Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Elías komst í fréttirnar í vikunni er hann var umfjöllunarefni sænskra miðla en hann var talinn skulda fimm milljónir í skatt. Það ku hafa verið vegna þess að hann gleymdi að skila skattskýrslu.
Staðan var 1-0 á 70. mínútu þegar Elías Már skoraði fyrra mark sitt og tveimur mínútum síðar skoraði Keflvíkingurinn annað mark sitt og þriðja mark Excelsior.
Na een vroege openingstreffer duurde het lang voordat er meer doelpunten vielen, maar uiteindelijk won Excelsior Rotterdam met 1-4 van Helmond Sport!
— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) February 7, 2020
#helexc#strijdenenwinnen#samensterk pic.twitter.com/39vhN3PO1D
Excelsior er í 7. sæti hollenska boltans með 40 stig.