Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 22-31 | Stjörnukonur styrku stöðu sína í 3. sætinu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 19:00 Sólveig Lára Kjærnested átti góðan leik. Vísir/Bára Stjarnan vann öflugan 9 marka sigur á Haukum á Ásvöllum, 22-31. Haukar eltu allan leikinn en munurinn aðeins tvö mörk í hálfleik, 11-13. Gestirnir úr Garðabænum mættu sterkari til leiks og náðu undirtökunum á leiknum og leiddu með fjórum mörkum eftir fyrsta korterið, 4-8. Haukar náðu góðu áhlaupi og jöfnuðu leikinn skömmu síðar en það voru Stjörnustúlkur sem leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Haukum tókst þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks, 14-14 en lengra komust þær ekki. Stjarnan gaf í og leiddu með 6 mörkum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 16-22. Sigur Stjörnunnar var ekki í hættu það sem eftir lifði leiks en þær gáfu þó ekkert eftir og héldu áfram að keyra á heimamenn. Leiknum lauk með öruggum 9 marka sigri Garðbæinga 22-31. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan hefur ekki náð sér á strik eftir áramót en í dag sýndu þær af hverju liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þær sýndu mikinn karakter, spiluðu frábæra vörn og voru öflugar sóknarlega. Hverjar stóðu upp úr?Þórhildur Gunnarsdóttir var að spila sinn fyrsta leik í nokkrar vikur og hún sýndi í dag hversu gríðalega mikilvæg hún er liðinu, hún átti virkilega góðan leik. Sólveig Lára Kjærnested var einnig frábær, hún skoraði 9 mörk en ásamt þeim þá áttu bæði Karen Tinna Demian og Hildur Öder Einarsdóttir, markvörður, góðan dag. Hjá Haukum var Guðrún Erla Bjarnadóttir atkvæðamest með 6 mörk, hún reyndi hvað hún gat til að halda liðinu inní leiknum en það gekk heilt yfir fátt upp hjá þeim. Hvað gekk illa? Vörn og sókn hjá Haukum var ekki til afspurnar í dag. Þær fóru með mikið af dauðafærum, klúðruðu vítum og voru óagaðar sóknarlega. Hvað er framundan? Það eru flottir leikir í næstu umferð þegar Haukar fara í Kórinn og mæta HK á meðan Stjarnan tekur á móti KA/Þór í Garðabænum Sebastian lagði mikla áherslu á vörnina í aðdraganda leiksins.vísir/bára Basti: Það er ekki hægt að skipta neinu út fyrir leikreynsluVarnarleikurinn skóp sigurinn í dag sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar. „Við sýndum frábæran varnarleik og fengum markvörslu um leið,“ sagði Basti. „Við fengum að meðaltali 22 mörk á okkur í leik fyrir áramót en 33 í leikjunum eftir áramót. Við erum búin að eyða allri vikunni í að æfa vörn og það skilaði sér í dag.“ Basti fékk Þórhildi Gunnarsdóttir inní hópinn, hún er ein af lykilmönnum sem hafa verið meiddar en hann segir að innkoma hennar hafi skipt sköpum í dag. „Þú sérð það, það er mikil reynsla í henni og hún er vön að spila með bæði Sollu og Lísu. Varnarlega er hún frábær og við fáum allar meira öryggi að fá hana inní vörnina,“ sagði Basti. „Þórhildur var frábær í dag, Solla stórkostleg, Lísa kom frábær inn, það er ekki hægt að skipta neinu út fyrir leikreynslu“ sagði Basti um mikilvægi þess að hafa þessa þrjá reynslumiklu leikmenn, Þórhildi Gunnarsdóttir, Sólveigu Láru Kjærnested og Elísabetu Gunnarsdóttur „Við stilltum þessu upp sem algjörum úrslitaleik. Ég er hvað mest ánægður með það að hópurinn tók áskoruninni,“ sagði Sebastian að lokum. Árni var mjög ósáttur með leik liðsinsvísir/bára Árni Stefán: Við féllum á prófinu„Við vorum ógeðslega lélegar, ég er fáranlega pirraður,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka að leik loknum. „Þessi byrjun ætti ekki að koma neinum á óvart, við erum búin að fara vel yfir þetta hjá okkur en við byrjum alltaf á því að grafa okkur holu í upphafi leikja. Svo fer rosalega orka og kraftur að vinna sig aftur inní leikinn.“ „Á móti Stjörnunni og flest öllum liðum í deildinni að þá er það erfitt verkefni að byrja alltaf leikina fjórum til sex mörkum undir,“ sagði Árni. „Ég veit ekki hvort þetta sé hugafarið hjá stelpunum en við fórum með ógrinni af dauðafærum, þrjú vítaköst. Mér finnst svolítið loða við okkur að þegar mikið er undir þá gefum við eftir. Við vorum búin að tala þannig um leikinn í dag, hversu mikilvægur hann væri uppá framhaldið og okkar baráttu í deildinni.“ „Við féllum á prófinu í dag, við fengum undir 5,0,“ sagði Árni Stefán að lokum. Olís-deild kvenna
