Sport

Sjáðu mörkin og dramatíkina úr Krikanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Halldór Orri skorar sigurmarkið.
Halldór Orri skorar sigurmarkið. vísir/skjáskot

Stjarnan er áfram taplaust í Pepsi Max deild karla eftir að liðið vann 2-1 sigur á FH í gærkvöldi.

FH var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náði ekki að komast yfir og staðan var því markalaus í hálfleik.

Varamaðurinn Emil Atlason bjó til fyrsta mark leiksins fyrir Hilmar Árna Halldórsson og Stjarnan komst í 1-0.

Skömmu síðar fékk Guðmundur Kristjánsson, varnarmaður FH, að líta rauða spjaldið og Stjarnan því í kjörstöðu.

Í uppbótartíma jafnaði svo Steven Lennon metin en það var svo Halldór Orri Björnsson sem tryggði Stjörnunni stigin þrjú með lokaspyrnu leiksins.

Lokatölur 2-1 og Stjarnan komið upp í annað sæti deildarinnar og á tvo leiki til góða á topplið Vals.

FH er í 5. sætinu með jafn mörg stig og KR og Breiðablik.

Klippa: Mörkin úr FH - Stjarnan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×