Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2020 06:50 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Patrick Semansky Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. Tilefnið er viðleitni ríkisstjórnar Donald Trump til að grafa undan Póstinum í aðdraganda forsetakosninga í nóvember, þar sem búist er við að milljónir muni greiða atkvæði í pósti. Louis DeJoy, nýr yfirmaður Póstsins, hefur þegar skorið niður og gert miklar breytingar sem taldar eru muna koma niður á getu stofnunarinnar til að bregðast við kosningunum. Breytingarnar hafa þegar leitt til tafa á þjónustu Póstsins. Sjá einnig: Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Í bréfi sem hún sendi þingmönnum í gær skrifaði Pelosi að á tímum faraldurs nýju kórónuveirunnar væri Pósturinn mjög mikilvægur vegna kosninganna. Líf og lýðræði Bandaríkjanna væri í húfi vegna aðgerða forsetans. Búist er við að þingmenn muni koma saman aftur um næstu helgi og greiða atkvæði á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Frumvarpinu sem um ræðir er ætlað að koma í veg fyrir að Trump geti gert breytingar á Póstinum og þingmenn Demókrataflokksins hafa þegar krafist þess að DeJoy mæti á nefndarfund þann 27. ágúst og svari spurningum þingmanna. Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Trump hefur lengi haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl sé fylgifiskur póstatkvæða. Hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því og sérfræðingar segja það rangt. Read my letter to Members here: https://t.co/FcVJRo2nTm— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 17, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. Tilefnið er viðleitni ríkisstjórnar Donald Trump til að grafa undan Póstinum í aðdraganda forsetakosninga í nóvember, þar sem búist er við að milljónir muni greiða atkvæði í pósti. Louis DeJoy, nýr yfirmaður Póstsins, hefur þegar skorið niður og gert miklar breytingar sem taldar eru muna koma niður á getu stofnunarinnar til að bregðast við kosningunum. Breytingarnar hafa þegar leitt til tafa á þjónustu Póstsins. Sjá einnig: Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Í bréfi sem hún sendi þingmönnum í gær skrifaði Pelosi að á tímum faraldurs nýju kórónuveirunnar væri Pósturinn mjög mikilvægur vegna kosninganna. Líf og lýðræði Bandaríkjanna væri í húfi vegna aðgerða forsetans. Búist er við að þingmenn muni koma saman aftur um næstu helgi og greiða atkvæði á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Frumvarpinu sem um ræðir er ætlað að koma í veg fyrir að Trump geti gert breytingar á Póstinum og þingmenn Demókrataflokksins hafa þegar krafist þess að DeJoy mæti á nefndarfund þann 27. ágúst og svari spurningum þingmanna. Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Trump hefur lengi haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl sé fylgifiskur póstatkvæða. Hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því og sérfræðingar segja það rangt. Read my letter to Members here: https://t.co/FcVJRo2nTm— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 17, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30