Sigurður um viðskilnaðinn við kvennalandsliðið: Leikmenn í liðinu sem ég myndi aldrei nokkurn tímann þjálfa Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2020 09:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, núverandi þjálfari Keflavíkur, sem stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 segir að hann hafi óskað sér betri viðskilnað við liðið og segir að hann hafi einungis farið á tvo kvennalandsleiki síðan hann hætti. Sigurður Ragnar var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær og þar var farið yfir um víðan völl. Þar á meðal viðskilnaðinn við kvennalandsliðið sem var slæmur sem og söguna sem Sara Björk Gunnarsdóttir sagði frá fyrir jól.Sara Björk greindi frá því í bók sinni sem landsliðsfyrirliðinn gaf út um jólin að leikmenn liðsins skálduðu upp sögur um hana og Sigurð Ragnar. Þau áttu að hafa átt í ástarsambandi. „Það er eitt móment á þessum sjö árum þar sem ég væri til í að stíga frá. Það móment kom eftir Danmerkur leikinn, sem var síðasti leikur fyrir EM 2013. Þá var búið að ganga mikið á, vorum búin að tapa mikið af leikjum og mikil meiðsli,“ sagði Sigurður Ragnar í viðtalinu. Sjá einnig: Edda segir best að Siggi Raggi snúi sér að öðru „Það var lykilmaður í liðinu sem var búinn að biðja um að fá frí loksins þegar liðið átti að koma saman til undirbúnings hér heima. Ég var búinn að segja nei. Það var ekki hægt en það var farið aðrar leiðir á bakvið mig og ef einhver hefði komið og sagt: Siggi Raggi. Þú þarft ekki að fara með liðið á EM þá hefði ég bara sagt, takk fyrir mig og hætt.“ „Við náðum að toppa á EM 2013 sem var mjög sætt. Ég tók erfiðar ákvarðanir. Ég valdi ekki Eddu Garðarsdóttir með 100 landsleiki. Leikmaðurinn sem var í byrjunarliðinu fyrir hana var Dagný Brynjarsdóttir og tryggði okkur inn í 8-liða úrslitin með sínu marki. Það var pínu sætt.“ Sigurður Ragnar á tíma sínum með landsliðið. Hann kom liðinu á tvö stórmót og gerði frábæra hluti.vísir Aðeins mætt á einn eða tvo kvennalandsleiki síðan „Viðskilnaðurinn var leiðinlegur. Auðvitað gengur fullt á, á sjö árum með liðið. Það voru leikmenn í liðinu sem var mjög erfitt að þjálfa, þó að megninu til hafi það verið frábær upplifun og æðislegt að vinna með fólkinu sem var í liðinu.“ „Maður hefði kosið að viðskilnaðurinn hefði verið betri. Ég skammast mín ekki fyrir neitt á þessum sjö árum og sé ekki eftir neinu þegar ég geri þessi ár upp. Ég gerði eins vel og ég gat með liðið og lagði ofsalega mikla vinnu í það.“ Sjá einnig: Fjórar landsliðskonur skrifuðu bréf „Á endanum uppskárum við en ég hefði kosið að fara ekki í burtu með óbragð í munni eins og varð. Ég hef farið á einn eða tvo kvennalandsleiki eftir ég hætti. Það segir svolítið um það hvernig mér hefur liðið gagnvart viðskilnaðinum með liðið.“ „Það eru leikmenn í liðinu sem ég myndi aldrei nokkurn tímann þjálfa. Það er þannig. En auðvitað gengur mikið á í samstarfi yfir sjö ár og lang flestir leikmennirnir sem ég þjálfaði, ég valdi líklega 60-70 leikmenn, 95% eru frábærar að þjálfa og maður heldur með þeim öllum,“ sagði Sigurður Ragnar.Allt viðtalið við Sigurð Ragnar má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni. Umræðan um kvennalandsliðið hefst á 21. mínútu. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Sara Björk um grófar slúðursögur: Þetta sveið svo ógurlega Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. 23. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, núverandi þjálfari Keflavíkur, sem stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 segir að hann hafi óskað sér betri viðskilnað við liðið og segir að hann hafi einungis farið á tvo kvennalandsleiki síðan hann hætti. Sigurður Ragnar var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær og þar var farið yfir um víðan völl. Þar á meðal viðskilnaðinn við kvennalandsliðið sem var slæmur sem og söguna sem Sara Björk Gunnarsdóttir sagði frá fyrir jól.Sara Björk greindi frá því í bók sinni sem landsliðsfyrirliðinn gaf út um jólin að leikmenn liðsins skálduðu upp sögur um hana og Sigurð Ragnar. Þau áttu að hafa átt í ástarsambandi. „Það er eitt móment á þessum sjö árum þar sem ég væri til í að stíga frá. Það móment kom eftir Danmerkur leikinn, sem var síðasti leikur fyrir EM 2013. Þá var búið að ganga mikið á, vorum búin að tapa mikið af leikjum og mikil meiðsli,“ sagði Sigurður Ragnar í viðtalinu. Sjá einnig: Edda segir best að Siggi Raggi snúi sér að öðru „Það var lykilmaður í liðinu sem var búinn að biðja um að fá frí loksins þegar liðið átti að koma saman til undirbúnings hér heima. Ég var búinn að segja nei. Það var ekki hægt en það var farið aðrar leiðir á bakvið mig og ef einhver hefði komið og sagt: Siggi Raggi. Þú þarft ekki að fara með liðið á EM þá hefði ég bara sagt, takk fyrir mig og hætt.“ „Við náðum að toppa á EM 2013 sem var mjög sætt. Ég tók erfiðar ákvarðanir. Ég valdi ekki Eddu Garðarsdóttir með 100 landsleiki. Leikmaðurinn sem var í byrjunarliðinu fyrir hana var Dagný Brynjarsdóttir og tryggði okkur inn í 8-liða úrslitin með sínu marki. Það var pínu sætt.“ Sigurður Ragnar á tíma sínum með landsliðið. Hann kom liðinu á tvö stórmót og gerði frábæra hluti.vísir Aðeins mætt á einn eða tvo kvennalandsleiki síðan „Viðskilnaðurinn var leiðinlegur. Auðvitað gengur fullt á, á sjö árum með liðið. Það voru leikmenn í liðinu sem var mjög erfitt að þjálfa, þó að megninu til hafi það verið frábær upplifun og æðislegt að vinna með fólkinu sem var í liðinu.“ „Maður hefði kosið að viðskilnaðurinn hefði verið betri. Ég skammast mín ekki fyrir neitt á þessum sjö árum og sé ekki eftir neinu þegar ég geri þessi ár upp. Ég gerði eins vel og ég gat með liðið og lagði ofsalega mikla vinnu í það.“ Sjá einnig: Fjórar landsliðskonur skrifuðu bréf „Á endanum uppskárum við en ég hefði kosið að fara ekki í burtu með óbragð í munni eins og varð. Ég hef farið á einn eða tvo kvennalandsleiki eftir ég hætti. Það segir svolítið um það hvernig mér hefur liðið gagnvart viðskilnaðinum með liðið.“ „Það eru leikmenn í liðinu sem ég myndi aldrei nokkurn tímann þjálfa. Það er þannig. En auðvitað gengur mikið á í samstarfi yfir sjö ár og lang flestir leikmennirnir sem ég þjálfaði, ég valdi líklega 60-70 leikmenn, 95% eru frábærar að þjálfa og maður heldur með þeim öllum,“ sagði Sigurður Ragnar.Allt viðtalið við Sigurð Ragnar má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni. Umræðan um kvennalandsliðið hefst á 21. mínútu.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Sara Björk um grófar slúðursögur: Þetta sveið svo ógurlega Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. 23. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01
Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39
Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00
Sara Björk um grófar slúðursögur: Þetta sveið svo ógurlega Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. 23. nóvember 2019 14:30