Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Njarðvík 94-97 | Þjálfaralausir Njarðvíkingar öflugri á lokametrunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. febrúar 2020 22:45 Vísir/Bára Njarðvíkingar gerðu góða ferð til Akureyrar í kvöld þar sem þeir voru í heimsókn hjá Þór Akureyri en Njarðvík burstaði fyrri viðureign þessara liða í Njarðvík á síðasta ári. Síðan þá hafa Þórsarar styrkst mikið í leik sínum og var því búist við hörkuleik, sem varð raunin. Heimamenn voru mun öflugri í upphafi leiks þar sem Júlíus Orri Ágústsson fór mikinn en leikstjórnandinn ungi gerði 14 stig í fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar leiddu á einhvern ótrúlegan hátt með tveimur stigum í leikhléi en það skrifast að mestu leyti á stórkostlega frammistöðu reynsluboltans Loga Gunnarssonar sem setti hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru niður í fyrri hálfleiknum. Staðan í leikhléi 51-53 fyrir Njarðvík. Í síðari hálfleik náðu heimamenn undirtökunum fljótt aftur og Þór leiddi með sex stigum fyrir síðasta leikhluta leiksins, 78-72. Fjórði leikhluti byrjaði vel fyrir Þórsara og héldu þeir Njarðvíkingum 8-10 stigum frá sér allt þar til fjórar mínútur lifðu leiks en þá tókst Njarðvíkingum að vinna sig inn í leikinn á augabragði og unnu að lokum þriggja stiga sigur, 94-97.Afhverju vann Njarðvík?Jafnræði var með liðunum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu því þó Þórsarar hafi verið í forystu stærstan hluta leiksins munaði aldrei meira en 9 stigum á liðunum. Lokamínúturnar voru talsvert betur spilaðar hjá gestunum og því fór sem fór. Þórsarar hættu að spila sinn leik og Njarðvíkingar sigu fram úr í kjölfarið.Bestu menn vallarinsGamla brýnið Logi Gunnarsson fór fyrir liði Njarðvíkur og var langbesti leikmaður liðsins, á báðum endum vallarins og það þrátt fyrir að lenda í villuvandræðum en hann spilaði allan fjórða leikhluta á fjórum villum. Aurimas Majauskas var drjúgur í sókninni hjá Njarðvík og eftir að hafa verið heillum horfinn stærstan hluta leiksins steig Maciek Baginski upp þegar mest á reyndi og á stóran þátt í endurkomu gestanna. Hjá Þór spilaði Júlíus Orri Ágústsson afar vel, þá sérstaklega í byrjun leiks. Terrence Motley reyndist Njarðvíkingum erfiður.Hvað gekk illa?Eric Katenda var í stórkostlegum vandræðum í endurkomu sinni með Njarðvík. Var kominn með þrjár villur strax í fyrsta leikhluta og kom því ekki aftur við sögu fyrr en í þriðja leikhluta. Hans fyrsta verk þá var að næla sér í sóknarvillu fyrir glórulausa tilburði. Átti eina skottilraun í leiknum.Hvað er næst?Ekki verður spilað meira í Dominos deild karla í þessum mánuði og fá liðin því góða hvíld fyrir næstu verkefni sín.Lárus: Köstuðum þessu frá okkur í lokinLárus Jónsson var óánægður með lokamínúturnar hjá Þór í kvöld.vísir/báraLárus Jónsson, þjálfari Þórs, var hundfúll í leikslok og afar ósáttur með frammistöðu síns liðs á lokamínútum leiksins. „Ég er gríðarlega svekktur. Við köstuðum þessu frá okkur með slæmum ákvörðunum í lokin. Léleg skot og hættum að sækja á körfuna þegar þeir fóru í svæðisvörnina. Ég nenni ekki að tjá mig um dómarana. Mér fannst við ekki vera að gera það sem við áttum að vera að gera. Við vorum komnir í bónus og þeir réðu ekkert við Motley en við vorum að taka galin þriggja stiga skot,“ segir Lárus. „Viljinn var meiri hjá Njarðvík. Ef þú getur ekki tekið fráköst áttu ekki skilið að vinna leiki. Við töluðum um það í leikhléum að verja teiginn okkar en í hvert skipti sem Njarðvík klikkaði skoti í fjórða leikhluta náðu þeir sóknarfrákasti,“ sagði Lárus. Eftir að hafa verið á miklu flugi í kringum áramótin hafa Þórsarar nú tapað þremur leikjum í röð; gegn Tindastóli, Keflavík og Njarðvík. „Við þurfum að leggja meira á okkur en hin liðin í hléinu. Þetta þýðir ekkert annað en það. Við þurfum að leggja áherslu á varnarleikinn hjá okkur og hvernig við fráköstum. Þau eru búin að vera léleg hjá okkur í síðustu þremur leikjum,“ sagði Lárus áður en hann hrósaði Júlíusi Orra. „Hann kom sterkur inn í leikinn og barðist eins og ljón. Ég var mjög ánægður með hans frammistöðu allan leikinn þó hann hafi ekki skorað jafn mikið þegar leið á leikinn. Það voru aðrir sem voru í því þá,“ sagði Lárus að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Logi: Unnum þennan leik fyrir Einar Njarðvíkingar voru þjálfaralausir á Akureyri í kvöld en náðu samt að innbyrða sigur gegn Þórsurum. 7. febrúar 2020 22:34
Njarðvíkingar gerðu góða ferð til Akureyrar í kvöld þar sem þeir voru í heimsókn hjá Þór Akureyri en Njarðvík burstaði fyrri viðureign þessara liða í Njarðvík á síðasta ári. Síðan þá hafa Þórsarar styrkst mikið í leik sínum og var því búist við hörkuleik, sem varð raunin. Heimamenn voru mun öflugri í upphafi leiks þar sem Júlíus Orri Ágústsson fór mikinn en leikstjórnandinn ungi gerði 14 stig í fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar leiddu á einhvern ótrúlegan hátt með tveimur stigum í leikhléi en það skrifast að mestu leyti á stórkostlega frammistöðu reynsluboltans Loga Gunnarssonar sem setti hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru niður í fyrri hálfleiknum. Staðan í leikhléi 51-53 fyrir Njarðvík. Í síðari hálfleik náðu heimamenn undirtökunum fljótt aftur og Þór leiddi með sex stigum fyrir síðasta leikhluta leiksins, 78-72. Fjórði leikhluti byrjaði vel fyrir Þórsara og héldu þeir Njarðvíkingum 8-10 stigum frá sér allt þar til fjórar mínútur lifðu leiks en þá tókst Njarðvíkingum að vinna sig inn í leikinn á augabragði og unnu að lokum þriggja stiga sigur, 94-97.Afhverju vann Njarðvík?Jafnræði var með liðunum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu því þó Þórsarar hafi verið í forystu stærstan hluta leiksins munaði aldrei meira en 9 stigum á liðunum. Lokamínúturnar voru talsvert betur spilaðar hjá gestunum og því fór sem fór. Þórsarar hættu að spila sinn leik og Njarðvíkingar sigu fram úr í kjölfarið.Bestu menn vallarinsGamla brýnið Logi Gunnarsson fór fyrir liði Njarðvíkur og var langbesti leikmaður liðsins, á báðum endum vallarins og það þrátt fyrir að lenda í villuvandræðum en hann spilaði allan fjórða leikhluta á fjórum villum. Aurimas Majauskas var drjúgur í sókninni hjá Njarðvík og eftir að hafa verið heillum horfinn stærstan hluta leiksins steig Maciek Baginski upp þegar mest á reyndi og á stóran þátt í endurkomu gestanna. Hjá Þór spilaði Júlíus Orri Ágústsson afar vel, þá sérstaklega í byrjun leiks. Terrence Motley reyndist Njarðvíkingum erfiður.Hvað gekk illa?Eric Katenda var í stórkostlegum vandræðum í endurkomu sinni með Njarðvík. Var kominn með þrjár villur strax í fyrsta leikhluta og kom því ekki aftur við sögu fyrr en í þriðja leikhluta. Hans fyrsta verk þá var að næla sér í sóknarvillu fyrir glórulausa tilburði. Átti eina skottilraun í leiknum.Hvað er næst?Ekki verður spilað meira í Dominos deild karla í þessum mánuði og fá liðin því góða hvíld fyrir næstu verkefni sín.Lárus: Köstuðum þessu frá okkur í lokinLárus Jónsson var óánægður með lokamínúturnar hjá Þór í kvöld.vísir/báraLárus Jónsson, þjálfari Þórs, var hundfúll í leikslok og afar ósáttur með frammistöðu síns liðs á lokamínútum leiksins. „Ég er gríðarlega svekktur. Við köstuðum þessu frá okkur með slæmum ákvörðunum í lokin. Léleg skot og hættum að sækja á körfuna þegar þeir fóru í svæðisvörnina. Ég nenni ekki að tjá mig um dómarana. Mér fannst við ekki vera að gera það sem við áttum að vera að gera. Við vorum komnir í bónus og þeir réðu ekkert við Motley en við vorum að taka galin þriggja stiga skot,“ segir Lárus. „Viljinn var meiri hjá Njarðvík. Ef þú getur ekki tekið fráköst áttu ekki skilið að vinna leiki. Við töluðum um það í leikhléum að verja teiginn okkar en í hvert skipti sem Njarðvík klikkaði skoti í fjórða leikhluta náðu þeir sóknarfrákasti,“ sagði Lárus. Eftir að hafa verið á miklu flugi í kringum áramótin hafa Þórsarar nú tapað þremur leikjum í röð; gegn Tindastóli, Keflavík og Njarðvík. „Við þurfum að leggja meira á okkur en hin liðin í hléinu. Þetta þýðir ekkert annað en það. Við þurfum að leggja áherslu á varnarleikinn hjá okkur og hvernig við fráköstum. Þau eru búin að vera léleg hjá okkur í síðustu þremur leikjum,“ sagði Lárus áður en hann hrósaði Júlíusi Orra. „Hann kom sterkur inn í leikinn og barðist eins og ljón. Ég var mjög ánægður með hans frammistöðu allan leikinn þó hann hafi ekki skorað jafn mikið þegar leið á leikinn. Það voru aðrir sem voru í því þá,“ sagði Lárus að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Logi: Unnum þennan leik fyrir Einar Njarðvíkingar voru þjálfaralausir á Akureyri í kvöld en náðu samt að innbyrða sigur gegn Þórsurum. 7. febrúar 2020 22:34
Logi: Unnum þennan leik fyrir Einar Njarðvíkingar voru þjálfaralausir á Akureyri í kvöld en náðu samt að innbyrða sigur gegn Þórsurum. 7. febrúar 2020 22:34
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum