Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Stjarnan | Dramatískar lokamínútur þegar Stjarnan sigraði í Krikanum Ísak Hallmundarson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 17. ágúst 2020 20:45 Halldór Orri tryggði Stjörnunni öll þrjú stigin í kvöld með frábæru marki. Vísir/HAG FH tók á móti Stjörnunni í Kaplakrika í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur í Krikanum dýrmætur 2-1 sigur Stjörnunnar þar sem úrslitin réðust í blálokin. Heimamenn í Fimleikafélaginu byrjuðu leikinn betur og stjórnuðu leiknum fyrstu mínúturnar. Garðbæingar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn en hættulegasta færi fyrri hálfleiks áttu Hafnfirðingar. Það var þegar Steven Lennon þrumaði boltanum í stöngina rétt innan vítateigs eftir undirbúning Jónatans Inga. Hvorugu liðinu tókst að skora í almennt tíðindalitlum fyrri hálfleik. Allt fjörið fór fram á síðustu 25 mínútum leiksins eða svo. Stjarnan komst yfir á 68. mínútu þegar Emil Atlason vann boltann af Guðmundi Kristjánssyni innan vítateigs FH, senti boltinn fyrir markið þar sem Hilmar Árni Halldórsson stóð einn og óvaldaður og gat skorað í autt markið, sem hann gerði. Staðan orðin 1-0 fyrir gestunum og ástandið átti eftir að versna augnabliki síðar fyrir heimamenn. Guðmundur Kristjánsson fékk tvö gul spjöld innan við tveimur mínútum eftir mark Stjörnunnar og þar með rautt spjald. Bæði brotin óþörf, það fyrra á miðjuboganum innan við mínútu eftir mark Stjörnunnar og það seinna skömmu síðar, þegar Guðmundur braut á Emili Atlasyni um tíu metrum frá vítateig FH. FH-ingar orðnir manni færri og marki undir á svipstundu. Í uppbótartíma náðu heimamenn hinsvegar að jafna leikinn. Það kom slæm sending til baka frá varnarmanni Stjörnunnar sem Steven Lennon komst inní, var kominn einn á móti Haraldi í marki Stjörnumanna, lék á hann og senti boltann í autt netið. Svo virtist sem FH-ingar væru að tryggja sér eitt stig og taka tvö af Stjörnunni en allt kom fyrir ekki. Stjarnan átti tvö kjörin tækifæri til að skora sigurmarkið en Gunnar Nielsen í marki FH varði í tvígang og virtist vera að bjarga stiginu fyrir Hafnarfjarðarliðið. Það gerðist síðan á síðustu sekúndum leiksins að boltinn barst til Hilmars Árna hægra megin í teignum, Hilmar var fljótur að átta sig og senti boltann fastan meðfram jörðu á Halldór Orra Björnsson sem stýrði boltanum með hælnum framhjá Gunnari í markinu og reyndist það sigurmarkið og síðasta spyrnan í leiknum. Ótrúlegar lokamínútur! Af hverju vann Stjarnan? Þetta hefði getað farið á báða vegu en á tveggja mínútna kafla skoraði Stjarnan fyrsta markið og FH missti mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Kristjánsson sem fékk að líta rauða spjaldið átti að gera betur í markinu sem Stjarnan skoraði. Stjarnan sýndi síðan karakter eftir jöfnunarmark FH með því að skora sigurmarkið úr síðustu spyrnu leiksins. Dýrmæt þrjú stig í toppbaráttunni. Hverjir stóðu upp úr? Í sigurliðinu voru það Hilmar Árni Halldórsson og Emil Atlason. Hilmar skoraði fyrra markið og bjó til það síðara auk þess að vera líflegasti leikmaðurinn á vellinum allan leikinn. Emil kom inn á sem varamaður á 60. mínútu fyrir Guðjón Baldvinsson og breytti leiknum. Lagði upp fyrra mark Stjörnunnar, var ógnandi fram á við og það var Emil sem Guðmundur Kristjánsson braut á þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Steven Lennon var besti maðurinn í FH-liðinu í kvöld. Hann fékk besta færið í fyrri hálfleik þegar hann skaut í stöngina og gerði síðan afar vel þegar hann skoraði jöfnunarmark FH, sem því miður fyrir hann dugði ekki til. Hvað gekk illa? Þetta var ekki góður dagur fyrir Guðmund Kristjánsson í vörn FH, sem tapaði einvíginu fyrir Emili Atlasyni í teignum í aðdraganda fyrra marks Stjörnunnar. Hann fékk síðan tvö gul spjöld á innan við tveimur mínútum eftir markið og var rekinn af velli. Hvað gerist næst? Stjarnan fer í heimsókn í Árbæinn næsta föstudagskvöld og mætir Fylki. FH-ingar fá HK í heimsókn í Kaplakrika næsta laugardag. Eftir leikinn er Stjarnan í öðru sæti með 18 stig, fjórum stigum minna en Valur en eiga tvo leiki til góða. FH er í 5. sæti með 17 stig. Rúnar Páll, annar af þjálfurum Stjörnunnar.Mynd/S2S Rúnar Páll: Þetta gerist ekki sætara „Það voru nátturlega vonbrigði að fá þettar jöfnunarmark á okkur. Mér fannst við hafa mikla yfirburði í seinni hálfleik og svo var auðvitað gríðalega sætt að fá flautumarkið, þetta gerist ekki sætara“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn á FH í kvöld. „Ég er gríðalega stoltur af strákunum. Við byrjuðum leikinn illa og FH átti leikinn í upphafi og miðað við það hvernig fyrstu mínúturnar spiluðust þá vorum við bara heppnir að hafa ekki lent undir snemma“ „Enn við náðum svo hrollinum úr okkur og tókum yfir leikinn fannst mér“ Stjarnan tapaði niður forystu gegn Gróttu á heimavelli fyrir helgi í leik sem endaði með jafntefli. Rúnar segir að sá leikur sé núna búinn að núllast út „Þetta núllast út hjá okkur núna, við erum hrikalega ánægðir að fá þessi þrjú stig á erfiðum útivelli. FH er búið að spila vel síðan nýju þjálfararnir tóku við og það er bara mjög sterkt hjá okkur að hafa unnið í dag“ sagði Rúnar Páll að lokum. Eiður Smári Guðjohnsen, annar af þjálfurum FH.mynd/stöð 2 Eiður Smári: Tókum Stjörnuna í pínu kennslustund í fyrri hálfleik „Ótrúlega svekkjandi að hafa fengið á sig mark á 90. mínútu, sérstaklega eftir að hafa jafnað leikinn“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH eftir 2-1 gegn Stjörnunni í kvöld „Við sýndum okkar besta fótbolta í byrjun leiks, ég held að við höfum bara tekið Stjörnuna í pínu kennslustund. Enn því miður náðum við ekki að nýta okkur það með marki, þá hefði leikurinn líklegast spilast allt öðruvísi.“ „Svona miðað við spilamennskuna okkar á stórum kafla þá fannst mér þetta ekki endilega sanngjörn úrslit en þú færð yfirleitt út úr leikjum það sem þú átt skilið“ FH jafnaði leikinn með marki frá Steven Lennon undir lok leiks þá manni færri eftir að Guðmundur Kristjánsson fékk rautt spjald um miðbik síðari hálfleiks. „Í svona stórleik er alltaf erfitt að missa mann af velli. Ég hef svo sem ekkert um þau atvik að segja en við sýndum karakter í að koma til baka eftir það og jafna leikinn“ „Enn svekkjandi að fá svo mark í andlitið þegar það eru hvað, sjö sekúndur eftir“ sagði Eiður Smári, vissulega svekktur að leikslokum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan FH Fótbolti Íslenski boltinn
FH tók á móti Stjörnunni í Kaplakrika í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur í Krikanum dýrmætur 2-1 sigur Stjörnunnar þar sem úrslitin réðust í blálokin. Heimamenn í Fimleikafélaginu byrjuðu leikinn betur og stjórnuðu leiknum fyrstu mínúturnar. Garðbæingar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn en hættulegasta færi fyrri hálfleiks áttu Hafnfirðingar. Það var þegar Steven Lennon þrumaði boltanum í stöngina rétt innan vítateigs eftir undirbúning Jónatans Inga. Hvorugu liðinu tókst að skora í almennt tíðindalitlum fyrri hálfleik. Allt fjörið fór fram á síðustu 25 mínútum leiksins eða svo. Stjarnan komst yfir á 68. mínútu þegar Emil Atlason vann boltann af Guðmundi Kristjánssyni innan vítateigs FH, senti boltinn fyrir markið þar sem Hilmar Árni Halldórsson stóð einn og óvaldaður og gat skorað í autt markið, sem hann gerði. Staðan orðin 1-0 fyrir gestunum og ástandið átti eftir að versna augnabliki síðar fyrir heimamenn. Guðmundur Kristjánsson fékk tvö gul spjöld innan við tveimur mínútum eftir mark Stjörnunnar og þar með rautt spjald. Bæði brotin óþörf, það fyrra á miðjuboganum innan við mínútu eftir mark Stjörnunnar og það seinna skömmu síðar, þegar Guðmundur braut á Emili Atlasyni um tíu metrum frá vítateig FH. FH-ingar orðnir manni færri og marki undir á svipstundu. Í uppbótartíma náðu heimamenn hinsvegar að jafna leikinn. Það kom slæm sending til baka frá varnarmanni Stjörnunnar sem Steven Lennon komst inní, var kominn einn á móti Haraldi í marki Stjörnumanna, lék á hann og senti boltann í autt netið. Svo virtist sem FH-ingar væru að tryggja sér eitt stig og taka tvö af Stjörnunni en allt kom fyrir ekki. Stjarnan átti tvö kjörin tækifæri til að skora sigurmarkið en Gunnar Nielsen í marki FH varði í tvígang og virtist vera að bjarga stiginu fyrir Hafnarfjarðarliðið. Það gerðist síðan á síðustu sekúndum leiksins að boltinn barst til Hilmars Árna hægra megin í teignum, Hilmar var fljótur að átta sig og senti boltann fastan meðfram jörðu á Halldór Orra Björnsson sem stýrði boltanum með hælnum framhjá Gunnari í markinu og reyndist það sigurmarkið og síðasta spyrnan í leiknum. Ótrúlegar lokamínútur! Af hverju vann Stjarnan? Þetta hefði getað farið á báða vegu en á tveggja mínútna kafla skoraði Stjarnan fyrsta markið og FH missti mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Kristjánsson sem fékk að líta rauða spjaldið átti að gera betur í markinu sem Stjarnan skoraði. Stjarnan sýndi síðan karakter eftir jöfnunarmark FH með því að skora sigurmarkið úr síðustu spyrnu leiksins. Dýrmæt þrjú stig í toppbaráttunni. Hverjir stóðu upp úr? Í sigurliðinu voru það Hilmar Árni Halldórsson og Emil Atlason. Hilmar skoraði fyrra markið og bjó til það síðara auk þess að vera líflegasti leikmaðurinn á vellinum allan leikinn. Emil kom inn á sem varamaður á 60. mínútu fyrir Guðjón Baldvinsson og breytti leiknum. Lagði upp fyrra mark Stjörnunnar, var ógnandi fram á við og það var Emil sem Guðmundur Kristjánsson braut á þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Steven Lennon var besti maðurinn í FH-liðinu í kvöld. Hann fékk besta færið í fyrri hálfleik þegar hann skaut í stöngina og gerði síðan afar vel þegar hann skoraði jöfnunarmark FH, sem því miður fyrir hann dugði ekki til. Hvað gekk illa? Þetta var ekki góður dagur fyrir Guðmund Kristjánsson í vörn FH, sem tapaði einvíginu fyrir Emili Atlasyni í teignum í aðdraganda fyrra marks Stjörnunnar. Hann fékk síðan tvö gul spjöld á innan við tveimur mínútum eftir markið og var rekinn af velli. Hvað gerist næst? Stjarnan fer í heimsókn í Árbæinn næsta föstudagskvöld og mætir Fylki. FH-ingar fá HK í heimsókn í Kaplakrika næsta laugardag. Eftir leikinn er Stjarnan í öðru sæti með 18 stig, fjórum stigum minna en Valur en eiga tvo leiki til góða. FH er í 5. sæti með 17 stig. Rúnar Páll, annar af þjálfurum Stjörnunnar.Mynd/S2S Rúnar Páll: Þetta gerist ekki sætara „Það voru nátturlega vonbrigði að fá þettar jöfnunarmark á okkur. Mér fannst við hafa mikla yfirburði í seinni hálfleik og svo var auðvitað gríðalega sætt að fá flautumarkið, þetta gerist ekki sætara“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn á FH í kvöld. „Ég er gríðalega stoltur af strákunum. Við byrjuðum leikinn illa og FH átti leikinn í upphafi og miðað við það hvernig fyrstu mínúturnar spiluðust þá vorum við bara heppnir að hafa ekki lent undir snemma“ „Enn við náðum svo hrollinum úr okkur og tókum yfir leikinn fannst mér“ Stjarnan tapaði niður forystu gegn Gróttu á heimavelli fyrir helgi í leik sem endaði með jafntefli. Rúnar segir að sá leikur sé núna búinn að núllast út „Þetta núllast út hjá okkur núna, við erum hrikalega ánægðir að fá þessi þrjú stig á erfiðum útivelli. FH er búið að spila vel síðan nýju þjálfararnir tóku við og það er bara mjög sterkt hjá okkur að hafa unnið í dag“ sagði Rúnar Páll að lokum. Eiður Smári Guðjohnsen, annar af þjálfurum FH.mynd/stöð 2 Eiður Smári: Tókum Stjörnuna í pínu kennslustund í fyrri hálfleik „Ótrúlega svekkjandi að hafa fengið á sig mark á 90. mínútu, sérstaklega eftir að hafa jafnað leikinn“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH eftir 2-1 gegn Stjörnunni í kvöld „Við sýndum okkar besta fótbolta í byrjun leiks, ég held að við höfum bara tekið Stjörnuna í pínu kennslustund. Enn því miður náðum við ekki að nýta okkur það með marki, þá hefði leikurinn líklegast spilast allt öðruvísi.“ „Svona miðað við spilamennskuna okkar á stórum kafla þá fannst mér þetta ekki endilega sanngjörn úrslit en þú færð yfirleitt út úr leikjum það sem þú átt skilið“ FH jafnaði leikinn með marki frá Steven Lennon undir lok leiks þá manni færri eftir að Guðmundur Kristjánsson fékk rautt spjald um miðbik síðari hálfleiks. „Í svona stórleik er alltaf erfitt að missa mann af velli. Ég hef svo sem ekkert um þau atvik að segja en við sýndum karakter í að koma til baka eftir það og jafna leikinn“ „Enn svekkjandi að fá svo mark í andlitið þegar það eru hvað, sjö sekúndur eftir“ sagði Eiður Smári, vissulega svekktur að leikslokum.