistir upp á herbergin. Sérstaklega er varað við því að heimsending á landsbyggðinni geti verið af skornum skammti. Ferðamenn mega þannig ekki gista í tjaldi eða breyttum sendiferðabílum, eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þeir mega hins vegar hafast við í sumarbústöðum, að því gefnu að þeir geti fengið alla þjónustu upp að dyrum. Reglurnar taka gildi á miðvikudag en óvíst er hversu mikið mun á þær reyna. „Við eigum von á því að þetta verði svolítið kraðak fyrstu dagana en síðan held ég að slökkni nú bara almennt á ferðaþjónustunni, það er að segja gestum erlendis frá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Heilbrigðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Sóttvarnalæknir birti í nótt uppfærðar reglur um sóttkví í aðdraganda breytinganna á miðvikudag. Þá þurfa allir ferðamenn sem hingað koma að fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Ferðamálastofa kom að gerð reglnanna og segir forstöðumaður þar að þær feli í sér töluverðar breytingar frá því sem áður var. „Hérna áður var þetta svokölluð heimkomusóttkví sem ferðamenn urðu að taka þátt í en núna er þetta bara sóttkví, alger, sem ferðamaðurinn þarf að hlíta,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn í sóttkví mega fara í göngutúra, en ekki á mannmörgum stöðum eða annars staðar þar sem þeir geta átt von á því að vera innan um annað fólk. Ef ferðamenn leigja sér bíl mega þeir helst ekki stíga úr honum, þannig mega þeir alls ekki stoppa á vinsælum ferðamannastöðum eða borða í vegasjoppum. Þá geti jafnframt orðið vandasamt að taka bensín. Elías segir að mögulega gætu ferðamenn hringt á undan sér í bensínstöðvarnar, fengið fulla þjónustu og greitt í gegn um síma, allt án þess að fara út úr bílnum. Tryggja þarf birgðir inni á herbergjum Ferðamálastofa mun senda út ákall til gististaða sem telja sig tilbúna að þjónusta ferðamenn sem fara í sóttkví. Það er ekki sama hvernig það er gert. „Þetta þarf að vera í sér álmu á sér hæð, eða stakstæð lítil gistihús. Hvert og eitt herbergi þarf að hafa sitt eigið baðherbergi og salerni. Það þarf að vera búið að tryggja það að inni á herbergjunum séu nægar birgðir til næstu fimm daga,“ segir Elías, þar sem ekki megi fara inn á herbergin og þjónusta þau meðan á sóttkví stendur. Þá verða ferðamenn að panta allan mat og aðrar vistir upp á herbergin. Sérstaklega er varað við því að heimsending á landsbyggðinni geti verið af skornum skammti. Ferðamenn mega þannig ekki gista í tjaldi eða breyttum sendiferðabílum, eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þeir mega hins vegar hafast við í sumarbústöðum, að því gefnu að þeir geti fengið alla þjónustu upp að dyrum. Reglurnar taka gildi á miðvikudag en óvíst er hversu mikið mun á þær reyna. „Við eigum von á því að þetta verði svolítið kraðak fyrstu dagana en síðan held ég að slökkni nú bara almennt á ferðaþjónustunni, það er að segja gestum erlendis frá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Heilbrigðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira