Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 20:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/egill Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. Útlit er fyrir að tæplega þriggja daga verkfall hefjist á þriðjudaginn. Umræðan snerist að mestu um það hvort kröfur Eflingar myndu leiða til höfrungahlaups á vinnumarkaði. Sólveig anna sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur Eflingar og að einhverra hluta vegna væri búið að færa ábyrgð á stöðu efnahagskerfisins, auk annarra hluta, yfir á þá sem minnst ættu. „Hér stíga fram hver á fætur öðrum menn, flestir með afskaplega stóra launatékka, til að flytja okkur enn eina ferðina þær fréttir að ekkert sé hægt að gera fyrir okkur,“ sagði Sólveig. Hún sagði það óboðlegan málflutning og að Efling hafni honum alfarið. Konráð sagði stöðuna viðkvæma og að vinnumarkaðurinn í heild sinni bæri ábyrgð á stöðu mála. Þar á meðal Efling og aðrir aðilar að vinnumarkaði. „Við erum í þeirri stöðu að við erum með mjög litla verðbólgu. Við erum með gjörbreytta stöðu á þjóðarbúinu. Þetta er rulla sem heyrist mjög oft en það er ástæða fyrir því,“ sagði Konráð. Það væri vegna þess að aukin launakostnaður gæti leitt til aukins atvinnuleysis. Konráð sagði einnig að á Íslandi væru mjög há laun í alþjóðlegu samhengi. „Hvergi á byggðu bóli fer jafn hátt hlutfall af landsframleiðslu til launa. Sem er í sjálfu sér gott en það sýnir okkur að svigrúmið er því miður ekkert. Ég vildi óska þess að ég gæti horft framan í ykkur og sagt að svigrúmið væri meira en horfandi á tölurnar eins og landið liggur, þá er það ekki.“ Konráð sagði þar að auki að vegna þess hve viðkvæm staðan væri, væri mikilvægt að lífskjarasamningurinn héldi. Sólveig sagðist fagna því að Konráð kæmi „sem betur fer“ ekki að umræddum kjaraviðræðum. Borgin hefði vel efni á því að gangast að kröfum Eflingar. „Borgin stærir sig af því að ætla að skila margra milljarða rekstrarafgangi á næstu árum. Borgin hefur sparað á hverju ári, undanfarin ár, sex til átta hundruð milljónir í launakostnað. Hvers vegna? Vegna þess að þetta háskólamenntaða fólk, sem að Konráð og aðrir eru svo hræddir við að fari fram í kjölfar okkar af einhverjum tryllingi, fæst einfaldlega ekki til þessara starfa,“ sagði Sólveig. Sjá má umræðurnar hér að neðan. Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Víglínan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. Útlit er fyrir að tæplega þriggja daga verkfall hefjist á þriðjudaginn. Umræðan snerist að mestu um það hvort kröfur Eflingar myndu leiða til höfrungahlaups á vinnumarkaði. Sólveig anna sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur Eflingar og að einhverra hluta vegna væri búið að færa ábyrgð á stöðu efnahagskerfisins, auk annarra hluta, yfir á þá sem minnst ættu. „Hér stíga fram hver á fætur öðrum menn, flestir með afskaplega stóra launatékka, til að flytja okkur enn eina ferðina þær fréttir að ekkert sé hægt að gera fyrir okkur,“ sagði Sólveig. Hún sagði það óboðlegan málflutning og að Efling hafni honum alfarið. Konráð sagði stöðuna viðkvæma og að vinnumarkaðurinn í heild sinni bæri ábyrgð á stöðu mála. Þar á meðal Efling og aðrir aðilar að vinnumarkaði. „Við erum í þeirri stöðu að við erum með mjög litla verðbólgu. Við erum með gjörbreytta stöðu á þjóðarbúinu. Þetta er rulla sem heyrist mjög oft en það er ástæða fyrir því,“ sagði Konráð. Það væri vegna þess að aukin launakostnaður gæti leitt til aukins atvinnuleysis. Konráð sagði einnig að á Íslandi væru mjög há laun í alþjóðlegu samhengi. „Hvergi á byggðu bóli fer jafn hátt hlutfall af landsframleiðslu til launa. Sem er í sjálfu sér gott en það sýnir okkur að svigrúmið er því miður ekkert. Ég vildi óska þess að ég gæti horft framan í ykkur og sagt að svigrúmið væri meira en horfandi á tölurnar eins og landið liggur, þá er það ekki.“ Konráð sagði þar að auki að vegna þess hve viðkvæm staðan væri, væri mikilvægt að lífskjarasamningurinn héldi. Sólveig sagðist fagna því að Konráð kæmi „sem betur fer“ ekki að umræddum kjaraviðræðum. Borgin hefði vel efni á því að gangast að kröfum Eflingar. „Borgin stærir sig af því að ætla að skila margra milljarða rekstrarafgangi á næstu árum. Borgin hefur sparað á hverju ári, undanfarin ár, sex til átta hundruð milljónir í launakostnað. Hvers vegna? Vegna þess að þetta háskólamenntaða fólk, sem að Konráð og aðrir eru svo hræddir við að fari fram í kjölfar okkar af einhverjum tryllingi, fæst einfaldlega ekki til þessara starfa,“ sagði Sólveig. Sjá má umræðurnar hér að neðan.
Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Víglínan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira