Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. febrúar 2020 11:34 Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, staðfesti í dag að fimm ný tilfelli af Wuhan-veiru smiti hafi komið upp í Frakklandi, þar á meðal í einu barni. getty/Aurelien Meunier Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í dag. Tilfellin nýju voru staðfest í Alpabænum Contamines-Montjoie, nærri Mont Blanc. Buzyn sagði að rekja mætti smitið til breskrar manneskju sem hélt til í bænum í lok janúar og var síðar greind með vírusinn eftir að hún sneri aftur til Bretlands. Frönsk yfirvöld vinna nú að því að rekja það hverjir komu nærri Bretanum og fólkinu smitaða til að koma í veg fyrir frekari smit. Dauðsföll orðin fleiri en af völdum SARS-veirunnar Dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar eru nú orðin 725 og tæplega 35 þúsund smit hafa verið staðfest, langflest í Hubei-héraði í Kína. Fleiri hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á Kína og Hong Kong 2002-2003. Dauðföll og ný smit eru að mestu bundin við Wuhan-borg og Hubai-hérað í Kína en síðasta sólarhring hafa um níutíu manns dáið í Hubei-héraði og um þrjú þúsund ný smit verið staðfest. Samkvæmt upplýsingum kínverskra heilbrigðisyfirvalda eru dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar nú orðin 725. Öll á meginlandi Kína nema tvö en einn hefur látis í Hong Kong og einn á Filliseyjum. Þá eru þekkt smittilfelli tæplega 35.000. Nú þegar hafa fleiri dáið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á meginland Kína og Hong Kong frá 2002 til 2003. Rúmlega 8000 manns greindust þá með SARS veiruna og 650 manns létust af völdum hennar. Þá dóu um 200 manns í níu öðrum löndum, flest í Kanada, Taívan og Singapúr. Í heildina voru rúmlega 8000 staðfest smit greind á sínum tíma. Skortur á grímum og hlífðarfatnaði Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunar en staðfest tilfelli hafa komið upp í 24 öðrum löndum. Kínversk stjórnvöld hafa þó takmarkað ferðafrelsi fólks frá Hubei-héraði og nokkrum öðrum borgum. Þá hafa fjölmörg ríki gripið til aðgerða, til dæmis takmarkað lendingar flugvéla og skipa frá Kína. Þá gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin það út í gær að verulegur skortur væri nú á grímum og hlífðargöllum þar sem ýmis lönd, þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu, væru búin að kaupa stórar birgðir af grímum og hlífðargöllum. Stofnunin biðlar stjórnvalda í löndunum að hætta að birgja sig upp af grímum og hlífðargöllum þar sem vöntunin er mikil á spítölum í Kína. Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Frakkland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15 Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í dag. Tilfellin nýju voru staðfest í Alpabænum Contamines-Montjoie, nærri Mont Blanc. Buzyn sagði að rekja mætti smitið til breskrar manneskju sem hélt til í bænum í lok janúar og var síðar greind með vírusinn eftir að hún sneri aftur til Bretlands. Frönsk yfirvöld vinna nú að því að rekja það hverjir komu nærri Bretanum og fólkinu smitaða til að koma í veg fyrir frekari smit. Dauðsföll orðin fleiri en af völdum SARS-veirunnar Dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar eru nú orðin 725 og tæplega 35 þúsund smit hafa verið staðfest, langflest í Hubei-héraði í Kína. Fleiri hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á Kína og Hong Kong 2002-2003. Dauðföll og ný smit eru að mestu bundin við Wuhan-borg og Hubai-hérað í Kína en síðasta sólarhring hafa um níutíu manns dáið í Hubei-héraði og um þrjú þúsund ný smit verið staðfest. Samkvæmt upplýsingum kínverskra heilbrigðisyfirvalda eru dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar nú orðin 725. Öll á meginlandi Kína nema tvö en einn hefur látis í Hong Kong og einn á Filliseyjum. Þá eru þekkt smittilfelli tæplega 35.000. Nú þegar hafa fleiri dáið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á meginland Kína og Hong Kong frá 2002 til 2003. Rúmlega 8000 manns greindust þá með SARS veiruna og 650 manns létust af völdum hennar. Þá dóu um 200 manns í níu öðrum löndum, flest í Kanada, Taívan og Singapúr. Í heildina voru rúmlega 8000 staðfest smit greind á sínum tíma. Skortur á grímum og hlífðarfatnaði Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunar en staðfest tilfelli hafa komið upp í 24 öðrum löndum. Kínversk stjórnvöld hafa þó takmarkað ferðafrelsi fólks frá Hubei-héraði og nokkrum öðrum borgum. Þá hafa fjölmörg ríki gripið til aðgerða, til dæmis takmarkað lendingar flugvéla og skipa frá Kína. Þá gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin það út í gær að verulegur skortur væri nú á grímum og hlífðargöllum þar sem ýmis lönd, þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu, væru búin að kaupa stórar birgðir af grímum og hlífðargöllum. Stofnunin biðlar stjórnvalda í löndunum að hætta að birgja sig upp af grímum og hlífðargöllum þar sem vöntunin er mikil á spítölum í Kína. Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður.
Frakkland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15 Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15
Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36
Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01