Innlent

Tímabundni forstjóri UST skipaður til frambúðar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigrún Ágústsdóttir er nýr forstjóri Umhverfisstofnunar.
Sigrún Ágústsdóttir er nýr forstjóri Umhverfisstofnunar. stjórnarráðið

Sigrún Ágústsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Umhverfisstofnunar. Hún hafði gegnt stöðunni frá því í október. Embætti forstjóra UST var auglýst til umsóknar þann 10. október síðastliðinn og var umsóknarfrestur til 28. október. Á vef stjórnarráðsins segir að 12 hafi sótt um stöðuna.

Þar er ferill Sigrúnar jafnframt rakinn. Hún er sögð hafa starfað að umhverfismálum í um 20 ár, þar af sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og var auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var settur forstjóri í október síðastliðnum.

Þá starfaði hún sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá 2000 - 2008. Fyrir þann tíma starfaði hún sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins.

Eiginmaður Sigrúnar er Davíð Pálsson tæknimaður og eiga þau tvö börn.


Tengdar fréttir

Tímabundinn forstjóri UMST

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Sigrúnu Ágústsdóttur, sviðstjóra hjá Umhverfisstofnun, til að gegna tímabundið embætti forstjóra stofnunarinnar til 1. mars 2020, þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×