Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 07:31 VIðskipti og veiðar Samherja í Namibíu hafa verið til skoðunar frá því í vetur. Vísir/Egill Uppfært 10:30 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. Á árunum áður greiddi fyrirtækið mun minna. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt var í gær, þar sem veiðigjöld hér á landi og í Namibíu voru skoðuð sem hlutfall af aflaverðmæti. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fleiri þingmenn hafi óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og í þeim skjölum sem RÚV fjallaði nýlega um í fréttaskýringaþættinum Kveik.“ Með því að skoða hlutfallið á milli kostnaðar við veiðigjöld og aflaverðmæti komst Hagfræðistofnun Háskólans að því að vegið meðaltal hlutfallsins hér á landi frá 2012 til 2018 hafi verið á milli 5,1 prósent og 15,1 prósent. Í Namibíu hafi hlutfallið hins vegar verið á bilinu 0,8 prósent til 1,3 prósent eða mun minna en hér á landi. Það breyttist árið 2018 þegar breytingar voru gerðar á veiðigjaldakerfinu í Namibíu. Þá fór hlutfallið í tíu prósent og yfir hlutfallið hér á landi. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að svara verði þeirri spurningu af hverju Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Hún bendir á að skýrslan sýni að frá 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi, sem hlutfall af aflaverðmæti, lækkað verulega. Þorgerður Katrín kallar einnig eftir því að gagnsæi í verðlagningu verið aukið. Það sé sem ekkert í dag. „Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Namibía Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Uppfært 10:30 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. Á árunum áður greiddi fyrirtækið mun minna. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt var í gær, þar sem veiðigjöld hér á landi og í Namibíu voru skoðuð sem hlutfall af aflaverðmæti. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fleiri þingmenn hafi óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og í þeim skjölum sem RÚV fjallaði nýlega um í fréttaskýringaþættinum Kveik.“ Með því að skoða hlutfallið á milli kostnaðar við veiðigjöld og aflaverðmæti komst Hagfræðistofnun Háskólans að því að vegið meðaltal hlutfallsins hér á landi frá 2012 til 2018 hafi verið á milli 5,1 prósent og 15,1 prósent. Í Namibíu hafi hlutfallið hins vegar verið á bilinu 0,8 prósent til 1,3 prósent eða mun minna en hér á landi. Það breyttist árið 2018 þegar breytingar voru gerðar á veiðigjaldakerfinu í Namibíu. Þá fór hlutfallið í tíu prósent og yfir hlutfallið hér á landi. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að svara verði þeirri spurningu af hverju Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Hún bendir á að skýrslan sýni að frá 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi, sem hlutfall af aflaverðmæti, lækkað verulega. Þorgerður Katrín kallar einnig eftir því að gagnsæi í verðlagningu verið aukið. Það sé sem ekkert í dag. „Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Namibía Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29
Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26
Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52