Stjarnan vann öflugan 9 marka sigur á Haukum á Ásvöllum, 22-31. Haukar eltu allan leikinn en munurinn aðeins tvö mörk í hálfleik, 11-13. Gestirnir úr Garðabænum mættu sterkari til leiks og náðu undirtökunum á leiknum og leiddu með fjórum mörkum eftir fyrsta korterið, 4-8. Haukar náðu góðu áhlaupi og jöfnuðu leikinn skömmu síðar en það voru Stjörnustúlkur sem leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Haukum tókst þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks, 14-14 en lengra komust þær ekki. Stjarnan gaf í og leiddu með 6 mörkum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 16-22. Sigur Stjörnunnar var ekki í hættu það sem eftir lifði leiks en þær gáfu þó ekkert eftir og héldu áfram að keyra á heimamenn. Leiknum lauk með öruggum 9 marka sigri Garðbæinga 22-31. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan hefur ekki náð sér á strik eftir áramót en í dag sýndu þær af hverju liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þær sýndu mikinn karakter, spiluðu frábæra vörn og voru öflugar sóknarlega. Hverjar stóðu upp úr?Þórhildur Gunnarsdóttir var að spila sinn fyrsta leik í nokkrar vikur og hún sýndi í dag hversu gríðalega mikilvæg hún er liðinu, hún átti virkilega góðan leik. Sólveig Lára Kjærnested var einnig frábær, hún skoraði 9 mörk en ásamt þeim þá áttu bæði Karen Tinna Demian og Hildur Öder Einarsdóttir, markvörður, góðan dag. Hjá Haukum var Guðrún Erla Bjarnadóttir atkvæðamest með 6 mörk, hún reyndi hvað hún gat til að halda liðinu inní leiknum en það gekk heilt yfir fátt upp hjá þeim. Hvað gekk illa? Vörn og sókn hjá Haukum var ekki til afspurnar í dag. Þær fóru með mikið af dauðafærum, klúðruðu vítum og voru óagaðar sóknarlega. Hvað er framundan? Það eru flottir leikir í næstu umferð þegar Haukar fara í Kórinn og mæta HK á meðan Stjarnan tekur á móti KA/Þór í Garðabænum Sebastian lagði mikla áherslu á vörnina í aðdraganda leiksins.vísir/bára Basti: Það er ekki hægt að skipta neinu út fyrir leikreynsluVarnarleikurinn skóp sigurinn í dag sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar. „Við sýndum frábæran varnarleik og fengum markvörslu um leið,“ sagði Basti. „Við fengum að meðaltali 22 mörk á okkur í leik fyrir áramót en 33 í leikjunum eftir áramót. Við erum búin að eyða allri vikunni í að æfa vörn og það skilaði sér í dag.“ Basti fékk Þórhildi Gunnarsdóttir inní hópinn, hún er ein af lykilmönnum sem hafa verið meiddar en hann segir að innkoma hennar hafi skipt sköpum í dag. „Þú sérð það, það er mikil reynsla í henni og hún er vön að spila með bæði Sollu og Lísu. Varnarlega er hún frábær og við fáum allar meira öryggi að fá hana inní vörnina,“ sagði Basti. „Þórhildur var frábær í dag, Solla stórkostleg, Lísa kom frábær inn, það er ekki hægt að skipta neinu út fyrir leikreynslu“ sagði Basti um mikilvægi þess að hafa þessa þrjá reynslumiklu leikmenn, Þórhildi Gunnarsdóttir, Sólveigu Láru Kjærnested og Elísabetu Gunnarsdóttur „Við stilltum þessu upp sem algjörum úrslitaleik. Ég er hvað mest ánægður með það að hópurinn tók áskoruninni,“ sagði Sebastian að lokum. Árni var mjög ósáttur með leik liðsinsvísir/bára Árni Stefán: Við féllum á prófinu„Við vorum ógeðslega lélegar, ég er fáranlega pirraður,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka að leik loknum. „Þessi byrjun ætti ekki að koma neinum á óvart, við erum búin að fara vel yfir þetta hjá okkur en við byrjum alltaf á því að grafa okkur holu í upphafi leikja. Svo fer rosalega orka og kraftur að vinna sig aftur inní leikinn.“ „Á móti Stjörnunni og flest öllum liðum í deildinni að þá er það erfitt verkefni að byrja alltaf leikina fjórum til sex mörkum undir,“ sagði Árni. „Ég veit ekki hvort þetta sé hugafarið hjá stelpunum en við fórum með ógrinni af dauðafærum, þrjú vítaköst. Mér finnst svolítið loða við okkur að þegar mikið er undir þá gefum við eftir. Við vorum búin að tala þannig um leikinn í dag, hversu mikilvægur hann væri uppá framhaldið og okkar baráttu í deildinni.“ „Við féllum á prófinu í dag, við fengum undir 5,0,“ sagði Árni Stefán að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti