Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 11:15 Um ellefu milljónir manna búa í borginni en þar hefur dánartíðnin verið um 4,1 prósent. Annars staðar í Kína hefur hún verið um 0,17 prósent. Vísir/AP Yfirvöld Kína hafa hert aðgerðir verulega í borginni þar sem Wuhan-veiran svokallaða stakk upp kollinum. Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. Íbúar Wuahn óttast að verið sé að fórna þeim fyrir hagsmuni Kína en tíðni látinna er mun hærri í borginni en annars staðar í Kína. Um ellefu milljónir manna búa í Wuhan en þar hefur dánartíðnin verið um 4,1 prósent. Annars staðar í Kína hefur hún verið um 0,17 prósent, samkvæmt frétt New York Times. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Minnst 31 þúsund hafa smitast af veirunni og minnst 640 eru dánir. Þar af langflestir í Kína. Veiran hefur þó borist til minnst 25 annarra ríkja afar fáir hafa dáið utan landamæra Kína. Sun Chunlan, aðstoðarforsætisráðherra Kína, tilkynnti þessar hertu aðgerðir í gær. Við það tilefni ítrekaði hann að Wuhan og Kína stæði frammi fyrir nokkurs konar stríði. Engir mættu liðhlaupar í því stríði, því annars yrðu þeir „negldir við stólpa sögulegrar skammar“ að eilífu. Tilmælin bárust til Wuhan skömmu eftir að vinsæll læknir sem hafði varað við útbreiðslu veirunnar í desember dó. Sá hafði fengið heimsókn frá lögregluþjónum eftir að hann sendi tölvupóst um nýju veikindin og var gerð tilraun til að þagga niður í honum. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Meðal þess sem Sun fyrirskipaði er að heilbrigðisstarfsmenn ganga nú á milli húsa og kanna heilsu fólks sem býr í Wuhan. Finnist einhver sýktur er sá fluttur í einangrun og aðrir sem viðkomandi hefur átt í samskiptum við. Borginni hefur þegar verið svo til gott sem lokað og er óttast að samgöngulokanir muni leiða til skorts á bæði matvælum og lyfjum. Um tvær vikur eru síðan Wuhan var lokað en lokunin var svo útvíkkuð um Hubei-hérað svo rúmlega fimmtíu milljónir manna geta varla yfirgefið heimili sín. Þrátt fyrir það hefur fjöldi sýktra tvöfaldast á fjögurra daga fresti og dreifst milli borga og bæja í Kína. Sérfræðingar hafa dregið í efa að aðgerðir yfirvalda í Kína beri yfir höfuð árangur eða bæti á raunir íbúa. Óttast að hleypa fólki af stað eftir frí Kínverjar standa frammi fyrir ákveðnum vanda varðandi yfirstaðna nýárshátíð og óttast að leyfa milljónum verka- og námsmanna að ferðast um landið og mögulega dreifa veirunni. Hagfræðingar segja þó mikilvægt að fólk geti snúið aftur til starfa sinna eftir fríið. Hagvaxtarspár Kína hafa þegar verið lækkaðar verulega og yfirvöld segja að ekki sé hægt að halda smærri fyrirtækjum lokuðum mikið lengur, án þess að þau fari í gjaldþrot. Samkvæmt frétt South China Morning Post er þó ekki víst að Kínverjar vilji leggja land undir fót að svo stöddu. Embættismaður hjá fyrirtækinu sem rekur lestarkerfi Kína sagði til að mynda í gær að búist væri við því að eingöngu tvær til þrjár milljónir manna notuðu lestarkerfið um komandi helgi. Það er einungis fjórðungur af þeim fjölda sem nýtir kerfið að venju eftir hátíðirnar. Rekja veiruna til hreisturdýra og leðurblaka Kínverskir vísindamenn telja sig hafa komist að þeirri niðurstöðu að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum hreisturdýr og ólöglega sölu þeirra. Þrátt fyrir að dýrin séu vernduð af alþjóðalögum eru þau gífurlega vinsæl í Asíu þar sem þau eru elduð og notuð í „hefðbundnar lækningar“, ef svo má að orði komast. Veiran er talin hafa borist í menn á markaði þar sem lifandi dýr eru seld, auk matvæla. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við, segir þó erfitt að draga ályktanir út frá rannsókn kínversku vísindamannanna og segir þá eiga langt í land með að sanna að veira hafi fyrst borist í hreisturdýr. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19 Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 6. febrúar 2020 11:58 Hluta Kastrup-flugvallar lokað vegna veikrar konu Einni flugstöðvarbyggingu Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hefur verið lokað vegna veikrar konu, sem hóf að finna fyrir flensueinkennum við lendingu í morgun. 7. febrúar 2020 10:43 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa hert aðgerðir verulega í borginni þar sem Wuhan-veiran svokallaða stakk upp kollinum. Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. Íbúar Wuahn óttast að verið sé að fórna þeim fyrir hagsmuni Kína en tíðni látinna er mun hærri í borginni en annars staðar í Kína. Um ellefu milljónir manna búa í Wuhan en þar hefur dánartíðnin verið um 4,1 prósent. Annars staðar í Kína hefur hún verið um 0,17 prósent, samkvæmt frétt New York Times. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Minnst 31 þúsund hafa smitast af veirunni og minnst 640 eru dánir. Þar af langflestir í Kína. Veiran hefur þó borist til minnst 25 annarra ríkja afar fáir hafa dáið utan landamæra Kína. Sun Chunlan, aðstoðarforsætisráðherra Kína, tilkynnti þessar hertu aðgerðir í gær. Við það tilefni ítrekaði hann að Wuhan og Kína stæði frammi fyrir nokkurs konar stríði. Engir mættu liðhlaupar í því stríði, því annars yrðu þeir „negldir við stólpa sögulegrar skammar“ að eilífu. Tilmælin bárust til Wuhan skömmu eftir að vinsæll læknir sem hafði varað við útbreiðslu veirunnar í desember dó. Sá hafði fengið heimsókn frá lögregluþjónum eftir að hann sendi tölvupóst um nýju veikindin og var gerð tilraun til að þagga niður í honum. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Meðal þess sem Sun fyrirskipaði er að heilbrigðisstarfsmenn ganga nú á milli húsa og kanna heilsu fólks sem býr í Wuhan. Finnist einhver sýktur er sá fluttur í einangrun og aðrir sem viðkomandi hefur átt í samskiptum við. Borginni hefur þegar verið svo til gott sem lokað og er óttast að samgöngulokanir muni leiða til skorts á bæði matvælum og lyfjum. Um tvær vikur eru síðan Wuhan var lokað en lokunin var svo útvíkkuð um Hubei-hérað svo rúmlega fimmtíu milljónir manna geta varla yfirgefið heimili sín. Þrátt fyrir það hefur fjöldi sýktra tvöfaldast á fjögurra daga fresti og dreifst milli borga og bæja í Kína. Sérfræðingar hafa dregið í efa að aðgerðir yfirvalda í Kína beri yfir höfuð árangur eða bæti á raunir íbúa. Óttast að hleypa fólki af stað eftir frí Kínverjar standa frammi fyrir ákveðnum vanda varðandi yfirstaðna nýárshátíð og óttast að leyfa milljónum verka- og námsmanna að ferðast um landið og mögulega dreifa veirunni. Hagfræðingar segja þó mikilvægt að fólk geti snúið aftur til starfa sinna eftir fríið. Hagvaxtarspár Kína hafa þegar verið lækkaðar verulega og yfirvöld segja að ekki sé hægt að halda smærri fyrirtækjum lokuðum mikið lengur, án þess að þau fari í gjaldþrot. Samkvæmt frétt South China Morning Post er þó ekki víst að Kínverjar vilji leggja land undir fót að svo stöddu. Embættismaður hjá fyrirtækinu sem rekur lestarkerfi Kína sagði til að mynda í gær að búist væri við því að eingöngu tvær til þrjár milljónir manna notuðu lestarkerfið um komandi helgi. Það er einungis fjórðungur af þeim fjölda sem nýtir kerfið að venju eftir hátíðirnar. Rekja veiruna til hreisturdýra og leðurblaka Kínverskir vísindamenn telja sig hafa komist að þeirri niðurstöðu að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum hreisturdýr og ólöglega sölu þeirra. Þrátt fyrir að dýrin séu vernduð af alþjóðalögum eru þau gífurlega vinsæl í Asíu þar sem þau eru elduð og notuð í „hefðbundnar lækningar“, ef svo má að orði komast. Veiran er talin hafa borist í menn á markaði þar sem lifandi dýr eru seld, auk matvæla. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við, segir þó erfitt að draga ályktanir út frá rannsókn kínversku vísindamannanna og segir þá eiga langt í land með að sanna að veira hafi fyrst borist í hreisturdýr.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19 Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 6. febrúar 2020 11:58 Hluta Kastrup-flugvallar lokað vegna veikrar konu Einni flugstöðvarbyggingu Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hefur verið lokað vegna veikrar konu, sem hóf að finna fyrir flensueinkennum við lendingu í morgun. 7. febrúar 2020 10:43 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19
Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 6. febrúar 2020 11:58
Hluta Kastrup-flugvallar lokað vegna veikrar konu Einni flugstöðvarbyggingu Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hefur verið lokað vegna veikrar konu, sem hóf að finna fyrir flensueinkennum við lendingu í morgun. 7. febrúar 2020 10:43
Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33