Tjón getur hlaupið á hundrað þúsund krónum ef dælur ganga án heits vatns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 22:09 Skrúfað verður fyrir heitt vatn í Hafnarfirði, Garðabæ, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Vísir/Vilhelm Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt. Ef það sé ekki gert eyðileggist dælurnar og tjónið geti hlaupið á hundrað þúsund krónum. „Það er rosalega áríðandi að fólk taki hringrásardæluna úr sambandi, annars skemmist hún, hún kostar sjötíu-, áttatíu þúsund,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa. „Fólk veit ekkert af því, það er mjög áríðandi að þetta komi fram.“ Ekki þurfi aðeins að greiða fyrir nýja hringrásardælu heldur þurfi fólk einnig að fá pípulagningamann til að koma og skipta um hana og segir Þór kostnaðinn geta hlaupið á yfir hundrað þúsund krónum. „Ég er rosalega hissa á að þetta hafi ekki komið fram.“ Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. Þór segir að sé ekki slökkt á dælunni gangi hún þurr sem getur leitt til þess að hún skemmist. „Það getur verið stórtjón.“ Hann segir dæluna ekki taka kalda vatnið inn í staðin og því geti það valdið miklu tjóni hjá mörgum ef ekki er slökkt á henni. „Það er ekkert sem skemmist við það að taka dæluna úr sambandi, fólk heldur það kannski. Það þarf ekkert að gera annað en að setja hana í samband aftur,“ segir Þór. „Þegar vatnið kemur á aftur að setja þá í samband. Þetta er bara dæla sem að heita vatnið fer inn í þegar það kemur inn og heldur hringrásinni á heita vatninu í gólfinu.“ „Hún eins og allar aðrar dælur, ef þær eru þurrar þá skemmast þær. Þær eru ekki gerðar til að ganga þurrar.“ Uppfært Í yfirlýsingu frá Veitum þakkar Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, fyrir ábendinguna en segir að reynslan sé sú að í fyrri heitavatnslokunum sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina hafi þetta ekki verið vandamál. Hún ítrekar þó að fólk hugi að sínum tækjum sem eru mörg og ólík. Sé fólk í vafa um hvernig gólfhitadælu það er með er alltaf betra að slökkva á kerfinu, það skaði aldrei. Hafi fólk einhverjar frekari spurningar eða er óvisst hvetur Ólöf fólk að hafa samband við Veitur. Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56 Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt. Ef það sé ekki gert eyðileggist dælurnar og tjónið geti hlaupið á hundrað þúsund krónum. „Það er rosalega áríðandi að fólk taki hringrásardæluna úr sambandi, annars skemmist hún, hún kostar sjötíu-, áttatíu þúsund,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa. „Fólk veit ekkert af því, það er mjög áríðandi að þetta komi fram.“ Ekki þurfi aðeins að greiða fyrir nýja hringrásardælu heldur þurfi fólk einnig að fá pípulagningamann til að koma og skipta um hana og segir Þór kostnaðinn geta hlaupið á yfir hundrað þúsund krónum. „Ég er rosalega hissa á að þetta hafi ekki komið fram.“ Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. Þór segir að sé ekki slökkt á dælunni gangi hún þurr sem getur leitt til þess að hún skemmist. „Það getur verið stórtjón.“ Hann segir dæluna ekki taka kalda vatnið inn í staðin og því geti það valdið miklu tjóni hjá mörgum ef ekki er slökkt á henni. „Það er ekkert sem skemmist við það að taka dæluna úr sambandi, fólk heldur það kannski. Það þarf ekkert að gera annað en að setja hana í samband aftur,“ segir Þór. „Þegar vatnið kemur á aftur að setja þá í samband. Þetta er bara dæla sem að heita vatnið fer inn í þegar það kemur inn og heldur hringrásinni á heita vatninu í gólfinu.“ „Hún eins og allar aðrar dælur, ef þær eru þurrar þá skemmast þær. Þær eru ekki gerðar til að ganga þurrar.“ Uppfært Í yfirlýsingu frá Veitum þakkar Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, fyrir ábendinguna en segir að reynslan sé sú að í fyrri heitavatnslokunum sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina hafi þetta ekki verið vandamál. Hún ítrekar þó að fólk hugi að sínum tækjum sem eru mörg og ólík. Sé fólk í vafa um hvernig gólfhitadælu það er með er alltaf betra að slökkva á kerfinu, það skaði aldrei. Hafi fólk einhverjar frekari spurningar eða er óvisst hvetur Ólöf fólk að hafa samband við Veitur.
Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56 Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56
Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00